Tæplega helmingur allra gæra sem féll til í haust var hent.
Tæplega helmingur allra gæra sem féll til í haust var hent.
Mynd / smh
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið illa, þannig að henda hefur þurft tæplega helmingi allra þeirra.

Í 1. og 2. fréttabréfum SS var fjallað um þennan markaðsbrest. Í því fyrra, sem gefið var út 16. september, var talið að um 15 prósent af hvítum gærum af ám og gærum sem flokkist í annan flokk yrði að henda, vegna verðlækkana á mörkuðum frá fyrra ári. Í seinna fréttabréfinu, gefið út 5. desember, er kveðið fastar að orði og staðan sögð hörmuleg. Ekki hafi fundist kaupendur nema fyrir rúman helming gæranna og verð lækkað verulega milli ára. Af þessum sökum hafi félagið hent tæpum helmingi allra gæra sem óvissa var um sölu á, til að spara kostnað við geymslu á þeim.

Tugmilljóna tjón

Áætlað er að tjónið nemi um 30– 35 milljónum króna miðað við markaðsvirði og sölu síðasta árs og kostnaðar við förgun á þeim.

Skýringarnar á markaðsbrestinum eru sagðar vera helstar að síðustu tveir vetur hafa verið óvenju hlýir í Evrópu og sala á gæruflíkum því dregist saman. Stríð í Úkraínu hafi hamlað sölu frá Tyrklandi til Rússlands sem var stór markaður. Loks er nefnt að vegna mjög slæms efnahagsástands í Tyrklandi hafi dregið úr starfsemi margra sútunarfyrirtækja þar í landi sem keyptu íslenskar gærur til vinnslu og sölu.

Ekki heimilt að afhenta hráar gærur

Steinþór Skúlason, forstjóri SS, segir í svari við fyrirspurn um hvort komið hafi til tals að leyfa fólki að hirða gærurnar sem átti að henda, að umferð utanaðkomandi sé almennt ekki leyfð inn á lóð afurðastöðva og ekki sé heimilt að afhenda hráar gærur svo þetta hafi ekki komið til álita.

Hins vegar kæmi til álita að selja fólki saltaðar gærur þegar þær væru í boði og væri lágmarksmagnið þá væntanlega eitt bretti, eða 300 stykki.

Staðan núna væri hins vegar þannig að allar gærurnar væru seldar sem hirtar voru, svo þetta væri eitthvað sem þyrfti að skoða með öðrum afurðastöðvum.

Skylt efni: Gærur | gæruskinn

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...