Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þorsteinn Tómasson, fyrrverandi forstjóri Rala.
Þorsteinn Tómasson, fyrrverandi forstjóri Rala.
Mynd / TB
Fréttir 3. febrúar 2020

Mikið að sækja í kynbótum í skógrækt

Höfundur: Ritstjórn

Þorsteinn Tómasson, fyrrverandi forstjóri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, er viðmælandi Sveins Margeirssonar í hlaðvarpsþættinum Víða ratað. Þeir ræða m.a. um kynbætur í trjárækt en Þorsteinn hefur um árabil unnið að þeim. Hann segir að erfðaframfarir hafi orðið miklar í skógrækt á síðustu áratugum. Nefnir hann sem dæmi skógarfuru á Norðurlöndum þar sem skógfræðingar segja að erfðaframfarir séu um 2% á ári, þ.e. með tilliti til aukins vaxtarhraða og afkasta.

Þorsteinn ræðir einnig um þróun líftækninnar og rifjar upp samstarf Rala og Orf líftækni. Dæmi um það þegar ríkisfyrirtækið fóstraði einkafyrirtæki sem hefur náð miklu flugi á síðustu árum.

Hann telur ráðlegt að gerð verði greining á því hvernig til hefur tekist á síðustu árum eftir sameiningar stofnana Rala og LbhÍ. Þá hafi ráðgjafarþjónusta í landbúnaði breyst hratt og nauðsynlegt að rýna í árangur sem þar hafi náðst.

Þorsteinn varar við of mikilli áhættusækni í landbúnaði og skyldum greinum og nefnir þar laxeldi og hörrækt þar sem menn fóru af stað á árum áður án grunnrannsókna. „Þetta fór ekki nógu vel í upphafi þó menn hafi náð tökum á þessu seinna,“ segir Þorsteinn Tómasson.

Þátturinn Víða ratað er hýstur undir merkjum Hlöðunnar, hlaðvarps Bændablaðsins, á öllum helstu streymisveitum. Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþáttinn hér undir.

 

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.