Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þorsteinn Tómasson, fyrrverandi forstjóri Rala.
Þorsteinn Tómasson, fyrrverandi forstjóri Rala.
Mynd / TB
Fréttir 3. febrúar 2020

Mikið að sækja í kynbótum í skógrækt

Höfundur: Ritstjórn

Þorsteinn Tómasson, fyrrverandi forstjóri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, er viðmælandi Sveins Margeirssonar í hlaðvarpsþættinum Víða ratað. Þeir ræða m.a. um kynbætur í trjárækt en Þorsteinn hefur um árabil unnið að þeim. Hann segir að erfðaframfarir hafi orðið miklar í skógrækt á síðustu áratugum. Nefnir hann sem dæmi skógarfuru á Norðurlöndum þar sem skógfræðingar segja að erfðaframfarir séu um 2% á ári, þ.e. með tilliti til aukins vaxtarhraða og afkasta.

Þorsteinn ræðir einnig um þróun líftækninnar og rifjar upp samstarf Rala og Orf líftækni. Dæmi um það þegar ríkisfyrirtækið fóstraði einkafyrirtæki sem hefur náð miklu flugi á síðustu árum.

Hann telur ráðlegt að gerð verði greining á því hvernig til hefur tekist á síðustu árum eftir sameiningar stofnana Rala og LbhÍ. Þá hafi ráðgjafarþjónusta í landbúnaði breyst hratt og nauðsynlegt að rýna í árangur sem þar hafi náðst.

Þorsteinn varar við of mikilli áhættusækni í landbúnaði og skyldum greinum og nefnir þar laxeldi og hörrækt þar sem menn fóru af stað á árum áður án grunnrannsókna. „Þetta fór ekki nógu vel í upphafi þó menn hafi náð tökum á þessu seinna,“ segir Þorsteinn Tómasson.

Þátturinn Víða ratað er hýstur undir merkjum Hlöðunnar, hlaðvarps Bændablaðsins, á öllum helstu streymisveitum. Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþáttinn hér undir.

 

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...