Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Meðalhiti í heiminum 2015 sá hæsti frá upphafi mælinga
Fréttir 3. desember 2015

Meðalhiti í heiminum 2015 sá hæsti frá upphafi mælinga

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samantekt á hitatölum frá veðurstöðvum víða um heim benda til að meðalhiti árið 2015 verði sá hæsti frá upphafi mælinga.

Mælingarnar sýna að hitastig síðustu tólf mánaða er hærra en nokkru sinni áður og að meðalhitinn á jörðinni hafi hækkað öll árin frá 2011 til 2015. Ástæða hækkunarinnar er rakin til veðurfyrirbærisins El Nino og losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum sem valda hækkun á lofthita.

0,73° á Celsíus hærra en í viðmiðunarárum

Samkvæmt því sem segir í yfirlýsingu frá Alþjóðaveðurfræðistofnunni var hiti 2015 við jarðvegsyfirborð 0,73° á Celsíus hærri en meðaltal áranna 1961 til 1990 og 1° á Celsíus hærri en meðaltal á Bretlandseyjum árin 1880 til 1899.

Mælingar sýna einnig að magn koltvísýrings í andrúmslofti hefur náð nýjum hæðum og að síðastliðið vor hafi magn þess farið í fyrsta skiptið yfir 400 hluta úr milljón á norðurhveli.

Mörg met slegin

Að mati Alþjóðaveðurfræði­stofnunarinnar er líklegt að fjöldi ólíkra hitameta verði sleginn árið 2015. Þar á meðal er líklegt að hiti sjávar verði sá hæsti frá upphafi mælinga.  Samanburður á hitatölum undanfarinna áratuga þykja sanna að brennsla á jarðefnaeldsneyti og losun koltvísýrings vegna þess sé helsti orsaka valdur hlýnunarinnar. Auk þess sem hlýnun af völdum El Nino hefur verið óvenjumikil á yfirstandandi ári. Spár gera ráð fyrir að fyrirbærið El Nino muni verða enn öflugra árið 2016 og að enn eitt hitametið verði slegið á næsta ári.

Hitabylgjur verða algengar 2016

Búast má við að hitabylgjur muni valda vandræðum víða um heim á næsta ári. Til dæmis í Evrópu, Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum og að á svæðum á Indlandi geti hitinn farið yfir 45° á Celsíus í langan tíma í einu.

Niðurstöðurnar eru birtar í tengslum við loftslagsráðstefnuna í París.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...