Framræst land nú áætlað 70 þúsund hekturum minna en áður var talið
Framræst land og mýrar, sem hafa verið talin stærsti þátturinn í losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi, eru ekki eins umfangsmikil og talið hefur verið.
Framræst land og mýrar, sem hafa verið talin stærsti þátturinn í losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi, eru ekki eins umfangsmikil og talið hefur verið.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti setningarræðu á Matvæladaginn 25. október. Hún setti matvælaframleiðslu og -neyslu mannfólksins í samhengi við loftslagsmálin og sagði það ótækt að einum þriðja af matvælaframleiðslu heimsins væri hent.
Aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum var kynnt í dag. Sjö ráðherrar ríkisstjórnarinnar stóðu fyrir kynningunni sem samanstendur af 34 aðgerðum. Megináherslurnar eru á orkuskipti annars vegar og átak í kolefnisbindingu hins vegar.
Fullyrt hefur verið að Ísland þurfi að kaupa kolefniskvóta fyrir milljarða ef ekki náist að efna skilyrði Parísarsamkomulags og Kyoto sáttmálans í tæka tíð.
Parísaramningurinn sem var undirritaður í desember 2015 var sögulegur. Í fyrsta sinn náðist samkomulag um að öll ríki heims taki þátt í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Meginmarkmið samningsins er að halda hækkun hitastigs jarðar undir 2°C miðað við meðalhitastig við upphaf iðnvæðingarinnar.
Nýtt samkomulag í loftslagsmálum náðist á Parísarráðstefnunni um loftslagsmál. Í samkomulaginu er í fyrsta sinn kveðið á um að öll ríki skuli bregðast við til þess að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda, takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga og tryggja umtalsvert fjármagn til grænna lausna og aðstoð við ríki sem verða verst úti í b...
Ný drög að hnattrænum samningi um aðgerðir í loftslagsmálum, með þátttöku allra ríkja, voru kynnt seint í gærkvöld á aðildaríkjaþingi loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (COP21).
Mýrlendi þekur einungis um 3% af yfirborði jarðar en geymir í sér um 550 gígatonn af koltvísýringi sem er meira en allir skógar jarðarinnar.
Ríkisstjórn Íslands kynnti í síðustu viku sóknaráætlun í loftslagsmálum til þriggja ára. Áætluninni er ætlað að skerpa á áherslum Íslands í loftslagsmálum og efla starf í málaflokknum til að raunverulegum árangri verði náð til að minnka nettólosun eins og segir í frétt á vef umhverfisráðuneytisins.
Samantekt á hitatölum frá veðurstöðvum víða um heim benda til að meðalhiti árið 2015 verði sá hæsti frá upphafi mælinga.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP21) stendur nú yfir í París en hún var sett síðastliðinn mánudag. Markmiðið er að ná samkomulagi um aðgerðir til að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum í heiminum til að sporna megi við hlýnun jarðar.