Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sextán verkefni í sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar
Fréttir 4. desember 2015

Sextán verkefni í sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ríkisstjórn Íslands kynnti í síðustu viku sóknaráætlun í loftslagsmálum til þriggja ára. Áætluninni er ætlað að skerpa á áherslum Íslands í loftslagsmálum og efla starf í málaflokknum til að raunverulegum árangri verði náð til að minnka nettólosun eins og segir í frétt á vef umhverfisráðuneytisins.

Áætlunin byggir á 16 verkefnum sem miða að því að draga úr losun, auka bindingu kolefnis úr andrúmslofti, styðja alþjóðleg loftslagsverk­efni og efla getu stjórnvalda til að takast á við strangari skuldbindingar í loftslagsmálum. Áhersla er lögð á samvinnu stjórnvalda og atvinnulífs um að draga úr losun í tilteknum greinum og ýta undir nýsköpun og loftslagsvænar lausnir.

Ólík verkefni

Í fréttinni segir að átta verkefni miði að því að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi; í samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og landnotkun. Lögð verður fram heildstæð áætlun um orkuskipti í samgöngum og lagður grunnur að því að bæta innviði fyrir rafbíla á landsvísu. Í sjávarútvegi og landbúnaði verða unnir vegvísar um minnkun losunar í samvinnu atvinnulífs og stjórnvalda. Sett verður aukið fé til landgræðslu og skógræktar og hafist handa við endurheimt votlendis. Einnig verður gert átak til að draga úr matarsóun, sem veldur óþarfa losun.

Fjögur verkefnanna miða að því að efla samstarf Íslands og aðstoð við önnur ríki við að draga úr losun og takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga. Settur verður á fót samstöðuhópur um nýtingu jarðhita á heimsvísu, þar sem Ísland verður í forystu. Stuðningur við þróunarríki verður efldur, m.a. verða framlög til Græna loftslagssjóðsins aukin og Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna gert kleift að halda námskeið í þróunarríkjum sem berjast gegn eyðimerkurmyndun. Virkari þátttaka verður af Íslands hálfu í loftslagsverkefnum á vegum Norðurskautsráðsins.

Þá verður hafið skipulagt starf varðandi aðlögun að loftslagsbreytingum, sem m.a. verður byggt á skýrslu um áhrif breytinga á Ísland, sem ljúka á 2016. Vöktun á jöklum Íslands verður efld og stefnt að því að gera niðurstöður aðgengilegar fyrir vísindamenn, almenning og ferðamenn og kynna jöklana og umhverfi þeirra sem lifandi kennslustofu um loftslagsbreytingar.

Sóknaráætlun sett fram í París

Í sóknaráætlun sem sett verður fram í tengslum við 21. aðildarríkjafund Loftslagssamningsins í París (COP21), verður reynt að ná hnattrænu samkomulagi um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eftir 2030.

Ísland styður metnaðarfullt samkomulag í París með virkri þátttöku allra ríkja. Ísland hefur kynnt landsmarkmið í aðdraganda fundarins um að taka þátt í sameiginlegu markmiði Evrópuríkja um 40% minnkun losunar til 2030 miðað við 1990.

Staðið skal við skuldbindingar

Ekki er gert ráð fyrir að sóknaráætlunin sé miðstýrð eða að hún komi í staðinn fyrir núverandi aðgerðaáætlun til að draga úr nettólosun, sem er ætlað að tryggja að Ísland standi við skuldbindingar sínar samkvæmt  Kýótó-bókuninni til 2020.

Framvinduskýrsla á næsta ári

Settir verða ábyrgðarmenn fyrir verk­efnin og óskað verður eftir framvinduskýrslu um hvert verkefni á næsta ári.

Verkefni í sóknaráætlun munu setja kraft í vinnu í loftslagsmálum, fá fleiri að vinnunni og leggja línurnar varðandi markvisst starf til lengri tíma við að minnka losun og efla kolefnisbindingu.
Nánari umfjöllun um áætlunina er hægt að finna á vef umhverfisráðuneytisins:

https://www.umhverfisraduneyti.is/media/PDF_skrar/Soknaraaetlun---Vidauki.pdf 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...