Sextán verkefni í sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar
Ríkisstjórn Íslands kynnti í síðustu viku sóknaráætlun í loftslagsmálum til þriggja ára. Áætluninni er ætlað að skerpa á áherslum Íslands í loftslagsmálum og efla starf í málaflokknum til að raunverulegum árangri verði náð til að minnka nettólosun eins og segir í frétt á vef umhverfisráðuneytisins.