Skylt efni

Umhverfismál

Smærri sveitarfélög í dauðafæri við innleiðingu blágrænna innviða
Fréttaskýring 30. júní 2023

Smærri sveitarfélög í dauðafæri við innleiðingu blágrænna innviða

Blágrænir innviðir gætu létt á fráveitukerfum og búið til áhugavert grænt þéttbýlisumhverfi. Hugsanlega munu smærri sveitarfélög þurfa að lúta strangari reglum um fráveitur innan tíðar og því er ekki seinna vænna en að huga heildstætt að þeim framkvæmdum sem fylgja slíku regluverki. Ofanvatnslausnir munu spila þar lykilhlutverk.

Umhverfisslys í vinnslu
Fréttir 1. mars 2022

Umhverfisslys í vinnslu

Áætlað hefur verið að byggja múr til að girða af landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands, hamla fólki þannig inn- eða útgöngu og hefur, samkvæmt upplýsingum National Geographic, sú vinnsla hafist.

Skoða stofnun umhverfisakademíu á Húnavöllum
Fréttir 23. febrúar 2022

Skoða stofnun umhverfisakademíu á Húnavöllum

Starfshópur sem skoðaði hug­mynd­ir um nýtingu Húnavalla hefur skilað skýrslu þar sem fram kemur að hópurinn telji hug­mynd um umhverfisakademíu fýsi­legan kost að stefna að á staðnum fyrir sameinað sveitarfélag Húna­vatns­hrepps og Blöndu­ósbæjar.

Framleiðsluferli tískurisa undir smásjá: Meðvituð neysluhyggja
Fréttir 3. febrúar 2022

Framleiðsluferli tískurisa undir smásjá: Meðvituð neysluhyggja

Þrátt fyrir töfra og ævintýri tískustraumanna sem tískuveldin hafa borið okkur síðan þá, eru undirliggjandi vangaveltur um hve meðvitaðir þeir og kollegar þeirra í bransanum eru um áhrif framleiðslunnar á umhverfið. Eins og staðan er í heiminum í dag er fataiðnaður því miður í flokki þeirra er hafa hvað mest áhrif á mengun umhverfisins.

Aukin rigning á heimskautunum
Fréttir 9. desember 2021

Aukin rigning á heimskautunum

Veðurlíkön benda til að í nánustu framtíð muni regna aukast á bæði suður og norðurheimskautinu og að draga muni úr snjókomu. Ástæða þessa er aukin hlýnun.

Róttæk aðlögun  í vændum
Fréttir 3. september 2021

Róttæk aðlögun í vændum

Allt frá upptökum sínum í Klettafjöllunum rennur Colorado-fljótið að Kaliforníuflóa í Mexíkó, en tæpar 40 milljónir manna reiða sig á vatn þess hvort sem varðar áveitu, rafmagn sem framleitt er með vatnsafli eða sem almenna lífæð hinna þurrviðrasömu vesturríkja Bandaríkjanna.

Veiðar stöðvaðar til að vernda þangskóga
Fréttir 2. september 2021

Veiðar stöðvaðar til að vernda þangskóga

Stjórnvöld á Bretlandseyjum hafa stöðvað veiðar með trolli á stórum svæðum meðfram strönd landsins til að vernda þangskóga og að leyfa þeim að jafna sig eftir margra ára illa meðferð.

Íslenska kvótakerfið er umhverfisvænt
Fréttaskýring 16. júlí 2021

Íslenska kvótakerfið er umhverfisvænt

Dr. Stefán B Gunnlaugsson, dósent við Háskólann á Akureyri, hélt í vor afar fróðlegt erindi, í beinni útsendingu á netinu, um þróun íslensks sjávarútvegs síðustu áratugi.

Flottust í heimi
Skoðun 28. maí 2021

Flottust í heimi

Það er ekki laust við að það fari kjánahrollur um menn þegar hlustað er á afrek Íslendinga í umhverfismálum og viðbrögð stjórnmálamanna við þeim. Það er nánast sama hvert litið er, alls staðar blasir við botnlaus vandræðagangur sem leysa á með þeim glimmerlausnum sem þykja vænlegastar til vinsælda á Facebook, Twitter, LinkedIn og hvað það nú allt h...

Yfir hundrað milljónir til umhverfisverkefna
Fréttir 18. mars 2021

Yfir hundrað milljónir til umhverfisverkefna

Árlega veitir umhverfis- og auðlindaráðuneytið styrki til umhverfisverkefna og reksturs félagasamtaka sem starfa að umhverfismálum á grundvelli umsókna.

Frumvarp um vernd, velferð og veiðar á villtum dýrum
Fréttir 16. febrúar 2021

Frumvarp um vernd, velferð og veiðar á villtum dýrum

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra mælti fyrir skömmu á Alþingi fyrir frumvarpi um vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Um er að ræða heildarendurskoðun laga, sem kveðið er á um í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.

Ný landbúnaðarstefna á grunni umhverfis, sjálfbærni, sérstöðu og verðmætasköpunar
Lesendarýni 15. febrúar 2021

Ný landbúnaðarstefna á grunni umhverfis, sjálfbærni, sérstöðu og verðmætasköpunar

Öll ríki reka einhvers konar matvæla- eða landbúnaðarstefnu og þar er Ísland engin undantekning. Lengi vel mótaðist þessi stefna af þáttum eins og byggðafestu og matvælaöryggi. Meginstefið í landbúnaðarstefnu allra vestrænna ríkja var þannig að tryggja nægilegt framboð af matvælum í helstu fæðuflokkum.

Kortlagning óbyggðra víðerna fest í náttúruverndarlög
Fréttir 8. febrúar 2021

Kortlagning óbyggðra víðerna fest í náttúruverndarlög

Alþingi samþykkti í vikunni frumvarp - og auðlindaráðherra um breytingu á náttúruverndarlögum. Mælt var fyrir frumvarpinu í nóvember á síðasta ári.

Fyrsta vatnaáætlun Íslands í kynningarferli
Fréttir 8. janúar 2021

Fyrsta vatnaáætlun Íslands í kynningarferli

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið vekur athygli á opnu kynningarferli á tillögu Umhverfisstofnunar að fyrstu vatnaáætlun fyrir Ísland 2022-2027 sem felur í sér stefnumörkun um vatnsvernd.

Leifar skordýra- og illgresiseiturs finnast ekki í umhverfinu á Íslandi
Fréttir 27. nóvember 2018

Leifar skordýra- og illgresiseiturs finnast ekki í umhverfinu á Íslandi

Umhverfisstofnun stóð í sumar fyrir sýnatökum í vatni í þeim tilgangi að kortleggja útbreiðslu efna sem talin eru ógn við vatnaumhverfi í Evrópu. Sýni voru tekin í hafinu við Klettagarða þar sem er að finna stærstu skólpútrásir höfuðborgarsvæðisins, í Varmá neðan Hveragerðis og við bakka Mývatns við Reykjahlíð.

Aukin kjötneysla mun hafa slæm áhrif á umhverfið
Fréttir 12. september 2018

Aukin kjötneysla mun hafa slæm áhrif á umhverfið

Ný greining á kjötneyslu í heiminum bendir til að neysla á kjöti muni aukast með auknum fólksfjölda og að aukning í neyslu kjöts muni hafa verulega slæm umhverfisáhrif.

Móta umhverfisstefnu landbúnaðarins
Fréttir 3. ágúst 2018

Móta umhverfisstefnu landbúnaðarins

Á síðasta búnaðarþingi var ályktað á þá leið að greina stöðu umhverfismála í íslensk­um landbúnaði og setja í fram­haldinu markmiðssetta stefnu í umhverfismálum til næstu ára. Nýlega skipaði stjórn Bænda­­samtakanna nefnd sem hefur það hlutverk að vinna að umhverfis­stefnunni.

Stríð Kínverja gegn mengun sagt muni breyta heiminum
Fréttaskýring 11. júlí 2018

Stríð Kínverja gegn mengun sagt muni breyta heiminum

Baráttan við koltvísýringsmengun frá iðnaði og bílaumferð í borgum hefur tekið á sig ýmsar myndir. Kínverjar eru þar að taka risastökk með metnaðarfullum markmiðum. Það virðist þó í fljótu bragði á skjön við stórtækar áætlanir þeirra um olíu- og gasvinnslu í Nepal.

Landgræðsluleiðangur inn á afrétt
Fréttir 10. júlí 2018

Landgræðsluleiðangur inn á afrétt

Sauðfjárbændur í Skeiða- og Gnúp­verjahreppi hittust nýverið inni á framanverðum Gnúpverjaafrétti í árlegri landgræðsluferð.

Vistvænt fyrirbyggjandi varnarefni fyrir landbúnað
Fréttir 28. júní 2018

Vistvænt fyrirbyggjandi varnarefni fyrir landbúnað

Teymi frá Tækniháskólanum í München (TUM) telur sig vera komið með efni sem getur komið í stað skordýraeiturs og er án allra eiturefna. Efnið er sagt koma í veg fyrir ágang skordýra með lykt líkt og moskítófælingarefni, en er niðurbrjótanlegt og óskaðlegt lífríkinu.

Gríðarlegt magn af rusli safnaðist í fjöruhreinsunarátaki
Fréttir 28. júní 2018

Gríðarlegt magn af rusli safnaðist í fjöruhreinsunarátaki

Nemendur fimm elstu bekkja Höfðaskóla tíndu á dögunum rusl í fjörunum í nágrenni Skagastrandar, með kennurum og starfsfólki frá BioPol. Tíundu bekkingar fóru þó lengra því þeir hreinsuðu rusl í Kálfshamarsvík og víkinni norðan við hana.

Græn sviðsmynd kallar á 100% raforkuaukningu til 2050
Fréttaskýring 28. júní 2018

Græn sviðsmynd kallar á 100% raforkuaukningu til 2050

Orkustofnun og orkuspárnefnd hafa dregið upp þrjár sviðsmyndir varðandi framtíðarhorfur á Íslandi til 2050 og hvað hver kostur kallar á mikla framleiðslu á aukinni raforku. Athygli vekur að svokölluð „Græn sviðsmynd“ með orkuskiptum og öllu tilheyrandi kallar á 100% aukna framleiðslu á raforku á Íslandi. Notkunin árið 2050 verður þá komin í um 8.20...

Sótspor gæludýra
Fréttir 22. júní 2018

Sótspor gæludýra

Því hefur verið haldið fram að besta leiðin til að leggja sitt af mörkum í umhverfismálum sé að hætta að borða kjöt. Næstbest er að eiga ekki gæludýr og þar á eftir að eiga ekki börn þar sem sótspor alls þessa er mikið.

Mjólkursamsalan semur við Klappir um mælingar á umhverfisálagi
Fréttir 6. júní 2018

Mjólkursamsalan semur við Klappir um mælingar á umhverfisálagi

Skrifað hefur verið undir þjónustusamning við Klappir um mælingar á umhverfisálagi Mjólkursamsölunnar(MS). Markmið MS er að ná árangri í umhverfismálum og málum tengdum sjálfbærni.

Er grasið grænna hinum megin?
Fréttir 30. apríl 2018

Er grasið grænna hinum megin?

Samhliða auknum áhuga á umhverfismálum, endurvinnslu, sótspori og náttúruvinsamlegri lífsmáta huga margir að endalokunum og umhverfisvænni greftrun.

Margir plastruslaflekkir allt að 19-föld stærð Íslands fljótandi um heimshöfin
Fréttir 27. apríl 2018

Margir plastruslaflekkir allt að 19-föld stærð Íslands fljótandi um heimshöfin

Miðja vegu milli Kaliforníu og Havaí í Kyrrahafi er svæði sem þekkt er sem „Mikli Kyrrahafs-ruslaflekkurinn“, eða Great Pacific Garbage Patch.

Bjöllur á undanhaldi
Fréttir 14. mars 2018

Bjöllur á undanhaldi

Samhliða því að trjátegundum í Evrópu fækkar dregur það úr líffræðilegri fjölbreytni í álfunni. Nýjar rannsóknir sýna að pöddum af öllu tagi hefur einnig fækkað. Ekki síst bjöllum sem lifa á trjám.

Skrifaði SOS í olíupálma- akur á eyjunni Súmötru
Fréttir 14. mars 2018

Skrifaði SOS í olíupálma- akur á eyjunni Súmötru

Litháski landlistamaðurinn og aðgerðarsinninn Ernest Zacharevic mundaði fyrir skömmu keðjusög og felldi 1.100 olíupálma á olíupálmaakri á eyjunni Súmötru. Eftirstandandi pálmar mynduðu alþjóðlega hjálparkallið SOS í landslaginu.

Mykja, óþefur og umhverfisspjöll
Fréttir 5. mars 2018

Mykja, óþefur og umhverfisspjöll

Mykja frá hollenskum mjólkurbúum er orðin svo mikil að bændur eiga orðið svo erfitt með að losna við hana að til vandræða horfir út frá náttúruverndarsjónarmiðum. Alþjóðasjóður villtra dýra, WWF, telur að fækka verði mjólkurkúm í Hollandi um 40% til að stemma stigu við vandanum.

Fræðsla og vitundarvakning um umhverfismál
Fréttir 27. febrúar 2018

Fræðsla og vitundarvakning um umhverfismál

Ungir umhverfissinnar eru félagasamtök og vettvangur ungs fólks sem vill láta gott af sér leiða í umhverfismálum. Félagið var stofnað árið 2013 og telur rúmlega 640 meðlimi allt í kringum landið.

Mjölrætur í vanda
Fréttir 16. janúar 2018

Mjölrætur í vanda

Fyrir skömmu kom út nýjasta útgáfa af IUCN Red List sem er listi yfir dýr og plöntur í útrýmingarhættu. Í listanum að þessu sinni er að finna lista yfir 41 tegund planta sem tilheyra ættkvíslinni Dioscorea sem stundum eru kallaðar mjölrætur á íslensku. Þekktasta tegundin innan ættkvíslarinnar er líklega yam-rótin.

Hyggst kolefnisjafna IKEA innan tíu ára
Fréttir 12. janúar 2018

Hyggst kolefnisjafna IKEA innan tíu ára

Þórarinn Ævarsson, framkvæmda­stjóri IKEA á Íslandi, segir að fyrirtækið reyni að vera sér sjálfbjarga með flesta hluti, meira að segja með snjómoksturinn á bílastæðunum. Stefnir hann m.a. á sjálfbærni í raforkumálum og kolefnisjöfnun á næstu árum.

Hreint loft til framtíðar
Fréttir 29. desember 2017

Hreint loft til framtíðar

Fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra gaf út fyrir skömmu fyrstu almennu áætlunina um loftgæði fyrir Ísland og ber hún heitið Hreint loft til framtíðar. Áætlunin gildir fyrir árin 2018 til og með 2029 og er meginmarkmið hennar að stuðla að loftgæðum og heilnæmu umhverfi.

Aukið framlag til skógræktar og fleiri þátta gæti komið í veg fyrir refsiskatta
Fréttaskýring 27. nóvember 2017

Aukið framlag til skógræktar og fleiri þátta gæti komið í veg fyrir refsiskatta

Í skýrslu Umhverfisráðgjafar Íslands sem Stefán Gíslason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, kynnti á fundi í Bændahöllinni fyrir skömmu er m.a. fjallað um hvernig hægt sé að kolefnisjafna sauðfjárrækt á Íslandi árið 2022.

Askur og antilópur komin á lista yfir tegundir í útrýmingarhættu
Fréttir 11. október 2017

Askur og antilópur komin á lista yfir tegundir í útrýmingarhættu

Stofnun sem kallast Internat­ional Union for Conservation of Nature (IUCN) og heldur utan um stöðu plöntu- og dýrategunda hefur meðal annarra bætt asktrjám og antilópum við lista yfir lífverur sem taldar eru vera í útrýmingarhættu.

Góður frágangur á rúlluplasti lykill að verðmætasköpun
Fréttir 4. september 2017

Góður frágangur á rúlluplasti lykill að verðmætasköpun

Árlega eru um 2000 tonn af heyrúlluplasti flutt til landsins. Plastrúllur prýða sveitir landsins frá slætti þar til heyið verður að fóðri fyrir búfé en þá þarf að huga að því hvað verður um heyrúlluplastið utan um það.

Síðasti frumskógurinn í Evrópu
Fréttir 28. júlí 2017

Síðasti frumskógurinn í Evrópu

Trjálundur í Białowieża-skógi í Póllandi er síðasti frumskógurinn í Evrópu og á Heimsminjaskrá Unesco. Þrátt fyrir það hefur skógarhögg á svæðinu þrefaldast á undanförnum árum.

Innlend framleiðsla og færri kolefnisspor
Skoðun 7. apríl 2017

Innlend framleiðsla og færri kolefnisspor

Loftslagsmálin eru mál okkar allra og við getum öll lagt okkar af mörkum. Aukin innlend matvælaframleiðsla er ein leið til að fækka kolefnissporum og tryggja fæðu-og matvælaöryggi.

Sjálfboðaliðar í þágu náttúru eru ekki ódýrt vinnuafl
Fréttir 29. mars 2017

Sjálfboðaliðar í þágu náttúru eru ekki ódýrt vinnuafl

Sjálfboðaliðar Umhverfis­stofnunar hafa unnið samtals 1.750 dagsverk síðastliðin ár, að 80 verkefnum á 29 mismunandi friðlýstum svæðum. Þar má nefna náttúrulega göngustíga, endurheimt landslags og verndun líffræðilegrar fjölbreytni.

Mengunarvarnir  færast í rétt horf á Norðurlandi vestra
Fréttir 15. janúar 2016

Mengunarvarnir færast í rétt horf á Norðurlandi vestra

Niðurstöður eftirlitsskýrslna vegna bensínstöðva á Norðurlandi vestra sýna að ástand mengunarvarnarbúnaðar hefur færst í rétt horf.

Hugleiðingar eftir aðildarríkjafund eyðimerkur­samnings Sameinuðu þjóðanna
Lesendarýni 15. desember 2015

Hugleiðingar eftir aðildarríkjafund eyðimerkur­samnings Sameinuðu þjóðanna

Þann 12.-24. október sl. fór fram aðildarríkjaþing samnings Sameinuðu þjóðanna um varnir gegn eyðimerkurmyndun eða „eyðimerkursamninginn“ (UN-CCD) í Ankara í Tyrklandi.

Sextán verkefni í sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar
Fréttir 4. desember 2015

Sextán verkefni í sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar

Ríkisstjórn Íslands kynnti í síðustu viku sóknaráætlun í loftslagsmálum til þriggja ára. Áætluninni er ætlað að skerpa á áherslum Íslands í loftslagsmálum og efla starf í málaflokknum til að raunverulegum árangri verði náð til að minnka nettólosun eins og segir í frétt á vef umhverfisráðuneytisins.

Leggja til sameiningu skógræktarstarfs í eina nýja stofnun
Fréttir 1. október 2015

Leggja til sameiningu skógræktarstarfs í eina nýja stofnun

Starfshópur um sameiningu skógræktarstarfs ríkisins leggur til við umhverfis- og auðlindaráðherra að það verði sameinað í eina nýja stofnun.

Eru þetta skaðvaldar?
Lesendarýni 30. september 2015

Eru þetta skaðvaldar?

Kveikjan að því að ég set þessar hugleiðingar á blað eru tvær greinar eftir Önnu Guðrúnu Þórhallsdóttur í Bændablaðinu um þessi mál. Einnig fréttir af sveitarfélögum sem eru að berjast við þennan vágest utan þeirra girðinga sem þeim er ætlað í flóru þessa lands.

Geitur afkastameiri en eitur
Fréttir 30. júlí 2015

Geitur afkastameiri en eitur

Samkvæmt nýjum rannsóknum eru geitur afkastameiri í eyðingu á ýmsum gerðum af gróðri en þau plöntueitur sem mest eru notuð við slíkt.

Áskoranir sem tengjast verndaraðgerðum
Fréttir 13. júlí 2015

Áskoranir sem tengjast verndaraðgerðum

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað starfshóp til að skoða leiðir til að samþætta eða sameina stofnanir á sviði náttúruverndar og landgræðslu, með það að markmiði að efla stofnanakerfi ráðuneytisins á sviði verndunar og sjálfbærrar nýtingar náttúru landsins.

Ný reglugerð um plöntuverndarvörur
Fréttir 30. júní 2015

Ný reglugerð um plöntuverndarvörur

Reglugerð um plöntuverndarvörur hefur tekið gildi. Markmið hennar er að gera notkun slíkra vara eins örugga og hægt er fyrir heilbrigði manna og dýra og fyrir umhverfið.

Starfshópur um hreindýraeldi skilar tillögum
Fréttir 24. júní 2015

Starfshópur um hreindýraeldi skilar tillögum

Starfshópur um hreindýraeldi hefur afhent Sigrúnu Magnúsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra skýrslu og niðurstöður sínar um hugmyndir um hreindýraeldi og hreindýraræktun sem nýja búgrein á Íslandi.

H2O eftirsótt á svarta markaðnum
Fréttir 16. júní 2015

H2O eftirsótt á svarta markaðnum

Gull, peningar, kreditkort og eldsneyti er ekki lengur það sem þjófar sækjast helst eftir í von um skjótfenginn auð. Nú er það hið merkilega og lífsnauðsynlega efni H2O, eða vatn sem er að verða heitasta „stuffið“ í undirheimunum.

Sameining skógræktarstarfs ríkisins í athugun
Fréttir 8. júní 2015

Sameining skógræktarstarfs ríkisins í athugun

Umhverfis og auðlindaráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, hefur skipað starfshóp til að skoða sameiningu skógræktarstarfs ríkisins í eina stofnun.