Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Þessi smávaxna leðurblökutegund sem bundin var við Jólaeyjar er nýlega útdauð.
Þessi smávaxna leðurblökutegund sem bundin var við Jólaeyjar er nýlega útdauð.
Fréttir 11. október 2017

Askur og antilópur komin á lista yfir tegundir í útrýmingarhættu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stofnun sem kallast Internat­ional Union for Conservation of Nature (IUCN) og heldur utan um stöðu plöntu- og dýrategunda hefur meðal annarra bætt asktrjám og antilópum við lista yfir lífverur sem taldar eru vera í útrýmingarhættu.

IUCN listinn telur nú þegar rúmlega 25.000 tegundir lífvera sem taldar eru vera í útrýningarhættu og í hverjum mánuði bætast nýjar tegundir á lista. Asktegundin sem nýlega bættist við er amerísk tegund, Fraxinus americana, og er ástæða fækkunar asksins vera bjöllutegund frá Asíu sem nýlega er farin að leggjast á ask í Bandaríkjunum og Norður-Evrópu.

Leðurblökur og snjóhlébarðar

Fimm afrískar antilóputegundir, þar sem stofnstærð hefur verið talin í þokkalegu lagi til þessa, hefur nú verið bætt á listann enda einstaklingum af tegundunum fimm fækkað ört undanfarið.

IUCN heldur einnig saman lista yfir dýra- og plöntutegundir sem þegar eru útdauðar og nýjasta lífveran til að heiðra þann sorglega lista er smávaxin leðurblökutegund sem bundin var við Jólaeyjar.

Góðu fréttirnar eru að samkvæmt gögnum IUCN eru stofnar snjóhlébarða og leðurblakna á eyjunni Máritíus í vexti þrátt fyrir að dýrin teljist enn í útrýmingarhættu.

Grafalvarlegt ástand

Dýra- og grasafræðingar segja ástand gríðarmargra dýra- og plöntutegunda í heiminum vera grafalvarlegt. Á það jafnt við lífverur sem lifa á landi og í sjó og ef ekkert verður að gert mun helmingur þeirra deyja út á næstu fjörutíu til fimmtíu árum. Ástæða þessa er sögð vera eyðing búsvæða, ofveiðar, mengun og fjölgun manna.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...