Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Þessi smávaxna leðurblökutegund sem bundin var við Jólaeyjar er nýlega útdauð.
Þessi smávaxna leðurblökutegund sem bundin var við Jólaeyjar er nýlega útdauð.
Fréttir 11. október 2017

Askur og antilópur komin á lista yfir tegundir í útrýmingarhættu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stofnun sem kallast Internat­ional Union for Conservation of Nature (IUCN) og heldur utan um stöðu plöntu- og dýrategunda hefur meðal annarra bætt asktrjám og antilópum við lista yfir lífverur sem taldar eru vera í útrýmingarhættu.

IUCN listinn telur nú þegar rúmlega 25.000 tegundir lífvera sem taldar eru vera í útrýningarhættu og í hverjum mánuði bætast nýjar tegundir á lista. Asktegundin sem nýlega bættist við er amerísk tegund, Fraxinus americana, og er ástæða fækkunar asksins vera bjöllutegund frá Asíu sem nýlega er farin að leggjast á ask í Bandaríkjunum og Norður-Evrópu.

Leðurblökur og snjóhlébarðar

Fimm afrískar antilóputegundir, þar sem stofnstærð hefur verið talin í þokkalegu lagi til þessa, hefur nú verið bætt á listann enda einstaklingum af tegundunum fimm fækkað ört undanfarið.

IUCN heldur einnig saman lista yfir dýra- og plöntutegundir sem þegar eru útdauðar og nýjasta lífveran til að heiðra þann sorglega lista er smávaxin leðurblökutegund sem bundin var við Jólaeyjar.

Góðu fréttirnar eru að samkvæmt gögnum IUCN eru stofnar snjóhlébarða og leðurblakna á eyjunni Máritíus í vexti þrátt fyrir að dýrin teljist enn í útrýmingarhættu.

Grafalvarlegt ástand

Dýra- og grasafræðingar segja ástand gríðarmargra dýra- og plöntutegunda í heiminum vera grafalvarlegt. Á það jafnt við lífverur sem lifa á landi og í sjó og ef ekkert verður að gert mun helmingur þeirra deyja út á næstu fjörutíu til fimmtíu árum. Ástæða þessa er sögð vera eyðing búsvæða, ofveiðar, mengun og fjölgun manna.

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f