Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Þessi smávaxna leðurblökutegund sem bundin var við Jólaeyjar er nýlega útdauð.
Þessi smávaxna leðurblökutegund sem bundin var við Jólaeyjar er nýlega útdauð.
Fréttir 11. október 2017

Askur og antilópur komin á lista yfir tegundir í útrýmingarhættu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stofnun sem kallast Internat­ional Union for Conservation of Nature (IUCN) og heldur utan um stöðu plöntu- og dýrategunda hefur meðal annarra bætt asktrjám og antilópum við lista yfir lífverur sem taldar eru vera í útrýmingarhættu.

IUCN listinn telur nú þegar rúmlega 25.000 tegundir lífvera sem taldar eru vera í útrýningarhættu og í hverjum mánuði bætast nýjar tegundir á lista. Asktegundin sem nýlega bættist við er amerísk tegund, Fraxinus americana, og er ástæða fækkunar asksins vera bjöllutegund frá Asíu sem nýlega er farin að leggjast á ask í Bandaríkjunum og Norður-Evrópu.

Leðurblökur og snjóhlébarðar

Fimm afrískar antilóputegundir, þar sem stofnstærð hefur verið talin í þokkalegu lagi til þessa, hefur nú verið bætt á listann enda einstaklingum af tegundunum fimm fækkað ört undanfarið.

IUCN heldur einnig saman lista yfir dýra- og plöntutegundir sem þegar eru útdauðar og nýjasta lífveran til að heiðra þann sorglega lista er smávaxin leðurblökutegund sem bundin var við Jólaeyjar.

Góðu fréttirnar eru að samkvæmt gögnum IUCN eru stofnar snjóhlébarða og leðurblakna á eyjunni Máritíus í vexti þrátt fyrir að dýrin teljist enn í útrýmingarhættu.

Grafalvarlegt ástand

Dýra- og grasafræðingar segja ástand gríðarmargra dýra- og plöntutegunda í heiminum vera grafalvarlegt. Á það jafnt við lífverur sem lifa á landi og í sjó og ef ekkert verður að gert mun helmingur þeirra deyja út á næstu fjörutíu til fimmtíu árum. Ástæða þessa er sögð vera eyðing búsvæða, ofveiðar, mengun og fjölgun manna.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...