Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Maðksmoginn viður. Lirfur barkarbjalla lifa á við og mynda svona för eftir því sem þær éta sig áfram.
Maðksmoginn viður. Lirfur barkarbjalla lifa á við og mynda svona för eftir því sem þær éta sig áfram.
Fréttir 14. mars 2018

Bjöllur á undanhaldi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samhliða því að trjátegundum í Evrópu fækkar dregur það úr líffræðilegri fjölbreytni í álfunni. Nýjar rannsóknir sýna að pöddum af öllu tagi hefur einnig fækkað. Ekki síst bjöllum sem lifa á trjám.

Ýmsum kann að þykja það kostur að pöddum og skorkvikindum fækki í nærumhverfi sínu en slíkt er verulega vanhugsað. Pöddur af öllu tagi eru nauðsynlegar til að frjóvga plöntur, ekki síst ávaxtatré, og pöddurnar eru nauðsynleg fæða fugla og lítilla spendýra.

Bjöllum fækkar

Bjöllur geta verið skaðræðis­kvikindi og valdið verulegum búsifjum á ökrum og í skógrækt og viðarvinnslu. Talning á bjöllum í Evrópu sýnir að þeim hefur fækkað gríðarlega og eru þær taldar til þeirra pöddutegunda sem fækkar hraðast. Á þetta sérstaklega við svokallaðar barkarbjöllur sem lifa á eða undir berki lifandi trjáa.

Bjöllufriðunarsinnar segja að allt að 18% trjábjöllutegunda í Evrópu séu í alvarlegri útrýmingarhættu. Samkvæmt greiningum eru bjöllutegundir í Evrópu hátt í 29 þúsund og um fjögur þúsund þeirra lifa á gömlum og rotnandi trjám.

Staða bjöllunnar er ekki viðkvæm fyrir þær sakir að margar þeirra eru sérhæfðar þegar kemur að kjörlendi. Sumar halda sig við ákveðnar trjátegundir, á ákveðnum svæðum og meira að segja trjátegundum á ákveðnum aldri, ekki síst eldri tré. Vegna þess er ekki nóg að huga eingöngu að friðun bjöllunnar því svo að slíkt sé mögulegt þarf að friða tré og skóga.

Samhengi náttúrunnar

Skógaeyðing og einhæf útplöntun trjátegunda fyrir eldri blandaða skóga er því ekki einungis slæmt fyrir tré heldur alla lífkeðjuna og rífur hið dásamlega samhengi alls í náttúrunni. 

Skylt efni: Umhverfismál | Evrópa | bjöllur

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.