Mengunarvarnir færast í rétt horf á Norðurlandi vestra
Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Niðurstöður eftirlitsskýrslna vegna bensínstöðva á Norðurlandi vestra sýna að ástand mengunarvarnarbúnaðar hefur færst í rétt horf.
Sigríður Hjaltadóttir heilbrigðisfulltrúi hefur tekið skýrsluna saman. Fram kemur að þar sem búnaði er ábótavant er verið að vinna að endurbótum.
Fram kemur í frétt á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra að olíufyrirtækin eru að taka saman upplýsingar um aldur og ástand olíutanka auk upplýsinga um magn olíu sem flutt er um vegi á Norðurlandi vestra í tengslum við vinnu að áhættumati sem eftirlitið vinnur að. Umferðaróhöpp olíuflutningstækja geta m.a. valdið mengun á vatnsbólum, laxveiðiám og öðrum viðkvæmum stöðum.