Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hoover stífla í Colorado-fljóti er nefnd í höfuðið á Herbert Clark Hoover,   
31. forseta Bandaríkjanna, 1929–1933 fyrir repúblikana.
Hoover stífla í Colorado-fljóti er nefnd í höfuðið á Herbert Clark Hoover, 31. forseta Bandaríkjanna, 1929–1933 fyrir repúblikana.
Fréttir 3. september 2021

Róttæk aðlögun í vændum

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Allt frá upptökum sínum í Klettafjöllunum rennur Colorado-fljótið að Kaliforníuflóa í Mexíkó, en tæpar 40 milljónir manna reiða sig á vatn þess hvort sem varðar áveitu, rafmagn sem framleitt er með vatnsafli eða sem almenna lífæð hinna þurrviðrasömu vesturríkja Bandaríkjanna.

Nú, í fyrsta skipti, hafa bandarísk stjórnvöld lýst yfir neyðarástandi vegna vatnsþurrðar, en eitt stærsta vatnslón Bandaríkjamanna, Lake Mead, sem liggur við Hoover stíflu í Colorado-fljóti sýnir samkvæmt spám fram á einungis 35% afkastagetu í árslok 2021.

Áætlað er að um helming samdráttar á meðalrennsli árinnar – sem hefur lækkað um 20 prósent miðað við síðustu öld – megi rekja til hækkandi hitastigs og að stórum hluta til minnkandi úrkomu. Þetta, auk langvarandi þurrka og skógarelda, eru merkjanleg áhrif loftslagsbreytinga samkvæmt yfirlýsingu bandarískra yfirvalda, og ógna sérstaklega framtíð ríkjanna Arizona, Nevada og Mexíkó sem þurfa í kjölfarið að draga úr vatnsneyslu árið 2022 undir samningsbundnum lögum.

Ríki Kaliforníu, sem gegna öðrum og mun eldri lögum en ríkin þrjú, mun ekki verða fyrir barðinu á vatnsskorti í bili en talið er að bújarðir Arizonaríkis verði hvað verst úti þar sem áætlaður niðurskurður veldur næstum fimmtungi vatnsmissis. Hlutur Nevada af vatninu í Colorado-fljótinu mun lækka um 7 prósent og Mexíkó um 5 prósent, að sögn embættismanna.

Fyrirbyggjandi aðgerðir afar nauðsynlegar

Embættismenn telja að vatnsskorturinn sé á fyrsta stigi, en þó, samkvæmt útreikningum, sé möguleiki á að staða Lake Mead gæti náð annars stigs og þá alvarlegri skorti, innan tveggja ára og stigi þrjú ekki löngu eftir það. Á stigi þrjú mun vatnsyfirborð lónsins vera orðið það lágt að vatn streymir ekki lengur úr lóninu, hvorki með aðstoð vatnshverfla eða af sjálfsdáðum. Yfirvöld vinna nú í aðgerðum í þágu þurrðarinnar en óskandi er að vakning til meðvitundar rísi hvað varðar almennan skort í kjölfar hlýnunar jarðar. Eitt er víst að róttæk aðlögun er í vændum á næstu áratugum.

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...