Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hoover stífla í Colorado-fljóti er nefnd í höfuðið á Herbert Clark Hoover,   
31. forseta Bandaríkjanna, 1929–1933 fyrir repúblikana.
Hoover stífla í Colorado-fljóti er nefnd í höfuðið á Herbert Clark Hoover, 31. forseta Bandaríkjanna, 1929–1933 fyrir repúblikana.
Fréttir 3. september 2021

Róttæk aðlögun í vændum

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Allt frá upptökum sínum í Klettafjöllunum rennur Colorado-fljótið að Kaliforníuflóa í Mexíkó, en tæpar 40 milljónir manna reiða sig á vatn þess hvort sem varðar áveitu, rafmagn sem framleitt er með vatnsafli eða sem almenna lífæð hinna þurrviðrasömu vesturríkja Bandaríkjanna.

Nú, í fyrsta skipti, hafa bandarísk stjórnvöld lýst yfir neyðarástandi vegna vatnsþurrðar, en eitt stærsta vatnslón Bandaríkjamanna, Lake Mead, sem liggur við Hoover stíflu í Colorado-fljóti sýnir samkvæmt spám fram á einungis 35% afkastagetu í árslok 2021.

Áætlað er að um helming samdráttar á meðalrennsli árinnar – sem hefur lækkað um 20 prósent miðað við síðustu öld – megi rekja til hækkandi hitastigs og að stórum hluta til minnkandi úrkomu. Þetta, auk langvarandi þurrka og skógarelda, eru merkjanleg áhrif loftslagsbreytinga samkvæmt yfirlýsingu bandarískra yfirvalda, og ógna sérstaklega framtíð ríkjanna Arizona, Nevada og Mexíkó sem þurfa í kjölfarið að draga úr vatnsneyslu árið 2022 undir samningsbundnum lögum.

Ríki Kaliforníu, sem gegna öðrum og mun eldri lögum en ríkin þrjú, mun ekki verða fyrir barðinu á vatnsskorti í bili en talið er að bújarðir Arizonaríkis verði hvað verst úti þar sem áætlaður niðurskurður veldur næstum fimmtungi vatnsmissis. Hlutur Nevada af vatninu í Colorado-fljótinu mun lækka um 7 prósent og Mexíkó um 5 prósent, að sögn embættismanna.

Fyrirbyggjandi aðgerðir afar nauðsynlegar

Embættismenn telja að vatnsskorturinn sé á fyrsta stigi, en þó, samkvæmt útreikningum, sé möguleiki á að staða Lake Mead gæti náð annars stigs og þá alvarlegri skorti, innan tveggja ára og stigi þrjú ekki löngu eftir það. Á stigi þrjú mun vatnsyfirborð lónsins vera orðið það lágt að vatn streymir ekki lengur úr lóninu, hvorki með aðstoð vatnshverfla eða af sjálfsdáðum. Yfirvöld vinna nú í aðgerðum í þágu þurrðarinnar en óskandi er að vakning til meðvitundar rísi hvað varðar almennan skort í kjölfar hlýnunar jarðar. Eitt er víst að róttæk aðlögun er í vændum á næstu áratugum.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...