Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hoover stífla í Colorado-fljóti er nefnd í höfuðið á Herbert Clark Hoover,   
31. forseta Bandaríkjanna, 1929–1933 fyrir repúblikana.
Hoover stífla í Colorado-fljóti er nefnd í höfuðið á Herbert Clark Hoover, 31. forseta Bandaríkjanna, 1929–1933 fyrir repúblikana.
Fréttir 3. september 2021

Róttæk aðlögun í vændum

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Allt frá upptökum sínum í Klettafjöllunum rennur Colorado-fljótið að Kaliforníuflóa í Mexíkó, en tæpar 40 milljónir manna reiða sig á vatn þess hvort sem varðar áveitu, rafmagn sem framleitt er með vatnsafli eða sem almenna lífæð hinna þurrviðrasömu vesturríkja Bandaríkjanna.

Nú, í fyrsta skipti, hafa bandarísk stjórnvöld lýst yfir neyðarástandi vegna vatnsþurrðar, en eitt stærsta vatnslón Bandaríkjamanna, Lake Mead, sem liggur við Hoover stíflu í Colorado-fljóti sýnir samkvæmt spám fram á einungis 35% afkastagetu í árslok 2021.

Áætlað er að um helming samdráttar á meðalrennsli árinnar – sem hefur lækkað um 20 prósent miðað við síðustu öld – megi rekja til hækkandi hitastigs og að stórum hluta til minnkandi úrkomu. Þetta, auk langvarandi þurrka og skógarelda, eru merkjanleg áhrif loftslagsbreytinga samkvæmt yfirlýsingu bandarískra yfirvalda, og ógna sérstaklega framtíð ríkjanna Arizona, Nevada og Mexíkó sem þurfa í kjölfarið að draga úr vatnsneyslu árið 2022 undir samningsbundnum lögum.

Ríki Kaliforníu, sem gegna öðrum og mun eldri lögum en ríkin þrjú, mun ekki verða fyrir barðinu á vatnsskorti í bili en talið er að bújarðir Arizonaríkis verði hvað verst úti þar sem áætlaður niðurskurður veldur næstum fimmtungi vatnsmissis. Hlutur Nevada af vatninu í Colorado-fljótinu mun lækka um 7 prósent og Mexíkó um 5 prósent, að sögn embættismanna.

Fyrirbyggjandi aðgerðir afar nauðsynlegar

Embættismenn telja að vatnsskorturinn sé á fyrsta stigi, en þó, samkvæmt útreikningum, sé möguleiki á að staða Lake Mead gæti náð annars stigs og þá alvarlegri skorti, innan tveggja ára og stigi þrjú ekki löngu eftir það. Á stigi þrjú mun vatnsyfirborð lónsins vera orðið það lágt að vatn streymir ekki lengur úr lóninu, hvorki með aðstoð vatnshverfla eða af sjálfsdáðum. Yfirvöld vinna nú í aðgerðum í þágu þurrðarinnar en óskandi er að vakning til meðvitundar rísi hvað varðar almennan skort í kjölfar hlýnunar jarðar. Eitt er víst að róttæk aðlögun er í vændum á næstu áratugum.

Fresta banni við endurnýtingu
Fréttir 21. maí 2024

Fresta banni við endurnýtingu

Bændum verður heimilt að endurnýta örmerki í sláturtíð 2024 og nota þau til 1. n...

Stjórnvaldssekt staðfest
Fréttir 20. maí 2024

Stjórnvaldssekt staðfest

Bændur á Vesturlandi telja jafnræðis ekki hafa verið gætt þegar Matvælastofnun (...

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...