Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík.
Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík.
Mynd / Hkr.
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti hluthafi mjólkurvinnslunnar á Bolungarvík.

Eiríkur Ársælsson.

Eiríkur Ársælsson, sjóðstjóri hjá Stefni, segir mikil tækifæri á mjólkurmarkaði og hann sé sífellt að þróast.

„Örnu hefur tekist að byggja upp ótrúlega öflugt fyrirtæki í Bolungarvík sem er leiðandi í mjólkurvörum með tilliti til gæða og viðskiptaþróunar. Arna er að keppa á erfiðum markaði þegar kemur að samkeppni og inngönguskilyrði á markaðnum eru há þegar litið er til dæmis til framleiðslubúnaðar og þekkingar. Hálfdán Óskarsson, stofnandi Örnu, hefur unnið mikið frumkvöðlastarf til að koma fyrirtækinu á fót.“

Á hvaða stað þurfa íslensk landbúnaðar- og matvælafyrirtæki að vera til að fjárfestar sjái þau sem vænlegan fjárfestingakost?

„Þumalputtareglan í þeim sjóðum sem við stýrum hefur verið að fjárfesta í fyrirtækjum sem hafa rekstrarlíkan sem er komin góð reynsla á og reksturinn stendur undir sér. Ef félögin eru komin á þann stað eru vaxtarmöguleikar geirans og félaganna skoðaðir og á sama tíma skoðum við hvernig við getum aðstoðað fyrirtækin við að leysa krafta sína úr læðingi. Það eru mikil tækifæri á mjólkurmarkaði og hann sífellt að þróast. Einnig hafa íslenskir skyrframleiðendur verið að leita út fyrir landsteinana, bæði með íslenska framleiðslu og framleiðslu erlendis á íslensku skyri og hefur Arna til dæmis verið að flytja skyr út til Frakklands.“

Hvaða möguleika sjáið þið á næstu árum í þessum geira?

„Það er ljóst að það hafa verið mjög örar breytingar í geiranum með tilliti til þess sem endar í körfum neytenda. Það hefur verið ákall frá neytendum um laktósafríar vörur, hollari vörur og hafravörur og svo mætti lengi telja. Það þurfa því allir að vera á tánum því vörukarfan er sífellt að breytast og Arna er leiðandi í þeirri þróun. Við munum halda áfram á þessari braut hjá Örnu.“

Hvar liggja vaxtartækifærin hjá landbúnaðar- og matvæla- fyrirtækjum að ykkar mati?

„Í eignasafninu hjá okkur eru fjárfestingar sem tengjast matvælum með beinum eða óbeinum hætti. Við eigum til dæmis eignarhlut í GOOD GOOD sem framleiðir sultur, súkkulaðismyrjur og hnetusmjör og er dreift í þúsundir búða í Bandaríkjunum. Einnig erum við fjárfestar í VAXA Technologies, sem er örþörungaframleiðandi á Hellisheiði og Þorlákshöfn, en örþörungarnir eru svo nýttir til að framleiða náttúrulegt blátt litarefni sem notað er í matvæli.

Við höfum einnig fjárfest í þeim hluta virðiskeðjunnar sem flytur matvæli. Við erum stærstu hluthafarnir í Rotovia sem er alþjóðlegt framleiðslufyrirtæki með höfuðstöðvar á Dalvík. Dótturfélög Rotoviu eru til dæmis Sæplast sem framleiðir plastker fyrir sjávarfang og Tempra sem framleiðir frauðplastkassa sem nýttir eru til flutninga á eldisfiski og hvítfiski.“

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...