Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Leggja til sameiningu skógræktarstarfs í eina nýja stofnun
Fréttir 1. október 2015

Leggja til sameiningu skógræktarstarfs í eina nýja stofnun

Höfundur: Vilmundur Hansen

Starfshópur um sameiningu skógræktarstarfs ríkisins leggur til við umhverfis- og auðlindaráðherra að það verði sameinað í eina nýja stofnun. 

Um er að ræða starf Skógræktar ríkisins og landshlutaverkefna í skógrækt; Vesturlandsskóga, Skjólskóga á Vestfjörðum, Norðurlandsskóga, Héraðs- og Austurlandsskóga og Suðurlandsskóga, auk umsjónar með Hekluskógum.

Á heimasíðu umhverfisráðuneytisins segir að Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra hafi skipaði starfshópinn í júní síðastliðnum og hafi hann nú skilað greinargerð sinni. Starfshópurinn er sammála um að sameining landshlutaverkefnanna og Skógræktar ríkisins í eina stofnun sé æskileg og skapi tækifæri fyrir framþróun og eflingu skógræktar í landinu. 

Tvær leiðir voru skoðaðar
Í skýrslunni segir meðal annars að starfshópurinn hafi skoðaði tvær mögulegar leiðir eða sviðsmyndir um hvernig æskilegt væri að standa að breytingunum:

1. Skógræktarstarfið yrði sameinað í stofnun sem starfi undir nafni og kennitölu Skógræktar ríkisins. Stjórnir landshlutaverkefnanna og störf framkvæmdastjóra yrðu lögð niður og verkefnin sameinuð Skógrækt ríkisins. Ráðið yrði í starf yfirmanns landshlutaverkefnanna og ný störf sem kæmu í stað starfa framkvæmdastjóra hvers landshlutaverkefnis.

2. Skógræktarstarfið yrði sameinað í nýja stofnun. Öllum núverandi starfsmönnunum yrði boðið starf hjá nýrri stofnun en störf gætu tekið breytingum.

Að áliti meirihluta starfshópsins er meiri ávinningur í leið tvö þannig að skógræktarstarf á vegum ríkisins verði sameinað í nýrri stofnun og allt starfið verði endurskoðað með virkri þátttöku starfsmanna og helstu hagaðila.

Meðal helstu verkefna stofnunarinnar yrðu skipulag og ráðgjöf við nýræktun skóga, umhirðu og nýtingu, umsjón þjóðskóga eins og Hallormsstaðaskógar og Vaglaskógar, rannsóknir í skógrækt og fræðsla og kynning.
 

Skylt efni: Skógar | Skógrækt | Umhverfismál

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...