Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Leggja til sameiningu skógræktarstarfs í eina nýja stofnun
Fréttir 1. október 2015

Leggja til sameiningu skógræktarstarfs í eina nýja stofnun

Höfundur: Vilmundur Hansen

Starfshópur um sameiningu skógræktarstarfs ríkisins leggur til við umhverfis- og auðlindaráðherra að það verði sameinað í eina nýja stofnun. 

Um er að ræða starf Skógræktar ríkisins og landshlutaverkefna í skógrækt; Vesturlandsskóga, Skjólskóga á Vestfjörðum, Norðurlandsskóga, Héraðs- og Austurlandsskóga og Suðurlandsskóga, auk umsjónar með Hekluskógum.

Á heimasíðu umhverfisráðuneytisins segir að Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra hafi skipaði starfshópinn í júní síðastliðnum og hafi hann nú skilað greinargerð sinni. Starfshópurinn er sammála um að sameining landshlutaverkefnanna og Skógræktar ríkisins í eina stofnun sé æskileg og skapi tækifæri fyrir framþróun og eflingu skógræktar í landinu. 

Tvær leiðir voru skoðaðar
Í skýrslunni segir meðal annars að starfshópurinn hafi skoðaði tvær mögulegar leiðir eða sviðsmyndir um hvernig æskilegt væri að standa að breytingunum:

1. Skógræktarstarfið yrði sameinað í stofnun sem starfi undir nafni og kennitölu Skógræktar ríkisins. Stjórnir landshlutaverkefnanna og störf framkvæmdastjóra yrðu lögð niður og verkefnin sameinuð Skógrækt ríkisins. Ráðið yrði í starf yfirmanns landshlutaverkefnanna og ný störf sem kæmu í stað starfa framkvæmdastjóra hvers landshlutaverkefnis.

2. Skógræktarstarfið yrði sameinað í nýja stofnun. Öllum núverandi starfsmönnunum yrði boðið starf hjá nýrri stofnun en störf gætu tekið breytingum.

Að áliti meirihluta starfshópsins er meiri ávinningur í leið tvö þannig að skógræktarstarf á vegum ríkisins verði sameinað í nýrri stofnun og allt starfið verði endurskoðað með virkri þátttöku starfsmanna og helstu hagaðila.

Meðal helstu verkefna stofnunarinnar yrðu skipulag og ráðgjöf við nýræktun skóga, umhirðu og nýtingu, umsjón þjóðskóga eins og Hallormsstaðaskógar og Vaglaskógar, rannsóknir í skógrækt og fræðsla og kynning.
 

Skylt efni: Skógar | Skógrækt | Umhverfismál

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...