Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
„Einnig var horft til þess að til staðar er góð aðstaða á Húnavöllum því húsnæði þar er orðið of stórt fyrir núverandi skólahald og stefnt að því að grunnskólinn á Húnavöllum og Blönduskóli verði sameinaðir,“ segir í skýrslu starfshóps um stofnun Umhverfisakademíu á Húnavöllum.
„Einnig var horft til þess að til staðar er góð aðstaða á Húnavöllum því húsnæði þar er orðið of stórt fyrir núverandi skólahald og stefnt að því að grunnskólinn á Húnavöllum og Blönduskóli verði sameinaðir,“ segir í skýrslu starfshóps um stofnun Umhverfisakademíu á Húnavöllum.
Mynd / Húnavatnshr.
Fréttir 23. febrúar 2022

Skoða stofnun umhverfisakademíu á Húnavöllum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Starfshópur sem skoðaði hug­mynd­ir um nýtingu Húnavalla hefur skilað skýrslu þar sem fram kemur að hópurinn telji hug­mynd um umhverfisakademíu fýsi­legan kost að stefna að á staðnum fyrir sameinað sveitarfélag Húna­vatns­hrepps og Blöndu­ósbæjar.

Leggur hópurinn til að stefnt verði að því að hefja starfsemi umhverfis­akademíu á Húnavöllum í upphafi skólastarfs haustið 2023. Umhverfi­sakademían er þróunarverkefni sem unnið var að sam­hliða viðræðum um sameiningu þessara tveggja sveitarfélaga.

„Hugmyndin byggir í grunninn á því mati að það sé í raun enginn skóli á Íslandi sem marki sér þá sérstöðu að vera umhverfisfræðsluskóli þótt víða sé hægt að finna greinar á sviði umhverfisfræða í námskrám háskólanna. Að því leyti sé þarna sennilega eyða í menntakerfinu sem hægt væri að fylla í með sérstökum umhverfisskóla. Einnig var horft til þess að til staðar er góð aðstaða á Húnavöllum því húsnæði þar er orðið of stórt fyrir núverandi skólahald og stefnt að því að grunnskólinn á Húnavöllum og Blönduskóli verði sameinaðir,“ segir í skýrslunni.

Húnavellir. Mynd / HKr.

Húsnæðið hentar vel

Að mati starfshópsins hentar húsnæði að Húnavöllum vel fyrr starfsemi lýðskóla með samnýtingu við bæði Hótel Húna og verkefnið „Sól í sveit“, sem lýtur að uppsetningu aðstöðu til námskeiðahalds tengdu textíl. Leggur hópurinn til að stofnað verður einkahlutafélag um rekstur umhverfisakademíunnar og verði það í eigu sveitarfélaganna, Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar, eða sameinaðs sveitarfélags verði af sameiningu þeirra. Þá er lagt til að gerðir verði samningar um afnot af skólahúsnæði og við Hótel Húna um gistirými fyrir nemendur og aðra aðstöðu utan skólastarfs. Einnig verði gengið til samninga við helstu samstarfsaðila, þ.m.t. Menntamálastofnun um staðfestingu á starfsemi og menntamálaráðuneyti um árlega fjármögnun umhverfis­akademíunnar. 

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...