Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
„Einnig var horft til þess að til staðar er góð aðstaða á Húnavöllum því húsnæði þar er orðið of stórt fyrir núverandi skólahald og stefnt að því að grunnskólinn á Húnavöllum og Blönduskóli verði sameinaðir,“ segir í skýrslu starfshóps um stofnun Umhverfisakademíu á Húnavöllum.
„Einnig var horft til þess að til staðar er góð aðstaða á Húnavöllum því húsnæði þar er orðið of stórt fyrir núverandi skólahald og stefnt að því að grunnskólinn á Húnavöllum og Blönduskóli verði sameinaðir,“ segir í skýrslu starfshóps um stofnun Umhverfisakademíu á Húnavöllum.
Mynd / Húnavatnshr.
Fréttir 23. febrúar 2022

Skoða stofnun umhverfisakademíu á Húnavöllum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Starfshópur sem skoðaði hug­mynd­ir um nýtingu Húnavalla hefur skilað skýrslu þar sem fram kemur að hópurinn telji hug­mynd um umhverfisakademíu fýsi­legan kost að stefna að á staðnum fyrir sameinað sveitarfélag Húna­vatns­hrepps og Blöndu­ósbæjar.

Leggur hópurinn til að stefnt verði að því að hefja starfsemi umhverfis­akademíu á Húnavöllum í upphafi skólastarfs haustið 2023. Umhverfi­sakademían er þróunarverkefni sem unnið var að sam­hliða viðræðum um sameiningu þessara tveggja sveitarfélaga.

„Hugmyndin byggir í grunninn á því mati að það sé í raun enginn skóli á Íslandi sem marki sér þá sérstöðu að vera umhverfisfræðsluskóli þótt víða sé hægt að finna greinar á sviði umhverfisfræða í námskrám háskólanna. Að því leyti sé þarna sennilega eyða í menntakerfinu sem hægt væri að fylla í með sérstökum umhverfisskóla. Einnig var horft til þess að til staðar er góð aðstaða á Húnavöllum því húsnæði þar er orðið of stórt fyrir núverandi skólahald og stefnt að því að grunnskólinn á Húnavöllum og Blönduskóli verði sameinaðir,“ segir í skýrslunni.

Húnavellir. Mynd / HKr.

Húsnæðið hentar vel

Að mati starfshópsins hentar húsnæði að Húnavöllum vel fyrr starfsemi lýðskóla með samnýtingu við bæði Hótel Húna og verkefnið „Sól í sveit“, sem lýtur að uppsetningu aðstöðu til námskeiðahalds tengdu textíl. Leggur hópurinn til að stofnað verður einkahlutafélag um rekstur umhverfisakademíunnar og verði það í eigu sveitarfélaganna, Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar, eða sameinaðs sveitarfélags verði af sameiningu þeirra. Þá er lagt til að gerðir verði samningar um afnot af skólahúsnæði og við Hótel Húna um gistirými fyrir nemendur og aðra aðstöðu utan skólastarfs. Einnig verði gengið til samninga við helstu samstarfsaðila, þ.m.t. Menntamálastofnun um staðfestingu á starfsemi og menntamálaráðuneyti um árlega fjármögnun umhverfis­akademíunnar. 

Fresta banni við endurnýtingu
Fréttir 21. maí 2024

Fresta banni við endurnýtingu

Bændum verður heimilt að endurnýta örmerki í sláturtíð 2024 og nota þau til 1. n...

Stjórnvaldssekt staðfest
Fréttir 20. maí 2024

Stjórnvaldssekt staðfest

Bændur á Vesturlandi telja jafnræðis ekki hafa verið gætt þegar Matvælastofnun (...

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...