Geitur afkastameiri en eitur
Samkvæmt nýjum rannsóknum eru geitur afkastameiri í eyðingu á ýmsum gerðum af gróðri en þau plöntueitur sem mest eru notuð við slíkt.
Í rúma tvo áratugi hefur margs konar plöntueitur verið notað í baráttunni við frekar innfluttar grastegundir sem eru að yfirtaka sjávarfitjar í Nýja-Englandi í Bandaríkjunum. Auk eiturs hefur verið reynt að grafa plönturnar upp með skurðgröfum og jarðýtum en án árangurs.
Nýjar tilraunir með stjórnaðri beit geita og annars búfjár lofar aftur á móti góðu við að halda grasinu niðri og eru geiturnar sagðar afkastamestar. Aðstandendur rannsóknanna eru himinlifandi með árangurinn og segja að geiturnar séu umhverfisvænni, afkastameiri, ódýrari en eiturefnahernaður og í ofanálag má nýta af þeim kjötið.