Hettutrefill
Hettutreflar eru mjög vinsælir núna. Þessi er prjónaður úr DROPS Daisy og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað í stroffprjóni og með i-cord kanti.
DROPS Design: Mynstur da-041
Stærðir: S/M (L/XL).
Höfuðmál: ca 54/56 (58/60) cm.
Hæð: Mælt frá hæsta punkti = ca 41 (43) cm.
Breidd: Mælt frá hlið að hlið = ca 192 (194) cm.
GARN: DROPS Daisy (fæst í Handverkskúnst): 200 (200) gr litur á mynd nr 09, ísblár og DROPS Kid- Silk (fæst í Handverkskúnst): 75 (75) gr litur á mynd nr 59, ískristall.
PRJÓNAR: Hringprjónn nr 5, 80 cm.
Prjónfesta: 19 lykkjur x 25 umferðir með perluprjóni á prjóna nr 5 = 10x10 cm.
I-CORD affelling: Fitjið upp 2 nýjar lykkjur á hægri prjón. Lyftið 2 lykkjum af hægri prjóni yfir á vinstri prjón þannig að þráðurinn sitji 2 lykkjum inn á vinstri prjón og prjónið þannig: *Prjónið 1 lykkju slétt, prjónið næstu 2 lykkjur snúnar slétt saman, steypið til baka 2 lykkjum af hægri prjóni yfir á vinstri prjón*, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð.
I-CORD kantlykkjur (= 2 lykkjur): Í byrjun umferðar: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt.
Í lok umferðar: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt.
Prjónið á sama hátt bæði frá réttu og frá röngu.Hettutrefillinn er prjónaður fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan yfir ennið og aftur á bak. Síðan eru lykkjur prjónaðar upp í hvorri hlið og prjónað er fram og til baka ofan frá og niður. Þegar hettan hefur verið prjónuð til loka, setjið lykkjur á þráð. Prjónaður er upp kantur sem felldur er af með i-cord í kringum opið á hettunni við andlitið. Lykkjur eru fitjaðar upp fyrir hálsklút sem byrjar fyrir miðju aftan í hnakka. Prjónað er fram og til baka yfir hálsklútinn, jafnframt því sem teknar eru 2 og 2 lykkjur af þræði frá hettunni. Þegar allar lykkjur hafa verið prjónaðar upp frá miðju að aftan og fram í annarri hliðinni (= helmingur af lykkjum frá hettu), prjónið hálsklútinn til loka fram og til baka. Í lokin er hin hliðin á hálsklútnum prjónuð frá miðju að aftan og út á sama hátt. Í lokin er hálsklúturinn saumaður saman fyrir miðju aftan í hnakka.
Hetta: Fitjið upp 22 (28) lykkjur á hringprjón nr 5 með 1 þræði DROPS Daisy og 1 þræði DROPS Kid-Silk (= 2 þræðir). Uppfitjunarkantur = miðja af framan yfir enni. Prjónið fram og til baka þannig:
Umferð 1 (= rétta): prjónið slétt út umferðina.
Umferð 2 (= ranga): 1 lykkja slétt, prjónið stroffprjón *2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt* Endurtakið frá *-* út umferðina.
Endurtakið umferðir 1-2 þar til stykkið mælist 19 (19) cm – síðasta umferð er prjónuð frá röngu. Klippið þráðinn, þetta stykki myndar stykkið fyrir miðju ofan á hettu.
Nú á að prjóna upp lykkjur meðfram báðum hliðum innan við 1. lykkju (garðaprjónslykkjan) þannig:
Byrjið frá horni við uppfitjunarkant og prjónið upp 36 (36) lykkjur meðfram annarri hliðinni frá réttu (= vinstri hlið), prjónið yfir 22 (28) lykkjur slétt (= bakhlið á hettu), prjónið síðan upp 36 (36) lykkjur meðfram annarri hliðinni (= hægri hlið) = 94 (100) lykkjur. Stykkið er síðar mælt frá þessum uppfitjunarkanti.
Prjónið fram og til baka þannig:
Umferð 1 (= ranga): 1 lykkja slétt, prjónið stroffprjón *2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt* Endurtakið frá *-* út umferðina.
Umferð 2 (= rétta): Prjónið slétt út umferð. Endurtakið umferðir 1-2 þar til stykkið mælist 20 (21) cm frá uppfitjunarkanti meðfram hlið.
Klippið þráðinn, hettan hefur nú verið prjónuð til loka. Setjið fyrstu 47 (50) lykkjur á hjálparprjón og síðustu 47 (50) lykkjur á annan hjálparprjón (= skipting fyrir miðju að aftan. Þessar lykkjur eru notaðar þegar hálsklúturinn er prjónaður í hvorri hlið. Fyrst er prjónaður i-cord kantur meðfram opi á hettu eins og útskýrt er að neðan
I-CORD KANTUR: Prjónið upp kant meðfram opi að framan frá réttu þannig:
Byrjið neðst í hægri hlið á hettunni (þ.e.a.s. hægri hlið séð þegar hettan er á höfði), prjónið upp 34 (36) lykkjur innan við 1. lykkju (garðaprjónslykkjan) slétt upp að uppfitjunarkanti, meðfram uppfitjunarkanti yfir enni eru prjónaðar upp ca 20 (24) lykkjur, haldið áfram að prjóna upp 34 (36) lykkjur niður á vinstri hlið á hettu = 88 (96) lykkjur meðfram opi á hettu.
Klippið þráðinn og byrjið uppá nýtt frá réttu neðst í hægri hlið og prjónið I-CORD AFFELLING – lesið útskýringu að ofan.
Þær 2 lykkjur sem eru eftir eru settar á þráð saman með 47 (50) hinum lykkjunum á vinstri hlið á hettunni, þær eru síðar prjónaðar inn í hálsklútinn = 49 (52) lykkjur á þræði fyrir vinstri hlið.
Takið upp 2 lykkjur þar sem lykkjur voru fitjaðar upp fyrir i-cord í gagnstæðri hlið og setjið þessar 2 lykkjur á þráð með 47 (50) lykkjum í hægri hlið á hettu = 49 (52) lykkjur á þræði fyrir hægri hlið.
HÁLSKLÚTUR HÆGRI HLUTI: Lykkjur eru fitjaðar upp fyrir hálsklút sem prjónaður er fram og til baka JAFNFRAMT sem 2 og 2 lykkjur frá hettu eru prjónaðar slétt saman með síðustu lykkju í umferð, byrjað er fyrir miðju að aftan og prjónað er fram á við í hægri hlið á hettunni.
Fitjið upp 30 (30) lykkjur með 1 þræði í hvorri tegund (= 2 þræðir) = miðja að aftan.
Umferð 1 (= rétta): Prjónið 2 I-CORD KANTLYKKJUR – lesið útskýringu að ofan, prjónið slétt þar til þar til 1 lykkja er eftir í umferð, lyftið 1 lykkju á prjóni eins og prjóna eigi slétt (= síðasta lykkjan í umferð), prjónið 2 lykkjur slétt saman frá hettu, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjurnar sem prjónaðar voru 2 lykkjur slétt saman frá hettu = 30 (30) lykkjur.
Umferð 2 (= ranga): Prjónið stroffprjón *2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt* Endurtakið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, 1 lykkja brugðið, endið með 2 i-cord kantlykkjur.
Endurtakið umferðir 1-2 þar til til teknar hafa verið upp 46 (50) fyrstu lykkjur frá hettu (= 46 (50) prjónaðar umferðir). Þar til eftir eru 3 (2) lykkjur á þræði frá hettu (ásamt 2 lykkjum sem teknar voru upp í i-cord).
Prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 2 i-cord kantlykkjur, prjónið slétt út umferðina, prjónið 1 (2) lykkjur af þræði slétt, prjónið síðustu lykkjur af þræði 2 lykkjur slétt saman 1 (0) sinnum = 32 (32) lykkjur.
Prjónið næstu umferð frá röngu þannig: Prjónið 2 i-cord kantlykkjur, prjónið 2 lykkjur brugðið saman, 1 lykkja slétt, prjónið stroffprjón *2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt* Endurtakið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir í umferð, 1 lykkja brugðið, endið með 2 i-cord kantlykkjur = 31 (31) lykkjur.
Prjónið 8 umferðir fram og til baka með stroffprjón eins og áður og 2 i-cord kantlykkjur + 1 lykkja sléttprjón í hvorri hlið.
Í næstu umferð (= rétta) byrjar úrtaka, fækkað er um 1 lykkju frá réttu þannig: Prjónið eins og áður þar til 4 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt saman, endið með 2 i-cord kantlykkjur. Prjónið síðan fram og til baka eins og áður jafnframt því sem lykkjum er fækkað á sama hátt í 8. hverri umferð (= ca 3. hverjum cm) þar til 7 (7) lykkjur eru eftir á prjóni.
Fellið af samtímis sem fyrstu 2 og síðustu 2 lykkjur eru prjónaðar slétt saman. Hálsklúturinn mælist ca 96 (98) cm frá uppfitjunarkanti fyrir miðju að aftan.
HÁLSKLÚTUR VINSTRI HLUTI: Prjónað er á sama hátt og hægri hluti á hálsklút, byrjað er fyrir miðju að aftan og prjónað er fram á við meðfram vinstri hlið á hettu JAFNFRAMT sem 2 og 2 lykkjur frá hettu er prjónaðar slétt saman með fyrstu lykkju á prjóni.
Fitjið upp 30 (30) lykkjur með 1 þræði í hvorri tegund (= 2 þræðir) = miðja að aftan.
Umferð 1 (= ranga): Prjónið 2 i-cord kantlykkjur, 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt, prjónið *2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt* Endurtakið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, 2 lykkjur brugðið.
Umferð 2 (= rétta): Setjið 2 lykkjur af þræði frá hettu yfir á vinstri prjón, prjónið 3 lykkjur slétt saman (þ.e.a.s. 2 lykkjur af þræði og 1 lykkju af hálsklút eru prjónaðar slétt saman), prjónið slétt þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, endið með 2 i-cord kantlykkjur = 30 (30) lykkjur.
Endurtakið umferðir 1-2 þar til prjónaðar hafa verið upp 46 (50) fyrstu lykkjur frá hettu (= 46 (50) prjónaðar umferðir). Það eru eftir 3 (2) lykkjur á þræði frá hettu (ásamt 2 lykkjum frá i-cord affellingu).
Prjónið næstu umferð frá röngu þannig: 2 i-cord kantlykkjur, 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt, prjónið stroffprjón *2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt* Endurtakið frá *-* út umferð. Prjónið 1 (2) lykkjur af þræði brugðið, prjónið síðustu lykkjur af þræði 2 lykkjur brugðið saman 1 (0) sinnum = 32 (32) lykkjur.
Prjónið næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið 2 i-cord kantlykkjur, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, 1 lykkja slétt, prjónið slétt þar til 3 lykkjur eru eftir í umferð, 1 lykkja slétt, endið með 2 i-cord kantlykkjur = 31 (31) lykkjur.
Prjónið 7 umferðir fram og til baka með stroffprjóni eins og áður og 2 i-cord kantlykkjur + 1 lykkja sléttprjón í hvorri hlið.
Í næstu umferð (= rétta) byrjar úrtaka, fækkað er um 1 lykkju frá réttu þannig: Prjónið 2 i-cord kantlykkjur, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, prjónið eins og áður út umferðina.
Prjónið síðan fram og til baka eins og áður jafnframt því sem lykkjum er fækkað á sama hátt í 8. hverri umferð (= ca í 3. hverjum cm) þar til 7 (7) lykkjur eru eftir í umferð.
Fellið af samtímis sem fyrstu 2 og síðustu 2 lykkjur eru prjónaðar slétt saman. Hálsklúturinn mælist ca 96 (98) cm frá uppfitjunarkanti fyrir miðju að aftan.
FRÁGANGUR: Saumið saman hægri og vinstri hluta á hálsklútnum fyrir miðju að aftan með lykkjuspori.