Sveitahúfa (Húfa á húsin)
Hannyrðahornið 16. desember 2024

Sveitahúfa (Húfa á húsin)

Höfundur: Katrín Andrésdóttir og Margrét Jónsdóttir

Hugmyndir að uppskriftum og mynstrum koma víða að. Þessi húfa varð að stofni til við rölt á netinu, nánara útlit og úrtaka var hönnuð í samvinnu höfunda og litaval og samsetning þeirra einnig. Hugmyndir geta komið víða að, úr okkar nærumhverfi og því sem við notum dagsdaglega. Nú eru vinsælar svokallaðar ,,Lumber Jackets” eða skógarhöggsmannaúlpur. Kaflarnir í húfunni eru eins og á þeim mörgum og töff að eiga eins húfu og jakka. Það er því um að gera að líta í kringum sig til að fá hugmyndir, þær geta verið skammt undan og stundum þar sem síst má eiga von á þeim. Húfan er fljótprjónuð og alveg hægt að gera nokkrar og setja í jólapakka. Hún dugar vel í vetrarkuldanum þessi.

Ein stærð, fullorðins.

Auðvelt er að stækka eða minnka húfuna, hægt að nota stærri eða minni prjóna eða fjölga lykkjum eða fækka, en 8 lykkjur eru í hverju mynstri. Ef húfan á að vera grynnri, þá er einni mynsturlínu sleppt.

Efni og áhöld:
50 g tvöfaldur Þingborgarlopi í sauðalit og 2 litir litaður Þingborgarlopi, Slettuskjótt 50 g af hvorum. Með tvöföldu stroffi er húfan u.þ.b. 75 g að þyngd, þannig að aðeins þarf að bæta við aðallitinn til að eiga efni í tvær húfur.

4.5 mm og 6 mm 40 sm langir hringprjónar, 6 mm sokkaprjónar, saumnál til að ganga frá endum. Eins er hægt að nota lengri hringprjóna og nota „magic loop“ aðferðina alla leið.

Aðferð:
Húfan er prjónuð í hring. Þegar lykkjum fækkar eftir seinni úrtöku eru sokkarprjónarnir notaðir.

Fitjið upp 80 lykkjur á 4.5 mm hringprjóninn. Prjónið stroff 2 sléttar og 2 brugðnar 12 sm. Eins má stroff vera 1 slétt og 1 brugðin lykkja, allt eftir smekk. Svo er hægt að hafa stroffið einfalt og prjóna það 6 sm. Skiptið yfir á 6 mm hringprjóninn og prjónið mynstur eftir teikningu. Takið úr eins og sýnt er.

Þegar úrtöku er lokið er gengið frá í toppinn eins og lýst er á mynsturblaði.

Þvoið húfuna í höndunum með volgu vatni og mildri sápu, skolið með hreinu vatni og kreistið það vel úr og leggið til þerris.

Hér að neðan er dæmi um hversu vel húfan nýtist við leik og störf. Frágangur á kollinum er sýndur og ýmis tilbrigði að lit. Síðasta myndin er af jakka sem gaf höfundum hugmynd að mynstrinu.

Sveitahúfa (Húfa á húsin)
Hannyrðahornið 16. desember 2024

Sveitahúfa (Húfa á húsin)

Hugmyndir að uppskriftum og mynstrum koma víða að. Þessi húfa varð að stofni til...

Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024