Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Höfundur: Stelpurnar í Handverkskúnst. www.garn.is

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu jólablæ. Þessir fallegu pottaleppar eru prjónaðir úr DROPS Muskat, bómullargarn með fallegum gljáa.

DROPS Design: Mynstur nr r-665

Stærð: ca 20 x 19 cm.

Garn: DROPS MUSKAT
(fæst hjá Handverkskúnst)
- 100 gr litur nr 12, rauður
- 100 gr litur nr 08, natur

Prjónar: Hringprjónn 40 cm, nr 3 – eða þá stærð sem þarf til að 23 lykkjur og 32 umf með sléttprjóni verði 10 x 10 cm.
POTTALEPPAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna.

POTTALEPPUR: Fitjið upp 90 lykkjur á hringprjóna nr 3 með rauðum DROPS Muskat.

Prjónið 1 umf slétt. JAFNFRAMT er sett 1 prjónamerki í 1. lykkju í byrjun umferðar og 1 prjónamerki í 46. lykkju (= miðja í hlið).

Prjónið síðan MYNSTUR frá 2. umferð í A.1 (= 45 lykkjur) alls 2 sinnum í umferð. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, fitjið upp 20 nýjar lykkjur í umf (haldið áfram með litnum rauður). Snúið við, fellið af 20 l sem fitjaðar voru upp og fellið síðan af þær 90 l sem eftir eru frá röngu.

FRÁGANGUR: Brjótið pottaleppinn tvöfaldan þannig að lykkjur með prjónamerki komi mitt í hlið. Saumið saman pottaleppinn að neðan frá réttu. Saumið eitt spor í hverja lykkju meðfram öllum kantinum – saumið innan við uppfitjunarkantinn. Saumið saman pottaleppinn að ofan alveg eins – ATH: Þessar 20 nýju lykkjur = lykkja, saumið endann á lykkjunni við hornið á pottaleppnum.

Prjónið annan pottalepp á sama hátt, nema skiptið um lit þannig að mynsturliturinn verði rauður og grunnlitur hvítur.

Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...