Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Silja Dögg Gunnarsdóttir.
Silja Dögg Gunnarsdóttir.
Skoðun 7. apríl 2017

Innlend framleiðsla og færri kolefnisspor

Höfundur: Silja Dögg Gunnarsdóttir
Loftslagsmálin eru mál okkar allra og við getum öll lagt okkar af mörkum. Aukin innlend matvælaframleiðsla er ein leið til að fækka kolefnissporum og tryggja fæðu-og matvælaöryggi. 
Að tala fyrir ábyrgð í loftslagsmálum og vilja á sama tíma auka innflutning matvæla til landsins er þversögn sem gengur ekki upp. 
 
Þversögnin
 
Matarsóunarverkefni eru almennt í tísku, og lífrænn og staðbundinn matur (local food) og fækkun kolefnisspora eru í tísku. Það þykir fínt að borða lífrænan „local“ mat og ferðamenn virðast t.a.m. sækjast sérstaklega eftir því sem og heimamenn í auknum mæli. Þess vegna skýtur það skökku við að sama fólk og talar fyrir öllum þessum fínu málum vill á sama tíma stórauka innflutning á matvælum – matvælum sem við getum vel ræktað hér á landi. Vissulega þurfum við að kortleggja betur af hvaða tegundum við ættum e.t.v. að framleiða minna af og hvers konar framleiðslu við ættum auka. Það er engum greiði gerður með því að framleiða vöru ef næg eftirspurn er ekki fyrir hendi. 
 
Aukinn innflutningur og fleiri kolefnisspor
 
Flutningur á matvælum milli landa eykur sóun og fjölgar kolefnissporum. Auknir flutningar matvæla kalla á aukin afföll miðað við að fæðunnar sé neytt sem næst framleiðslustað. Umbúðir auka umfang vörunnar og eru oft óumhverfisvænar. Allt eykur þetta efnis- og orkunotkun og þar með eykst útblástur gróðurhúsalofttegunda. Að því sögðu þá væri skynsamlegt að stjórnvöld myndu beita sér fyrir aukinni innlendri matvælaframleiðslu og draga úr innflutningi, í stað þess að auka hann, þ.e. ef þeim væri alvara með því að fylgja stefnu sinni í loftslagsmálum.
 
Þurfum frekari rannsóknir
 
Talsmenn aukins innflutnings matvæla bera því oft við að innlend framleiðsla skilji líka eftir sig kolefnisspor þar sem að flytja þarf ýmis aðföng fyrir framleiðsluna til landsins. Þessir talsmenn hafa þó ekki látið rannsaka málið heldur er eingöngu um getgátur að ræða. Samtök garðyrkjubænda létu hins vegar vinna fyrir sig stórmerkilega skýrslu fyrir ekki svo löngu síðan um kolefnisspor garðyrkjunnar. Í henni er mjög margt áhugavert, t.d. að íslenska agúrkan skilur einungis um 44% af kolefnisspori eftir sig miðað við þá innfluttu. Við eigum mikið inni hjá garðyrkjunni en hár raforkukostnaður hindrar verulega nýjar fjárfestingar í garðyrkjunni. Nauðsynlegt er að garðyrkjubændur fái sérstaka gjaldskrá. Það væri gagnlegt að hafa haldbæran samanburð kolefnisspora á innlendri og erlendri framleiðslu frá fleiri greinum en garðyrkjunni. En auðvitað ættu kolefnissporin ekki að vera eini viðmiðunarþátturinn heldur áhersla á fæðuöryggi þjóðarinnar og matvælaöryggi, þar sem íslensk matvara er í fremstu röð í heiminum.
 
Matvælaframleiðsla er framtíðin
 
Skýrsla nefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem kom út á dögunum, er umhugsunarverð. Þar er talið að loftslagsbreytingar muni ógna fæðuöryggi jarðarbúa í framtíðinni. Mat skýrsluhöfunda er að framboð á matvælum muni ekki haldast í hendur við fjölgun jarðarbúa á næstu áratugum. Þessar fréttir kalla á að við Íslendingar metum stöðu okkar hvað varðar bæði matvælaframleiðslu og framleiðslu á innlendum orkugjöfum. Við þurfum að huga að því hvað við getum lagt af mörkum í loftslagsmálum og landbúnaðurinn er hluti af lausn vandans, þar með talið framlag bænda til aukinnar framleiðslu fóðurs og matvæla á Íslandi.
 
Silja Dögg Gunnarsdóttir,
þingmaður Framsóknarflokksins
Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir
Skoðun 12. desember 2024

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir

Kvenfélag Akrahrepps var stofnað 20. desember 1919 af bjartsýnum stórhuga konum.

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það
Skoðun 9. desember 2024

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það

Ég fletti Bændablaðinu eins og venjulega. Þar er síðustu misserin mikið skrifað ...

Matur handa öllum
Skoðun 12. nóvember 2024

Matur handa öllum

Nýlega hafa Eyjólfur Ingvi, formaður sauðfjárdeildar BÍ og Margrét Ágústa, framk...

Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...