Af hverju kílómetragjald?
Skoðun 26. mars 2025

Af hverju kílómetragjald?

Höfundur: Arna Lára Jónsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. í Norðvesturkjördæmi

Til umræðu á Alþingi er nýtt tekjuöflunarfyrirkomulag ríkisins til að standa undir vegakerfinu. Þetta er stórt skref í átt að sjálfbærri, sanngjarnri og gagnsærri skattlagningu ökutækja og umferðar á Íslandi.

Nýja kerfið sem er í daglegu talið kallað kílómetragjald er mikilvægt svar við þeirri áskorun að tryggja stöðugar tekjur til vegakerfisins í ljósi hraðrar þróunar í orkuskiptum og breyttra samgangna. Það kemur ekki í stað nýrra skatta heldur endurskipuleggur tekjuöflun ríkissjóðs af ökutækjum á sanngjarnari og gegnsærri hátt.

Síðasta ríkisstjórn hóf þessa vegferð árið 2021 til að bregðast við þeirri staðreynd að tekjur ríkissjóðs af ökutækjum og eldsneyti hafa rýrnað umtalsvert og munu halda áfram að fjara út. Ástæðurnar eru góðar. Fjölgun rafbíla og sparneytnari bifreiða á vegunum krefjast þess að við endurskoðum hvernig við fjármögnum vegakerfið. Þrátt fyrir breytingar á samsetningu ökutækjaflota þjóðarinnar breytist ekki sú staðreynd að við þurfum áfram að fjármagna viðhald og uppbyggingu vega. Fjármálaáætlun ríkisins gerir ráð fyrir að 1,7% af öllum tekjum ríkissjóðs komi af ökutækjum og umferð. Á nýlegu þingi Samtaka iðnaðarins kom fram að viðhaldsskuldin í vegakerfinu er 200 milljarðar króna, og þar eru ótaldar allar nauðsynlegu nýframkvæmdirnar sem ráðast þarf í.

Kílómetragjaldið er leið til að tryggja áframhaldandi fjármögnun á sanngjarnan hátt. Ef það verður samþykkt á Alþingi þá verður gjaldið lagt á öll ökutæki með svipuðu fyrirkomulagi og hefur þegar verið tekið upp fyrir rafbíla, vetnisbíla og tengiltvinnbíla frá janúar 2024. Frá 1. júlí 2025 munu öll ökutæki greiða kílómetragjald sem byggist á eknum kílómetrum. Bílar undir 3,5 tonnum munu greiða 6,7 krónur á hvern ekinn kílómetra. Jafnframt verður öllum öðrum gjöldum á jarðefnaeldsneyti, nema kolefnisgjaldinu, aflétt, sem leiðir til þess að bensín og dísilolía lækka umtalsvert í verði.

Samhliða þessari breytingu er þó lögð til hækkun á kolefnisgjaldi um 25%, sem áður hækkaði um 60% undir lok síðasta árs. Markmiðið með því er að viðhalda fjárhagslegum hvötum til að skipta yfir í vistvænni orkugjafa.

Umræða og gagnrýni

Kílómetragjaldið, eins og vænta mátti, hefur vakið töluverða umræðu. Það er eðlilegt því bíllinn er þarfur þjónn landsmanna, og allir hafa skoðun á gjaldtöku af umferð. Hér er tæpt á nokkrum atriðum sem hafa verið í umræðunni og svör við þeim.

Áhyggjur af verðhækkunum á eldsneyti. Sumir hafa haft áhyggjur af því að olíufélögin nýti tækifærið til að auka framlegð sína. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur átt í samtali við ASÍ um eftirlit með verðlagningu jarðefnaeldsneytis, og ráðherra mun veita frekari innsýn í þau mál í umræðum um frumvarpið. Rafbílar missa skattalegt forskot. Bent hefur verið á að rafbílar muni nú greiða sama kílómetragjald og bílar sem brenna jarðefnaeldsneyti. Áfram verður þó hagstæðara að aka rafbíl, bæði vegna lægri rekstrarkostnaðar og vegna hækkunar kolefnisgjalds, sem gerir notkun jarðefnaeldsneytis dýrari. Reikningar ráðuneytisins sýna að grunnrekstrarkostnaður rafmagnsbíls verður áfram 14.000 krónum lægri á mánuði en sambærilegs bensínbíls. Af hverju greiða allir bílar undir 3,5 tonnum sama gjald? Útreikningar sýna að munurinn á vegsliti bíla sem vega 2 tonn og 3,5 tonn er hverfandi. Þess vegna þótti ekki rétt að gera gjaldamun á þessum flokkum, enda hefði slíkur munur verið óverulegur og getað leitt til ósanngjarnra afleiðinga, m.a. fyrir rafbíla. Kílómetragjaldið sem landsbyggðarskattur Sumir hafa gagnrýnt að nýtt gjaldkerfi muni sérstaklega hækka flutningskostnað um landið. Það er hins vegar rangt að allir vörubílar muni hækka í gjöldum. Aðeins allra stærstu vörubílarnir með aftanívagna

Skylt efni: kílómetragjald

Af hverju kílómetragjald?
Skoðun 26. mars 2025

Af hverju kílómetragjald?

Til umræðu á Alþingi er nýtt tekjuöflunarfyrirkomulag ríkisins til að standa und...

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir
Skoðun 12. desember 2024

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir

Kvenfélag Akrahrepps var stofnað 20. desember 1919 af bjartsýnum stórhuga konum.

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það
Skoðun 9. desember 2024

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það

Ég fletti Bændablaðinu eins og venjulega. Þar er síðustu misserin mikið skrifað ...

Matur handa öllum
Skoðun 12. nóvember 2024

Matur handa öllum

Nýlega hafa Eyjólfur Ingvi, formaður sauðfjárdeildar BÍ og Margrét Ágústa, framk...

Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...