Hágæða jarðbik gerir malbik og vegklæðingu sterkari og endingarmeiri.
Hágæða jarðbik gerir malbik og vegklæðingu sterkari og endingarmeiri.
Mynd / Aðsend
Fréttir 28. mars 2025

Endingarmeira malbik og vegklæðing

Höfundur: Cornelis A. Meijles, ráðgjafi í hringrásarhagkerfi og stundakennari við LbhÍ. Netfang: cornelis@lbhi.is.

Með því að blanda hágæða jarðbiki úr endurunnum þakdúki í malbik eða vegklæðingu má bæta eiginleika þess og þar með endingartíma. Jafnframt má minnka kostnað og hugsanlega draga úr svifryksmyndun.

Íblöndun hágæða jarðbiks úr þakdúki í malbik er umhverfisvænt og hagkvæmt, bæði út frá stofnkostnaði, viðhaldi og samfélagskostnaði, svo sem skemmdir á farartækjum, einkum dekkjum, lakki og framrúðum, tafir, þungatakmarkanir og fleira.

Verðmætasta efni í malbiki og vegklæðingu er jarðbik (e. bitumen). Það er bindiefni sem límir saman steinefnablöndu og gefur malbiki eða bundnu slitlagi ákveðinn teygjanleika og styrk. Gæði malbiks og vegklæðingar má bæta verulega með íblöndun jarðbikskorns sem er bætt með fjölliðasamböndum (e. polymers). Efni þetta má finna í þakdúk sem mikið er notað á fjölbýlishúsum og öðrum stórum byggingum. Þakefnið hefur afbragðseiginleika og getur enst í um 40 ár, þrátt fyrir mikið álag vegna sólargeisla, vinda, hita og frosts. Þegar þakdúkur er kominn til ára sinna þarfnast hann endurnýjunar. Þó að þakefnið sé slitið má endurnýta verðmæta og bætta jarðbikið úr því í stað þess að farga því í brennslustöð. Nýsköpunarfyrirtækið Roof2Road í Hollandi hefur sérhæft sig í að endurvinna þakdúka og gera úr þeim hágæða og hreint jarðbik sem má nota sem íblöndunarefni í malbik. Fyrirtækið framleiðir sem sagt hringrásarmalbik með frábærum eiginleikum. Til þess að svo megi verða er gamli þakdúkurinn fjarlægður á vandlegan hátt svo að ekki verða eftir aðskotahlutir í honum og efnið síðan tætt niður í æskilega kornstærð eða duft, eftir notkunarmáta Jarðbikskorninu er síðan blandað við (endurunnið) m a l b i k í malbikunarstöð. Þegar um vegklæðingu er að ræða, má blanda bættu jarðbiksdufti við þynnt eða mýkt bindiefni og sprauta í jöfnu lagi á yfirborð vegar og steinefni síðan dreift yfir það. Klæðingin er síðan völtuð og þá þrýstist steinefnið niður í bindiefnið. Með þessari aðferð verður til mun sterkara malbik eða vegklæðing sem er ódýrari, endist lengur og þarf minna viðhald.

Jarðbikskorn og -duft þarf ekki að geyma í upphituðum tanki eins og venjulegt jarðbik, sem gerir bæði flutning þess, geymslu og vinnslu ódýrari og einfaldari.

Þar sem fjárframlög til vegagerðar eru takmörkuð er lykilatriði í byggingu og rekstri vegakerfisins að verja fjárframlögum til vegagerðar á eins hagkvæman hátt og kostur er. Notkun á hágæða jarðbiksefni úr endurunnu þakefni gæti vel verið hagkvæmur kostur. Því vandaðra sem slitlagið er, þeim mun minni verður kostnaður vegfarenda og samfélagsins. Notkun Roof2Road jarðbiks hefur reynst afar vel við vegagerð í Hollandi og hefur hlotið fjölda viðurkenninga og vottorða. Jarðbikið þeirra er víða notað við vegagerð þar sem mikið reynir á, t.d. á flugbrautum. Þessi reynsla gefur vonandi tilefni til að kanna og prófa hagkvæmni þess við íslenskar aðstæður. 

Skepnur út undan í almannavörnum
Fréttir 1. apríl 2025

Skepnur út undan í almannavörnum

Dýraverndarsamband Íslands telur brýnt að styrkja stöðu dýra í almannavarnaástan...

Skoða bryggju austan við Vík
Fréttir 31. mars 2025

Skoða bryggju austan við Vík

Fyrirtækið EP Power Minerals Iceland ehf. hyggst gera bryggju við Alviðruhamra á...

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni
Fréttir 28. mars 2025

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni

Nærandi ferðaþjónusta er ný nálgun í ferðaþjónustu sem miðar að því að leggja ræ...

Endingarmeira malbik og vegklæðing
Fréttir 28. mars 2025

Endingarmeira malbik og vegklæðing

Með því að blanda hágæða jarðbiki úr endurunnum þakdúki í malbik eða vegklæðingu...

Amerísk kögurvængja og dvergmítill nýir landnemar
Fréttir 28. mars 2025

Amerísk kögurvængja og dvergmítill nýir landnemar

Dvergmítlar og ný tegund kögurvængju eru nýlegir landnemar á Íslandi og geta val...

Strandirnar standa sterkari eftir
Fréttir 27. mars 2025

Strandirnar standa sterkari eftir

Strandamenn hafa staðið í átaki til að stöðva fólksfækkun og efla innviði og atv...

Íslenskar paprikur árið um kring
Fréttir 27. mars 2025

Íslenskar paprikur árið um kring

Sölufélag garðyrkjumanna fékk nýverið 13,5 milljóna króna styrk vegna rannsókna ...

Brugðist við áfellisdómi
Fréttir 27. mars 2025

Brugðist við áfellisdómi

Matvælastofnun hefur brugðist við niðurstöðum stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoð...