Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sótspor gæludýra
Fréttir 22. júní 2018

Sótspor gæludýra

Höfundur: Vilmundur Hansen

Því hefur verið haldið fram að besta leiðin til að leggja sitt af mörkum í umhverfismálum sé að hætta að borða kjöt. Næstbest er að eiga ekki gæludýr og þar á eftir að eiga ekki börn þar sem sótspor alls þessa er mikið.

Gæludýr, eins og hundar og kettir, éta mikið og megnið af fóðri þeirra er kjöt eða kjötafurðir. Talið er að á Bretlandseyjum einum séu um átta milljón hundar og átta milljón  kettir auk annarra gæludýra eins og kanínur, eðlur, fuglar og fiskar sem öll þurfa fóður. Dýrin éta mikið og þau skila einnig af sér hundruð þúsunda tonna af lífrænum úrgangi sem þarf að farga.

Í San Fransisco-borg í Bandaríkjunum er talið að um 4% úrgangs sem fer í landfyllingu við borgina á ári hverju sé hundaskítur.

Þegar kemur að upprunasvindli er orðspor framleiðenda gæludýra­fóðurs verulega vafasamt. Margsinnis hefur komið í ljós að innihaldslýsingar á umbúðum er nánast skáldskapur. Dósir með gæludýrafóðri sem sagðar eru innihalda lamba-, nauta- eða kengúrukjöt hafa við nánari skoðun innihaldið að stórum hluta innyfli og ösku. Framleiðsla á gæludýrafóðri er einnig sögð góð leið til að losna við skemmt, úldið og því ónothæft kjöt á góðu verði.

Hversu óþægilegt sem það kann að hljóma er sótspor gæludýra stórt og ekki hægt að líta framhjá því þegar hugsað er til umhverfismála. 

Skylt efni: Sótspor | gæludúr | Umhverfismál

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.