Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Stöðva troll- og dragnótaveiðar til að vernda þangskóga.
Stöðva troll- og dragnótaveiðar til að vernda þangskóga.
Mynd / hakaimagazine.com.
Fréttir 2. september 2021

Veiðar stöðvaðar til að vernda þangskóga

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stjórnvöld á Bretlandseyjum hafa stöðvað veiðar með trolli á stórum svæðum meðfram strönd landsins til að vernda þangskóga og að leyfa þeim að jafna sig eftir margra ára illa meðferð.

Í dag hefur rúmlega 260 þúsund ferkílómetra hafsvæði utan við Sussex verið friðað fyrir troll og snurvoðarveiðum. Vonast er til að með stöðvun veiðanna muni þangskógarnir og hrygningarstöðvar ýmissa lífvera og fisktegunda ná að jafna sig eftir áratuga slæma meðferð. Umhverfisverndarsinninn og fræðarinn David Attenborough hefur verið ötull stuðningsmaður verndaraðgerðanna og segir þær tímamótaskref í átt til verndunar hafsvæða umhverfis Bretlandseyjar.

Lífríki þangskóganna er gríðarlega fjölbreytt og vistkerfi þeirra margbreytilegt þar sem innan um þangið eru uppeldisstöðvar margra nytjategunda, auk þess sem á botni þess lifa krossfiskar, ígulker og ótalinn fjöldi tegunda af smádýrum sem eru fæða fyrir stærri dýr.

Auk þess bindur þang mikið magn koltvísýrings og því öflugur samherji í baráttunni gegn hlýnun jarðar.

Skylt efni: Umhverfismál | þang

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...