Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Stöðva troll- og dragnótaveiðar til að vernda þangskóga.
Stöðva troll- og dragnótaveiðar til að vernda þangskóga.
Mynd / hakaimagazine.com.
Fréttir 2. september 2021

Veiðar stöðvaðar til að vernda þangskóga

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stjórnvöld á Bretlandseyjum hafa stöðvað veiðar með trolli á stórum svæðum meðfram strönd landsins til að vernda þangskóga og að leyfa þeim að jafna sig eftir margra ára illa meðferð.

Í dag hefur rúmlega 260 þúsund ferkílómetra hafsvæði utan við Sussex verið friðað fyrir troll og snurvoðarveiðum. Vonast er til að með stöðvun veiðanna muni þangskógarnir og hrygningarstöðvar ýmissa lífvera og fisktegunda ná að jafna sig eftir áratuga slæma meðferð. Umhverfisverndarsinninn og fræðarinn David Attenborough hefur verið ötull stuðningsmaður verndaraðgerðanna og segir þær tímamótaskref í átt til verndunar hafsvæða umhverfis Bretlandseyjar.

Lífríki þangskóganna er gríðarlega fjölbreytt og vistkerfi þeirra margbreytilegt þar sem innan um þangið eru uppeldisstöðvar margra nytjategunda, auk þess sem á botni þess lifa krossfiskar, ígulker og ótalinn fjöldi tegunda af smádýrum sem eru fæða fyrir stærri dýr.

Auk þess bindur þang mikið magn koltvísýrings og því öflugur samherji í baráttunni gegn hlýnun jarðar.

Skylt efni: Umhverfismál | þang

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...