Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ný reglugerð um plöntuverndarvörur
Fréttir 30. júní 2015

Ný reglugerð um plöntuverndarvörur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Reglugerð um plöntuverndarvörur hefur tekið gildi. Markmið hennar er að gera notkun slíkra vara eins örugga og hægt er fyrir heilbrigði manna og dýra og fyrir umhverfið.

Sömuleiðis er markmiðið að bæta starfsemi innri markaðarins með því að samræma reglur um setningu plöntuverndarvara á markað. Um leið eru skilyrði við ræktun í landbúnaði og garðyrkju bætt.


Til plöntuverndarvara teljast efni sem notuð eru í landbúnaði og garðyrkju svo sem plöntulyf (skordýraeyðar/sveppaeyðar), illgresiseyðar og stýriefni. Plöntuverndarvörur eru notaðar við ræktun á korni, matjurtum, ávöxtum, skrautplöntum og öðrum nytjaplöntum til þess að koma í veg fyrir eða draga úr skaða af völdum sveppa, illgresis, skordýra og annarra meindýra. Stýriefni eru notuð til að hafa áhrif á vöxt og viðgang ákveðinna skrautplantna og fáeinna tegunda matvæla, t.d. til að örva rótarmyndun hjá græðlingum og til að varna ótímabærri spírun kartaflna svo að geymsluþol þeirra aukist.

Með reglugerðinni eru reglur um markaðssetningu plöntuverndarvara samræmdar innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) og Ísland verður fullgildur aðili að umfangsmiklu regluverki sem nær til setningar plöntuverndarvara á markað innan EES-svæðisins. Meðal helstu áhrifa reglugerðarinnar má nefna að hér á landi verður eingöngu heimilt að setja á markað plöntuverndarvörur, sem hafa farið í gegnum strangt áhættumat og fengið markaðsleyfi. Má ætla að með þessu verði aðgangur að plöntuverndarvörum greiðari hér á landi en undanfarin ár og á reglugerðin þannig að tryggja að framleiðendur í landbúnaði hafi aðgang að bestu fáanlegu lausnum til að beita við plöntuvernd þegar þörf er á notkun þessara efna.

Reglugerðin innleiðir í íslenskan rétt reglugerð (EB) nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað og ESB gerða tengdum henni, í samræmi við EES-samninginn.

Reglugerð nr. 544/2015 um plöntuverndarvörur

 

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...