Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Skrifaði SOS í olíupálma- akur á eyjunni Súmötru
Fréttir 14. mars 2018

Skrifaði SOS í olíupálma- akur á eyjunni Súmötru

Höfundur: Vilmundur Hansen

Litháski landlistamaðurinn og aðgerðarsinninn Ernest Zacharevic mundaði fyrir skömmu keðjusög og felldi 1.100 olíupálma á olíupálmaakri á eyjunni Súmötru. Eftirstandandi pálmar mynduðu alþjóðlega hjálparkallið SOS í landslaginu.

Akurinn er í eigu umhverfis­samtaka sem leggja áherslu á verndum órangútan-apa á eyjunni og er skriftinni í skóginum ætlað að vekja athygli á fellingu náttúrulegra skóga og eyðingu búsvæða órangúta.

Ákall um hjálp

Hver stafur samanstendur af mörgum trjám og saman eru þeir hálfur kílómetri að lengd og því aðeins sýnilegir úr lofti af fuglum og farþegum í flugvélum og því eins og ákall af jörðu niðri um hjálp.

Eyðing náttúrulegra skóga og eyðilegging búsvæða villtra dýra vegna ræktunar olíupálma er með því allra mesta sem gerist í heiminum.

Ódýrasta matarolían á markaði

Olíuna er að finna í fjölda vöruflokka og ekki síst í matvælum. Markaðshlutdeild pálmaolíu er 56% af allri verslun á jurtaolíu í heiminum. Pálmaolía er ódýrasta jurtaolían á markaðinum og að finna í einni af hverjum sex tilbúnum matvörum sem framleiddar eru. Hana er meðal annars að finna í súkkulaði, kexi, laufabrauði, rískökum, flögum, pitsudeigi, kökum, frosnu grænmeti, hnetusmjöri, núðlum, morgunkorni, þurrkuðum ávöxtum, smjörlíki og barnamat. Auk þess sem pálmaolía er notuð í sleipiefni, sápur, kerti, sjampó, þvottaefni og snyrtivörur, eins og tannkrem, varasalva, varalit og í framleiðslu á lífdísil. 

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...