Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Skrifaði SOS í olíupálma- akur á eyjunni Súmötru
Fréttir 14. mars 2018

Skrifaði SOS í olíupálma- akur á eyjunni Súmötru

Höfundur: Vilmundur Hansen

Litháski landlistamaðurinn og aðgerðarsinninn Ernest Zacharevic mundaði fyrir skömmu keðjusög og felldi 1.100 olíupálma á olíupálmaakri á eyjunni Súmötru. Eftirstandandi pálmar mynduðu alþjóðlega hjálparkallið SOS í landslaginu.

Akurinn er í eigu umhverfis­samtaka sem leggja áherslu á verndum órangútan-apa á eyjunni og er skriftinni í skóginum ætlað að vekja athygli á fellingu náttúrulegra skóga og eyðingu búsvæða órangúta.

Ákall um hjálp

Hver stafur samanstendur af mörgum trjám og saman eru þeir hálfur kílómetri að lengd og því aðeins sýnilegir úr lofti af fuglum og farþegum í flugvélum og því eins og ákall af jörðu niðri um hjálp.

Eyðing náttúrulegra skóga og eyðilegging búsvæða villtra dýra vegna ræktunar olíupálma er með því allra mesta sem gerist í heiminum.

Ódýrasta matarolían á markaði

Olíuna er að finna í fjölda vöruflokka og ekki síst í matvælum. Markaðshlutdeild pálmaolíu er 56% af allri verslun á jurtaolíu í heiminum. Pálmaolía er ódýrasta jurtaolían á markaðinum og að finna í einni af hverjum sex tilbúnum matvörum sem framleiddar eru. Hana er meðal annars að finna í súkkulaði, kexi, laufabrauði, rískökum, flögum, pitsudeigi, kökum, frosnu grænmeti, hnetusmjöri, núðlum, morgunkorni, þurrkuðum ávöxtum, smjörlíki og barnamat. Auk þess sem pálmaolía er notuð í sleipiefni, sápur, kerti, sjampó, þvottaefni og snyrtivörur, eins og tannkrem, varasalva, varalit og í framleiðslu á lífdísil. 

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...