Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kornþresking.
Kornþresking.
Mynd / Odd Stefán
Fréttir 3. ágúst 2018

Móta umhverfisstefnu landbúnaðarins

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Á síðasta búnaðarþingi var ályktað á þá leið að greina stöðu umhverfismála í íslensk­um landbúnaði og setja í fram­haldinu markmiðssetta stefnu í umhverfismálum til næstu ára. Nýlega skipaði stjórn Bænda­­samtakanna nefnd sem hefur það hlutverk að vinna að umhverfis­stefnunni. 
 
Samþykkt var samhljóða að skipa Ingvar Björnsson, fyrrum ráðunaut og bónda á Hólabaki, sem formann nefndarinnar og með honum þau Katrínu Maríu Andrésdóttur, framkvæmdastjóra Sambands garðyrkjubænda, Margréti Gísladóttur, framkvæmdastjóra Landssambands kúabænda, Unnstein Snorra Snorrason, framkvæmdastjóra Landssamtaka sauðfjárbænda og Hlyn Gauta Sigurðsson, framkvæmdastjóra Landssamtaka skógarbænda. 
 
Umhverfisstefnunni er ætlað að verða leiðarljós einstakra bænda og búgreina sem og landbúnaðarins alls í umhverfismálum. Henni er ætlað að verða mikilvægt verkfæri við endurskoðun búvörusamninga og við gerð framtíðarsamninga ríkis og bænda.
 
Umhverfisstefna landbúnaðarins mun meðal annars taka á kolefnislosun frá landbúnaði, losun frá ræktunarlandi búpenings og orkunotkunar, landnýtingu, skógrækt og landgræðslu.
Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...