Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kornþresking.
Kornþresking.
Mynd / Odd Stefán
Fréttir 3. ágúst 2018

Móta umhverfisstefnu landbúnaðarins

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Á síðasta búnaðarþingi var ályktað á þá leið að greina stöðu umhverfismála í íslensk­um landbúnaði og setja í fram­haldinu markmiðssetta stefnu í umhverfismálum til næstu ára. Nýlega skipaði stjórn Bænda­­samtakanna nefnd sem hefur það hlutverk að vinna að umhverfis­stefnunni. 
 
Samþykkt var samhljóða að skipa Ingvar Björnsson, fyrrum ráðunaut og bónda á Hólabaki, sem formann nefndarinnar og með honum þau Katrínu Maríu Andrésdóttur, framkvæmdastjóra Sambands garðyrkjubænda, Margréti Gísladóttur, framkvæmdastjóra Landssambands kúabænda, Unnstein Snorra Snorrason, framkvæmdastjóra Landssamtaka sauðfjárbænda og Hlyn Gauta Sigurðsson, framkvæmdastjóra Landssamtaka skógarbænda. 
 
Umhverfisstefnunni er ætlað að verða leiðarljós einstakra bænda og búgreina sem og landbúnaðarins alls í umhverfismálum. Henni er ætlað að verða mikilvægt verkfæri við endurskoðun búvörusamninga og við gerð framtíðarsamninga ríkis og bænda.
 
Umhverfisstefna landbúnaðarins mun meðal annars taka á kolefnislosun frá landbúnaði, losun frá ræktunarlandi búpenings og orkunotkunar, landnýtingu, skógrækt og landgræðslu.
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...