Aukin rigning á heimskautunum
Veðurlíkön benda til að í nánustu framtíð muni regna aukast á bæði suður og norðurheimskautinu og að draga muni úr snjókomu. Ástæða þessa er aukin hlýnun.
Afleiðing þessa er aukin bráðnun og hækkandi yfirborð sjávar sem leiðir til breytinga í vistkerfinu og röskunar á búsvæði margra dýrategunda. Á norðurslóðum munu breytingarnar hafa mikil áhrif á búsvæði sela, hreindyra og ísbjarna og á suðurhveli á mörgæsir svo dæmi séu tekin.