Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Vísundur á rölti um Białowieża-skóginn.
Vísundur á rölti um Białowieża-skóginn.
Fréttir 1. mars 2022

Umhverfisslys í vinnslu

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Áætlað hefur verið að byggja múr til að girða af landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands, hamla fólki þannig inn- eða útgöngu og hefur, samkvæmt upplýsingum National Geographic, sú vinnsla hafist.

Mun hann fara í gegnum einn elsta og frumstæðasta skóg Evrópu, Białowieża skóg sem liggur syðst í Póllandi og teygir sig inn fyrir landamæri Hvíta-Rússlands. Dýralíf þar er afar blómlegt og telur allt frá 300 dýra vísindahjörð, villihesta og úlfa auk fjölda annarra spendýrategunda og vel yfir 100 fuglategunda.

Frá árinu 1921 hefur meginkjarni skógarins verið friðaður mannvirkjum og innan pólsku landamæranna eru tæpir 5000 hektarar hans friðaðir auk þess sem um 1.400 ferkílómetrar hans eru nú á heimsminjaskrá UNESCO. (Tilgangur heimsminjaskrár er að varðveita staði sem teljast sérstaklega merkilegir frá menningarlegu og/eða náttúrufræðilegu sjónarmiði og því taldir hluti af menningararfi mannkyns.)

Bygging múrs hamlar heilbrigði bæði náttúru og dýralífs

Mannréttinda- og náttúruverndarsamtök á staðnum eru alfarið á móti vinnslu múrsins en áætluð stærð hans eru 5,5 m að hæð og nær 186 km leið, meðfram eystri landamærum Póllands. Þó eru, að sögn landamæragæslunnar, lög í gildi sem bygging þessi mun brjóta í bága við – líkt og er plægt verður í gegnum viðkvæm vistkerfi staðarins, þá sérstaklega skóglendi Białowieża, sem mun hafa víðtæk áhrif. Einnig ganga margar dýrategundir óhindrað á milli Póllands og Hvíta-Rússlands og myndi hindrun þess hamla stofnum þeirra að halda sér erfðafræðilega heilbrigðum. Má þar nefna úlfa, gaupur, dádýr, vaxandi stofn skógarbjarna auk annarra, þó sú hugmynd að byggja múr hafi upphaflega einungis verið til að halda streymi flóttafólks í skefjum.

Ásókn flóttafólks frá Hvíta-Rússlandi

En það er eins með þessa hindrun og aðrar sem eru að rísa víðs vegar um heiminn, þó þær haldi dýrunum úti finnur mannfólkið alltaf leiðir til þess að komast í gegn. Áætlun um byggingu múrs á milli landamæranna hófst í kjölfar neyðarástands er ríkti við ásókn flóttafólks frá Hvíta-Rússlandi árið 2021. Var ástandið þannig skv. fréttasíðu BBC um miðjan nóvember í fyrra – að pólskar hersveitir beittu á hvern þann er reyndi að komast inn í landið frá Hvíta-Rússlandi, bæði táragasi og vatnsaustri úr háþrýstidælum.

Deilurnar og ástandið við landamærin hófst sumarið 2021 þegar þúsundir manna flykktust til Hvíta-Rússlands, með það loforð hvítrússneskra stjórnvalda um aðstoð við að komast til annarra staða innan Evrópu. En – við komuna til Hvíta-Rússlands var mörgum ekki veittur aðgangur vegna ákvæða á löglega vísu og þúsundir reyndu því að komast yfir til Póllands, Lettlands og Litháen. Pólsk yfirvöld stöðvuðu oftar en ekki innflytjendurna og neyddi það aftur til Hvíta-Rússlands með þeim afleiðingum að minnsta kosti tugur farandfólks lést sökum ofkælingar, vannæringar eða annarra orsaka.

Aðild núverandi forseta

Alexander Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands, hefur nú viðurkennt aðild sína að atganginum og segir „mögulegt“ að hermenn ríkisins hafi aðstoðað flóttamenn við að fara yfir landamæri Póllands – þó ekki til að skapa ófrið. Lukashenko hefur verið ásakaður um að ógna stöðugleika ESB með því að beina flóttamönnum Hvíta-Rússlands yfir til landanna Póllands, Lettlands og Litháen, en að eigin sögn telur hann það fráleita hugmynd og gefur þeirri hugmynd engan hljómgrunn.

Hins vegar skal taka það fram að átök milli Hvíta-Rússlands og ESB blossuðu upp þegar Alexander Lukashenko hélt fram sigri í forsetakosningunum í ágúst 2020 ... þrátt fyrir skjalfestar fullyrðingar um að kosningaúrslitin hefðu verið fölsuð. Mikil mótmæli urðu vegna kosninganna og er því Hvíta-Rússland nú talið hafa kynt undir landamæraófrið sem einhvers konar refsingu fyrir mótmælin.

Möguleg afturköllun skóglendis Białowieża af heimsminjaskrá

Allavega, þá taka afleiðingar þessa ófriðar allverulegan toll á náttúrunni í kring. Pólska ríkisstjórnin hefur þegar reist tveggja metra háa, flugbeitta girðingu meðfram landamærunum í gegnum Białowieża skóginn og stóran hluta landamærasvæðanna í kring. Fregnir herma að í girðingunni hafi þegar fest og dáið dýr, þar á meðal vísundar og elgir.

Bygging múrsins hins vegar hófst við norðurbrún landamæra Póllands og Hvíta-Rússlands, sem liggur að Litháen, og teygir sig suður að Bug-ánni, en á bökkum hennar stendur girðingin enn sem komið er. Ekki virðist sem stjórnvöld líti til þess að Białowieża skógurinn, eins og áður sagði, er á heimsminjaskrá en samkvæmt skyldum þess titils og lögfræðilegu áliti sérfræðinga umhverfisréttar, skuli bæði land og dýrategundir verndað og skógurinn í heild ekki skaðaður – jafnvel sá hluti sem liggur yfir til Hvíta-Rússlands. Ef ekki er farið að lögum er mögulegt að bygging múrsins geti leitt til þess að UNESCO afturkallaði stöðu skógarins á heimsminjaskrá, sem væri mikið áfall fyrir landið og svæðið – en aðeins einu sinni í sögunni hefur náttúruminjasvæði verið fjarlægt af lista UNESCO.

Eitt verndarsvæða heimsins

Þess þá heldur hefur pólski hluti Białowieża skógarins einnig verið útnefndur verndarsvæði Natura 2000 samkvæmt vistgerðatilskipun Evrópu­sambandsins, eins og ógrynni annarra skóga er standa á landamærum. (Natura 2000 eru þau verndarsvæði sem ná yfir hvað verðmætustu tegundir og búsvæði Evrópu – í sem mestri hættu – og hefur þannig stærsta yfirlit verndarsvæða í heiminum sem nær yfir öll 28 ESB löndin, bæði á landi og á sjó.)

Bygging múrsins sem hefur hafist skýtur einnig skökku við skuldbindingar Póllands samkvæmt ESB-lögum í þessu sambandi, en undir þeim hatti ætti að finna aðra lausn. Lög ESB sem bæði eru bindandi og lúta háum sektum, kveða á um að framkvæmdir sem geta hugsanlega talist skaðlegar megi einungis heimila ef sýnt er að hafi ekki í för með sér augljóst umhverfistjón – sem á bersýnilega ekki við í þessu tilviki, en jafnvel með uppsetningu girðingarinnar hafa pólsk stjórnvöld nú þegar brotið í bága við lög er kemur að vernduðu skóga- og dýralífi eins og um ræðir.

Endalaus ófriður?

Ekki er ljóst hver niðurstaða þessara múrbygginga verður en árátta stjórnvalda á heimsvísu til þess að reisa veggi milli ófriðarsvæða og skapa þannig í raun fordæmalausa skiptingu búsvæða sýnir að alþjóðlegt samstarf er ekki upp á sitt besta. Í stað þess að leysa að fullu þau vandamál sem koma upp er tekið til þess bragðs að reisa múr á milli. Sem bæði leysir engin vandamál og hefur oft stór og óafturkræf áhrif á umhverfið.

Hvað varðar samskipti Póllands svo við ESB hefur áður kastast í kekki á milli þeirra. Á árunum 2016-2018 stóð pólska ríkisstjórnin fyrir skógarhöggi trjáa í Białowieża-skóginum er sýkt voru vegna ágangs barkarbjöllu. Í kjölfar úrskurðaði dómstóll ESB skógarhöggið ólöglegt á grundvelli friðunar og var því þá hætt. Engu að síður tók pólska ríkisstjórnin þá ákvörðun nú í ár að hefja skógarhöggið á ný og eru skógarhöggsmenn enn við þann starfa í útjaðri Białowieża.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...