Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Daði Már Kristófersson, prófessor við Hagfræðideild á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands og aðstorðarrektor Landbúnaðarháskóla Íslands.
Daði Már Kristófersson, prófessor við Hagfræðideild á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands og aðstorðarrektor Landbúnaðarháskóla Íslands.
Fréttir 24. nóvember 2020

Daði Már settur aðstoðarrektor Landbúnaðarháskóla Íslands

Höfundur: Vilmundur Hansen

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskóli Íslands undirrituðu í gær samning um að dr. Daði Már Kristófersson, prófessor við Hagfræðideild á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands, gegni starfi aðstoðarrektors við Landbúnaðarháskóla Íslands tímabundið út þetta skólaár. Daði Már mun sinna starfinu í 50% starfshlutfalli og áfram gegna 50% starfsskyldum sem prófessor við Hagfræðideild.

Í fréttatilkynningu frá Háskóla Íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands segir: „Það er mikill fengur fyrir Landbúnaðarháskóla Íslands að fá Daða Má til starfa sem aðstoðarrektor. Á þessu skólaári er áhersla lögð á gæðamál skólans í kjölfarið á nýrri stefnu sem samþykkt var á síðasta ári. Unnið er að eflingu náms og kennslu og alþjóðlegu og innlendu samstarfi. Þá er undirbúningur að gæðaúttekt Gæðaráðs íslenskra háskóla hafinn og mun Daði Már styðja við nýjar fagdeildir sem eru að fara í gegnum slíka úttekt í fyrsta sinn,“ segir Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands.

Ég er afar spenntur fyrir því tækifæri að fá að taka þátt í starfi Landbúnaðarháskólans. Ég á marga góða kollega við skólann og ber sterkar taugar til hans enda fyrrverandi nemandi. Ég hlakka til þess að takast á við þetta verkefni. Margar af stærstu áskorunum samtímans eru innan fræðasviðs skólans sem fela í sér miklar áskoranir en einnig mikla sóknarmöguleika,“ segir Daði Már. Daði Már lét af störfum sem sviðsforseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands í sumar eftir að hafa gegnt því embætti í sjö ár.

Landbúnaðarháskóli Íslands er náinn samstarfsskóli Háskóla Íslands. Það er afar gott að þessir samstarfsskólar skiptist á starfsfólki þegar það hentar. Daði Már er reynslumikill fyrrverandi fræðasviðsforseti við Háskóla Íslands. Ég veit að hann mun í hlutastarfi skila góðu starfi sem aðstoðarrektor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Ég óska honum og Landbúnaðarháskólanum velfarnaðar,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...