Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Losa meira af koltvísýringi en Bretlandseyjar
Fréttir 27. október 2015

Losa meira af koltvísýringi en Bretlandseyjar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mælingar benda til að skógareldarnir sem geisað hafa í Indónesíu undanfarnar vikur hafi losað meira af koltvísýringi út í andrúmsloftið en allir íbúar og starfsemi á Bretlandseyjum gera á heilu ári.

Umfang skógareldanna og losun koltvísýrings af þeirra völdum er slíkt að það er sagt munu hafa áhrif til hækkunar lofthita á Jörðinni og valda ótímabærum dauða yfir eitthundrað þúsund manna í Indónesíu og nágrannaríkjunum vegna loftmengunar. Auk þess sem eldarnir hafa nú þegar eyðilagt búsvæði ættbálka innfæddra og fjölda sjaldgæfra dýra í Indónesíu eins og órangúta og hlébarða.

Loftmyndir sýna að eldur hefur brotist út víða í skógum landsins og aðgerðir til að slökkva eldinn hafa haft lítil áhrif á útbreiðslu þeirra.

Sannað er að skógareldarnir voru kveiktir af ásettu ráði í kjölfar mikilla þurrka í landinu til að ryðja land til að rækta pálmaolíu og hraðvaxta plöntur til pappírsgerðar. Indónesía er komið efst á lista yfir lönd þar sem skógareyðing er mest í heiminum.

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...