Skandinavísk léttvín
Áhrif loftslagsbreytinganna í heiminum eru margs konar. Með hækkandi hita bendir flest til þess að vínrækt í Evrópu muni flytjast norðar í álfuna.
Bændur í Danmörku og á Skáni í Svíþjóð eru þegar farnir að prófa sig áfram með þrúgur og þar sem best gengur eru þeir farnir að framleiða rauð- og hvítvín. Nyrsta vínrækt í Evrópu telst núna vera á býli sem er skammt utan við Malmö í Svíþjóð þar sem er að finna um 20.000 vínviðarplöntur í ræktun.
Heimilisfólk á bænum segir að samkvæmt skráningum hafi mánuður bæst við ræktunartímabilið hjá þeim síðustu fjörutíu árin og það hafi gert þeim kleift að hefja vínviðarræktun fyrir fimmtán árum. Mælingar sýna að hitastig á Skáni hefur hækkað um 2° Celsíus frá þarsíðustu aldamótum.
Vínrækt er einnig talsverð í suðurhéruðum Bretlands, Kent og Sussex, þar sem er framleitt talsvert af freyðivíni.