Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Neysluskattur á kjöt gæti að mati sumra verið leið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Neysluskattur á kjöt gæti að mati sumra verið leið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Fréttir 2. febrúar 2018

Kjötskattur gegn loftslagsbreytingum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hugmyndir eru um að nauðsynlegt gæti reynst að taka upp kjötskatt til að draga úr kjötneyslu í heiminum og um leið draga úr áhrifum kjötframleiðslu til hlýnunar andrúmsloftsins.

Aukin kjötneysla og framleiðsla á kjöti, sérstaklega nautakjöti, er sögð standa fyrir um 15% af öllum gróðurhúsalofttegundum sem losað er út í andrúmsloftið. Auk þess sem mikil neysla á kjöti og aukin notkun sýklalyfja við kjötframleiðslu er alvarleg ógn við heilsu manna.

Raddir eru upp um að nauðsynlegt geti reynst að leggja á allt að 40% neysluskatt á kjöt til að draga úr neyslu þess. Umræður um skattlagninguna hafa þegar átt sér stað meðal stjórnvalda í Þýskalandi, Danmörk og Svíþjóð og stjórnvöld í Kína stefna að því að draga úr kjötneyslu í landinu um 45%.

Meðmælendur skattsins segja aftur á móti að á sama tíma og skatturinn muni draga úr neyslu á kjöti og þar af leiðandi framleiðslu muni hann stuðla að betri lýðheilsu. Draga muni úr offitu, sykursýki, hjartaáföllum og krabbameini og ekki síst úr notkun sýklalyfja og hættunni á að sýklalyfjaónæmar bakteríur valdi dauða milljóna manna í framtíðinni.

Andstæðingar skattlagningar­innar kalla skattinn syndaskatt og segja hann muni einungis leiða til meiri kostnaðar fyrir neytendur og hærri tekna hins opinbera.

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...