Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Neysluskattur á kjöt gæti að mati sumra verið leið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Neysluskattur á kjöt gæti að mati sumra verið leið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Fréttir 2. febrúar 2018

Kjötskattur gegn loftslagsbreytingum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hugmyndir eru um að nauðsynlegt gæti reynst að taka upp kjötskatt til að draga úr kjötneyslu í heiminum og um leið draga úr áhrifum kjötframleiðslu til hlýnunar andrúmsloftsins.

Aukin kjötneysla og framleiðsla á kjöti, sérstaklega nautakjöti, er sögð standa fyrir um 15% af öllum gróðurhúsalofttegundum sem losað er út í andrúmsloftið. Auk þess sem mikil neysla á kjöti og aukin notkun sýklalyfja við kjötframleiðslu er alvarleg ógn við heilsu manna.

Raddir eru upp um að nauðsynlegt geti reynst að leggja á allt að 40% neysluskatt á kjöt til að draga úr neyslu þess. Umræður um skattlagninguna hafa þegar átt sér stað meðal stjórnvalda í Þýskalandi, Danmörk og Svíþjóð og stjórnvöld í Kína stefna að því að draga úr kjötneyslu í landinu um 45%.

Meðmælendur skattsins segja aftur á móti að á sama tíma og skatturinn muni draga úr neyslu á kjöti og þar af leiðandi framleiðslu muni hann stuðla að betri lýðheilsu. Draga muni úr offitu, sykursýki, hjartaáföllum og krabbameini og ekki síst úr notkun sýklalyfja og hættunni á að sýklalyfjaónæmar bakteríur valdi dauða milljóna manna í framtíðinni.

Andstæðingar skattlagningar­innar kalla skattinn syndaskatt og segja hann muni einungis leiða til meiri kostnaðar fyrir neytendur og hærri tekna hins opinbera.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...