Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Mælingar á rennsli og magni uppleysts kolefnis sem berst út úr skóginum á Sandlækjarmýri.
Mælingar á rennsli og magni uppleysts kolefnis sem berst út úr skóginum á Sandlækjarmýri.
Mynd / Bjarni Diðrik Sigurðsson
Fréttir 10. janúar 2020

Skortur á gögnum fyrir áreiðanlegt losunarbókhald

Höfundur: smh
Nýlega birtist yfirlitsgrein í tímaritinu Biogeosciences um rannsóknir á áhrifum skógræktar á framræst mýrlendi varðandi losun og bindingu gróðurhúsalofttegunda. Íslenskir vísinda­menn voru þátttakendur í rannsóknunum. Meðal niðurstaðna hennar er að bindistuðlar milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna sem notaðar séu til að meta loftslagsáhrif landnýtingar séu ónákvæmir og að skortur sé á bakgrunnsupplýsingum til að þróa þá betur.
 
Íslensku vísindamennirnir eru þeir Bjarni Diðrik Sigurðsson og Hlynur Óskarsson, starfsmenn Landbúnaðarháskóla Íslands, auk Brynhildar Bjarnadóttur sem starfar við Háskólann á Akureyri en rannsóknirnar voru unnar í samstarfi við vísindamenn frá Norðurlöndunum. 
 
Á við um allt framræst land
 
Bjarni segir að þótt greinin fjalli um áhrif skógræktar þá eigi það sem þarna komi fram í raun um stöðu vísindalegrar þekkingar um allt framræst landbúnaðarland og hvaða þættir það eru sem hafa áhrif á loftslagsáhrif þess. „Það er ekki bara á Íslandi þar sem þörf er á meiri rannsóknum á þessu sviði, heldur ekki síður í löndunum í kringum okkur. Ekki síst í Finnlandi, landi vatnanna, þar sem tiltölulega stór hluti skógræktar- og ræktarlands hefur verið ræstur fram. Það er skemmtilegt að rannsóknir okkar hérlendis nýtast einnig og vekja athygli utan Íslands,“ segir Bjarni.
 
Sjónum var beint að bindingu og losun gróðurhúsalofttegundanna koldíoxíðs, metans og nituroxíðs. Greinin gefur yfirlit yfir öll þau ferli sem þarf að hafa í huga þegar loftslagsáhrif mótvægisaðgerða eins og skógræktar eru metin á framræstu mýrlendi og mismunandi rannsóknaaðferðir sem hægt er að beita við slíkt mat. Jafnframt er gefið yfirlit um stöðu þekkingar á mismunandi þáttum á Norðurlöndum og nálægum svæðum.
 
Þörf á betri bindi- og losunarstuðlum
 
Í greininni kemur fram að mælingar á öllum þeim mismunandi þáttum sem telja inn í loftslagsáhrif skógræktar á framræstu landi eru bæði kostnaðarsamar og vinnufrekar. Þess vegna verði aldrei fýsilegt að slíkar mælingar séu gerðar á öllum þeim framræstu svæðum sem skógrækt verður beitt sem mótvægisaðferð við framræsluna. Því sé mikilvægt að þróa betur svokallaða bindi- og losunarstuðla (e. emission factors) sem notaðir eru til að meta loftslagsáhrif landnýtingar – til dæmis vegna loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna.
 
Niðurstaða greinarinnar er sú að ennþá séu þessir bindistuðlar sem notaðir eru við kolefnisbókhald ríkjanna talsverðri óvissu háðir. Mikilvægt er að samhæfa betur aðferðafræði við ólíkar rannsóknir og hvaða aðrir vistkerfisþættir eru gefnir upp með niðurstöðunum, svo að auðveldara sé að bera þær saman þegar stuðlarnir eru bættir. Bent er á nokkur atriði sem hægt væri að laga þannig að áreiðanlegra mat fáist á loftslagsáhrifum skógræktar á framræstu mýrlendi:
  • Skortur er á bakgrunnsupplýsingum (umhverfis- og vistkerfisþættir) um vistkerfin sem rannsökuð eru. Vegna þess er ekki hægt að útbúa bindistuðla sem taka tillit til ólíkra umhverfisaðstæðna, en eru ekki bara einföld meðaltöl fyrir stór svæði.
  • Þegar handvirkar mæliaðferðir eru notaðar til að mæla bindingu og losun gróðurhúsalofttegunda er mikilvægt að tengja þær síritandi mælingum á til dæmis jarðvegshita eða stöðu grunnvatns þegar þær eru skalaðar upp í ársgildi.
  • Mikil þörf er á meiri vetrarmælingum á losun allra gróðurhúsalofttegundanna.
  • Það skortir mjög á að grunnvatnsstaða í framræstu landi hafi verið skráð þegar mælingar á losun eða bindingu gróðurhúsalofttegunda fara fram. Grunnvatnsstaðan er oft mikilvægasti þátturinn í hver heildaráhrifin eru.
  • Mikilvægt er að taka tillit til framvindu ræktaðra skóga þegar loftslagsáhrif skógræktar á framræstu landi eru metin; það er að tekið sé tillit til allrar vaxtarlotunnar. Áhrifin geta breyst með aldri skóganna.
Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...