Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting
Eins langt aftur og Íslandssagan nær hefur landnýting og búskapur verið órofa heild. Bændur hafa nýtt landið, gætt landsins, þekkt landið og síðast en ekki síst átt landið að töluverðu leyti.
Eins langt aftur og Íslandssagan nær hefur landnýting og búskapur verið órofa heild. Bændur hafa nýtt landið, gætt landsins, þekkt landið og síðast en ekki síst átt landið að töluverðu leyti.
Landgræðslunni hefur verið falin umsjón með endurmati á losun gróðurhúsalofttegunda frá ræktarlöndum bænda.
Ýmislegt vantar upp á til að Ísland uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til okkar vegna loftslagsmála. Þetta á sérstaklega við varðandi kröfur tengdar landnýtingarhluta Parísarsamningsins.
Við lestur reglugerðarinnar læddist að manni sá grunur að reglugerðin hafa verið samin af aðilum sem ekki þekkja til íslenskra aðstæðna og stuðst hafi verið við – og meira og minna verið þýtt - beint úr erlendu skjali.
Lög um landgræðslu nr. 155/2018 voru samþykkt 14. desember 2018 með 60 atkvæðum (þrír fjarstaddir). Í lögunum er grunntónn sjálfbær landnýting.
Drög að reglugerð frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu um leiðbeiningar og viðmið um sjálfbæra landnýtingu hafa verið í umsagnarferli í samráðsgátt stjórnvalda. Greinilegt er af fjölda umsagna að reglugerðardrögin eru mjög umdeild.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út leiðbeiningar um flokkun landbúnaðarlands. Með leiðbeiningunum er lögð áhersla á að flokka land sem nýtist til ræktunar á matvælum og fóðri, með tilliti til fæðuöryggis og jarðalaga. Niðurstöður flokkunar er ætlað að nýtast sveitarfélögum sem forsendur við skipulagsákvarðanir um landnotkun við ger...
Kjöt skiptir sköpum við að fæða jarðarbúa að mati vísindamanna við háskóla í Skotlandi og hafa þeir bent á að það sé ekki umhverfisvænna að skipta yfir í vegan fæði.
Nýlega birtist yfirlitsgrein í tímaritinu Biogeosciences um rannsóknir á áhrifum skógræktar á framræst mýrlendi varðandi losun og bindingu gróðurhúsalofttegunda. Íslenskir vísindamenn voru þátttakendur í rannsóknunum.
Í tölvupósti sem Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands sendu Skúla Eggertssyni ríkisendurskoðanda 28. ágúst síðastliðinn er ábending til embættisins um að vafi leiki á að framkvæmd gæðastýringar í sauðfjárrækt standist lög og lögmæta stjórnsýsluhætti.
Á dögunum var haldin fagráðstefna skógræktar 2019. Þar voru flutt fjölmörg áhugaverð erindi. Meðal annars flutti Árni Bragason landgræðslustjóri erindi um aðgerðir í loftslagmálum – áherslur landgræðslunnar.
Í lok síðasta árs var birt grein í alþjóðlega vísindaritinu Agriculture, Ecosystems & Environment þar sem fram kemur að áhrif aukinnar landnýtingar á fjölda mófugla geti bæði verið jákvæð og neikvæð, slíkt fari eftir aðliggjandi búsvæðum.
Í bókinni Af hverju strái fjallar dr. Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur um heimildir um umhverfissögu Íslands frá 1300 til 1700. Heimildir Árna hafa fæstar verið skoðaðar áður að einhverju ráði með tilliti til umhverfissögu og niðurstaða rannsóknarinnar kemur á óvart.
Í sumar hefur verið fjallað töluvert hér í blaðinu og í fleiri fjölmiðlum um umfangsmikil jarðakaup erlendra auðmanna sem að flestra mati teljast til óheillaþróunar.
Rannsóknir benda til að maðurinn hafi fyrst farið að hafa teljandi áhrif á umhverfi sitt og vistkerfi fyrir um tólf þúsund árum með veiðum, söfnun og ræktun. Í öðrum kafla skýrslu Sameinuðu þjóðanna um ástand jarðvegs og landnytja í heiminum, Global Land Outlook, er fjallað um sögu landnytja í heiminum.
Land og rétturinn til landnytja er ólíkur milli menningarsvæða. Íbúum iðnríkja er tamt að líta á eignarrétt á landi sem sjálfsagðan og þar með líka réttinn til að nýta landið. Í þróunarríkjunum er þessu víða ólíkt farið og hugmyndin um eignarhald óljósara og nýtingin á landi hluti af flóknum samfélagslegum hefðum og reglum.
Erfið staða er hjá mörgum sauðfjárbændum vegna lágs afurðaverðs. Þrátt fyrir það setti landsfundur Landssamtaka sauðfjárbænda nýlega metnaðarfulla stefnu til ársins 2027, meðal annars um kolefnisjöfnun og sjálfbærni til framtíðar.
Gæðakerfi við ýmiss konar framleiðslu hafa rutt sér til rúms á síðari árum. Tilgangurinn hefur fyrst og fremst verið að auka verðmæti, gæði og rekjanleika framleiðslunnar. Árið 2000 hófst gæðastýring í hrossarækt. Hún tekur á þáttum, sem lúta að áreiðanleika ætternis og uppruna hrossanna, velferð þeirra og verndun landgæða.
Ólafur A. Jónsson starfar sem sviðsstjóri á sviði náttúru hjá Umhverfisstofnun, en sviðið fer meðal annars með umsjón með friðlýstum svæðum á Íslandi – fyrir utan Vatnajökulsþjóðgarð og þjóðgarðinn á Þingvöllum.
Í grein sem birt var í Bændablaðinu þann 6.11. 2014., undir fyrirsögninni Landnýtingarkröfur án lagastoðar fjallaði ég um landnýtingarþátt reglugerðar nr. 1160/2013 um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu.