Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Lilja Jóhannesdóttir, starfsmaður Náttúrustofu Suðausturlands.
Lilja Jóhannesdóttir, starfsmaður Náttúrustofu Suðausturlands.
Mynd / úr einkasafni
Fréttir 22. janúar 2019

Ef úthaginn er rýr nýta mófuglar sér frekar landbúnaðarlöndin

Höfundur: smh
Í lok síðasta árs var birt grein í alþjóðlega vísindaritinu Agri­culture, Ecosystems & Environ­ment þar sem fram kemur að áhrif aukinnar landnýtingar á fjölda mófugla geti bæði verið jákvæð og neikvæð, slíkt fari eftir aðliggjandi búsvæðum.
 
Höfundur greinarinnar er Lilja Jóhannes­dóttir, starfsmaður Náttúrustofu Suðausturlands, ásamt starfsfélögum sínum á Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Suðurlandi. 
 
Greinin á rætur í doktorsverkefni Lilju sem hún lauk árið 2017 og var hluti af stærri rannsókn á vegum Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi sem ber heitið Tengsl landnotkunar og verndar farfugla á láglendi Íslands. 
 
Bændur ætla að auka flatarmál ræktað lands
 
Lilja segir að í fyrri rannsóknum hennar hafi hún kannað viðhorf bænda á Íslandi til samspils landnýtingar og fuglaverndar, þar sem fram hafi komið að meirihluti íslenskra bænda ætli að auka flatarmál ræktað lands í sínum búrekstri á næstu árum. „Breytt landnýting hefur óhjákvæmilega áhrif á þær fuglategundir sem nýta landið og við sem stöndum að rannsókninni vildum skoða hver þau áhrif yrðu. Í dag er um helmingur alls ræktaðs lands á Íslandi á framræstu votlendi og ekki ólíklegt að áætla að fyrirhuguð aukning muni leiða til taps á votlendi. Votlendi er gríðar mikilvægt fyrir mófugla og því var ákveðið að skoða hver áhrifin af breyttu framboði þessara tveggja búsvæða, ræktað lands og votlendis, yrðu á fjölda algengustu fuglategunda sem finnast í mósaík úthaga og landbúnaðarlands. Sex algengustu vaðfuglategundirnar í úthaga á Íslandi voru skoðaðar í þessari rannsókn; hrossagaukur, jaðrakan, lóuþræll, stelkur, spói og lóa. Allar þessar tegundir hafa hnignandi stofna á heimsvísu og berum við samkvæmt alþjóðasamningum ábyrgð á að þeim fækki ekki.“
 
Ræktað land getur komið mófuglum til góða
 
Að sögn Lilju benda niðurstöður greinarinnar til að áhrif af aukinni ræktun séu mismunandi eftir landslagi og frjósemi búsvæða. „Þar sem úthaginn er frjósamur kjósa fuglarnir heldur að nýta náttúruleg búsvæði fremur en ræktað land en þar sem úthaginn er rýrari virðist sem að í ræktuðu landi skapist aðstæður sem nýtast fuglunum. Einnig kom í ljós, sem ekki er óvænt, að betra er fyrir mófugla að hafa meira votlendi í umhverfinu, jafnvel þar sem þeir kjósa að verpa í þurrlendi,“ segir Lilja Jóhannesdóttir. 
Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...