Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.

Fréttir 22. janúar 2019
Höfundur: smh
Í lok síðasta árs var birt grein í alþjóðlega vísindaritinu Agriculture, Ecosystems & Environment þar sem fram kemur að áhrif aukinnar landnýtingar á fjölda mófugla geti bæði verið jákvæð og neikvæð, slíkt fari eftir aðliggjandi búsvæðum.
Höfundur greinarinnar er Lilja Jóhannesdóttir, starfsmaður Náttúrustofu Suðausturlands, ásamt starfsfélögum sínum á Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Suðurlandi.
Greinin á rætur í doktorsverkefni Lilju sem hún lauk árið 2017 og var hluti af stærri rannsókn á vegum Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi sem ber heitið Tengsl landnotkunar og verndar farfugla á láglendi Íslands.
Bændur ætla að auka flatarmál ræktað lands
Lilja segir að í fyrri rannsóknum hennar hafi hún kannað viðhorf bænda á Íslandi til samspils landnýtingar og fuglaverndar, þar sem fram hafi komið að meirihluti íslenskra bænda ætli að auka flatarmál ræktað lands í sínum búrekstri á næstu árum. „Breytt landnýting hefur óhjákvæmilega áhrif á þær fuglategundir sem nýta landið og við sem stöndum að rannsókninni vildum skoða hver þau áhrif yrðu. Í dag er um helmingur alls ræktaðs lands á Íslandi á framræstu votlendi og ekki ólíklegt að áætla að fyrirhuguð aukning muni leiða til taps á votlendi. Votlendi er gríðar mikilvægt fyrir mófugla og því var ákveðið að skoða hver áhrifin af breyttu framboði þessara tveggja búsvæða, ræktað lands og votlendis, yrðu á fjölda algengustu fuglategunda sem finnast í mósaík úthaga og landbúnaðarlands. Sex algengustu vaðfuglategundirnar í úthaga á Íslandi voru skoðaðar í þessari rannsókn; hrossagaukur, jaðrakan, lóuþræll, stelkur, spói og lóa. Allar þessar tegundir hafa hnignandi stofna á heimsvísu og berum við samkvæmt alþjóðasamningum ábyrgð á að þeim fækki ekki.“
Ræktað land getur komið mófuglum til góða
Að sögn Lilju benda niðurstöður greinarinnar til að áhrif af aukinni ræktun séu mismunandi eftir landslagi og frjósemi búsvæða. „Þar sem úthaginn er frjósamur kjósa fuglarnir heldur að nýta náttúruleg búsvæði fremur en ræktað land en þar sem úthaginn er rýrari virðist sem að í ræktuðu landi skapist aðstæður sem nýtast fuglunum. Einnig kom í ljós, sem ekki er óvænt, að betra er fyrir mófugla að hafa meira votlendi í umhverfinu, jafnvel þar sem þeir kjósa að verpa í þurrlendi,“ segir Lilja Jóhannesdóttir.
Fréttir 12. mars 2025
Lyfta heildinni með samstarfi
Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...
Fréttir 12. mars 2025
Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...
Fréttir 12. mars 2025
Búvélasali nýr formaður FA
Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...
Fréttir 11. mars 2025
Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...
Fréttir 11. mars 2025
Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum
Fasteignaskattar og úrgangsmál voru hitamál á deildarfundi landeldisbænda.
Fréttir 11. mars 2025
Skólpið tekið til kostanna
Unnið er að valkostagreiningu varðandi lausnir fyrir endurbætur á skolphreinsun ...
Fréttir 11. mars 2025
Kalla eftir úttekt á stöðu greinarinnar
Á deildarfundi svínabænda á dögunum var samþykkt ályktun þar sem lýst er þungum ...
Fréttir 10. mars 2025
Ný stefna skógarbænda
Staða skógarbænda er góð að mati að mati Laufeyjar Leifsdóttur, varaformanns búg...
12. mars 2025
Stytting á eldistíma holdablendinga borgar sig
12. mars 2025
Varað við hraðri orkuuppbyggingu með vindmyllugörðum
12. mars 2025
Kýrlaus varla bjargast bær
12. mars 2025
Tekist á um hvar málefni dýravelferðar eigi að liggja
12. mars 2025