Fræðsluvefur um raddir vorsins
Mófuglar er alþýðuheiti yfir algengustu tegundir fugla sem finna má í íslenska úthaganum, eða móanum, og eru blanda af vaðfuglum, spörfuglum og einum hænsnfugli, rjúpu. Þetta eru fuglarnir sem færa flestum vorið og mynda hljóðheim íslenska sumarsins.