Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um hagræðingu í fyrirkomulagi slátrunar og kjötvinnslu.

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undanþáguheimildir frá samkeppnislögum, sem heimila kjötafurðastöðvum að sameinast og hafa tiltekið samráð sín á milli, stríði gegn stjórnskipunarlögum og hafi því ekki lagagildi.

Dómurinn varðaði synjun Samkeppniseftirlitsins á kröfu heildverslunarinnar Innnes um íhlutun vegna háttsemi framleiðendafélaga. Kröfunni var synjað á þeim grundvelli að ekki væri lengur á valdsviði eftirlitsins að grípa til íhlutunar vegna heimilda sem settar hefðu verið með breytingarlögunum. Innnes byggði málatilbúnað sinn á því að breytingarlögin brytu gegn 44. gr. stjórnarskrárinnar sem kveður á um að ekkert lagafrumvarp megi samþykkja fyrr en það hefur verið rætt við þrjár umræður á Alþingi.

„Eðli málsins samkvæmt eru breytingar gerðar á frumvörpum, enda er það tilgangurinn með því að hafa þrjár umræður um frumvarp áður en það verður að lögum. Hins vegar er ekki kýrskýrt samkvæmt lögum hversu viðamiklar breytingarnar megi vera áður en um annað frumvarp sé að ræða,“ segir Katrín Pétursdóttir, lögfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands.

Málið fékk flýtimeðferð fyrir héraðsdómi. Dómurinn lýsi afstöðu til breytingarlaganna sem stjórnskipulegs álitaefnis. „Til að taka allan vafa af málinu hefði verið réttast samkvæmt dómnum að fara með breytingartillöguna sem nýtt mál og hefja þrjár umræður um það á ný,“ segir Katrín.

Stöðvi allar aðgerðir

Samkeppniseftirlitið hefur sent kjötafurðastöðvum og samtökum þeirra bréf þar sem þeim er tilkynnt að samkeppnislög gildi nú fullum fetum um samstarf og samruna kjötafurðastöðva, en lögin banna samruna án undangenginnar umfjöllunar eftirlitsins. Í bréfinu er því beint til kjötafurðastöðva að þær stöðvi þegar í stað hvers konar aðgerðir sem farið geta gegn samkeppnislögum og stofnast hefur til á grundvelli undanþáguheimildanna. Þá eru þær beðnar að varðveita allar upplýsingar og gögn sem varpa ljósi á alla háttsemi sem tengjast samruna eða samstarfi á grundvelli þeirra. Þá er þeim, sem og öllum hagsmunaaðilum öðrum, gefinn kostur á að koma á framfæri sjónarmiðum sem kunna að nýtast nú í framhaldi og er þeim gefinn frestur til mánudags til þess.

KS fer að tilmælum

Ekki liggur fyrir hvort Samkeppniseftirlitið muni áfrýja málinu til Hæstaréttar en að mati Samtaka fyrirtækja í landbúnaði (SAFL) er nauðsynlegt að það verði gert. Samtökin hafa sent Samkeppniseftirlitinu bréf þess efnis, sem nálgast má á vef SAFL. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri samtakanna, segir niðurstöðu héraðsdóms koma mjög á óvart. „Sérstaklega í ljósi þess að matvælaráðherra tók það skýrt fram þegar hún mælti fyrir frumvarpinu að þingið skyldi gera þær breytingar sem talin væri þörf á að gera til að styðja við markmið laganna. Niðurstaðan skapar mikla réttaróvissu og ég tel óhjákvæmilegt að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar til að eyða henni svo fljótt sem auðið er.“

Undir það tekur Sigurjón R. Rafnsson, aðstoðarkaupfélagsstjóri KS og stjórnarformaður SAFL. „Það liggur fyrir að ekki verður haldið áfram meðan óvissuástand ríkir en við, eins og flestir aðrir sem hafa tjáð sig, erum að vona að Samkeppniseftirlitið áfrýi dómnum. Að sjálfsögðu verður farið að tilmælum eftirlitsins og við undirbúum svar til þeirra þar sem okkur er gefinn kostur á að koma okkar sjónarmiðum á framfæri.“

Frá því undanþáguheimildirnar voru samþykktar í apríl hefur KS keypt Kjarnafæði Norðlenska og einnig liggur nú fyrir samþykkt kauptilboðs KS í sláturhús og kjötvinnslu B. Jensen. Síðastliðinn miðvikudag kynntu forsvarsmenn KS hugmyndir fyrirtækisins að breyttu fyrirkomulagi slátrunar og kjötvinnslu á Norðurlandi.

– Sjá nánar á síðu 2 í nýju Bændablaði sem kom út í dag

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...