Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Endurmat á losun frá ræktarlöndum
Fréttir 23. febrúar 2023

Endurmat á losun frá ræktarlöndum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Landgræðslunni hefur verið falin umsjón með endurmati á losun gróðurhúsalofttegunda frá ræktarlöndum bænda.

Tilgangurinn er að afla nýrra gagna með uppfærslu á losunarstuðlum fyrir mismunandi jarðvegsgerðir svo bæta megi losunarbókhald Íslands gagnvart alþjóðlegum skuldbindingum í loftslagsmálum.

Frá árinu 2018 hafa gögn Rannsóknastofnunar landbúnaðarins frá 1975 verið notuð til að áætla losun gróðurhúsalofttegunda í íslenskum steinefnajarðvegi, sem telst vera um 55 prósent alls ræktarlands Íslands.

Lífrænn jarðvegur á framræstu landi telst vera um 45 prósent ræktarlands. Stór hluti heildarlosunar gróðurhúsalofttegunda frá landnýtingarhluta landbúnaðarins er áætlaður frá þessum landnýtingar- flokki, en ekki er til íslenskur reiknistuðull fyrir losun frá þessu landi og því hefur verið notast við stuðla sem milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar gefur út.

Möguleikar á að telja sér bindingu til tekna

Samkvæmt skuldbindingum Íslands gagnvart Evrópusambandinu telst losun gróðurhúsalofttegunda frá íslenskum landbúnaði vera á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Landnýtingarhluti landbúnaðarins, sem innifelur uppgjör frá ræktarlöndum og skógrækt, er það hins vegar ekki í dag. Hann fellur í flokkinn landnotkun, breytt landnotkun og skógrækt (LULUCF). Þó þarf að gera grein fyrir þeirri losun í losunarbókhaldi Íslands gagnvart alþjóðlegum skuldbindingum í loftslagsmálum. Möguleikar eru á að telja bindingu koltvísýrings í þeim flokki að einhverju leyti sér til tekna í losunarbókhaldinu.

Nú liggur fyrir að Ísland þarf að gera upp skuldir sínar á þessu ári vegna skuldbindinga gagnvart seinni Kýótóbókuninni, tímabilið 2013 til 2020. Ísland losaði á tímabilinu tæpar 7,7 milljónir tonna koltvísýringsígilda (CO2- íg) umfram heimildir. Leyfilegt var að telja tæplega 4,3 milljónir tonna CO2-íg fram til frádráttar sem bindingareiningar.

Þar af leiðandi var losun Íslands á þessu tímabili um 3,4 milljónir tonna CO2-íg umfram losunarheimildir og bindingareiningar – og Ísland þarf að kaupa losunarheimildir fyrir þessu magni. Kaupverð á losunarheimildum liggur ekki fyrir en í fjárlögum 2023 er gert ráð fyrir 800 milljóna króna fjárheimildum vegna uppgjörsins.

- Sjá nánar í fréttaskýringu á blaðsíðum 20–21 í fjórða tölublaði Bændablaðsins sem kom út í dag

Skylt efni: landnýting | loftslagsmál

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...