Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það
Ég fletti Bændablaðinu eins og venjulega. Þar er síðustu misserin mikið skrifað um kolefnisbindingu, loftslagsvænan landbúnað, sjálfbærni, líffræðilegan fjölbreytileika, gróðurhúsalofttegundir, kolefnisfótspor landbúnaðarins, loftslagsbókhald, endurheimt vistkerfa (lesist mokað ofan í skurði) o.s.frv.