Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Loftslagsskýrsla um íslenska nautgriparækt
Mynd / smh
Fréttir 26. júní 2020

Loftslagsskýrsla um íslenska nautgriparækt

Höfundur: Ritstjórn

Starfshópur um loftslagsmál í nautgriparækt hefur skilað skýrslu til Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra. Í skýrslunni er lögð áhersla á að þau gögn verði bætt sem liggja til grundvallar losunarbókhaldinu í nautgriparækt.

Greint er frá útgáfu skýrslunnar á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Þar kemur fram að hópurinn hafi verið skipaður fyrr á árinu í framhaldi af undirritun samkomulags um breytingar á samningi um starfsskilyrði nautgriparæktar.

Hlutverk hópsins var að setja saman verk- og fjárhagsáætlun og að útfæra þau atriði sem miða að kolefnisjöfnun greinarinnar. Í skýrslunni leggur starfshópurinn megináherslu á að þeir fjármunir sem til ráðstöfunar verða fram að næstu endurskoðun búvörusamninga árið 2023 verði nýttir annars vegar til að bæta þau gögn sem liggja til grundvallar losunarbókhaldinu í nautgriparækt og hins vegar til fræðsluverkefna.  Þýðingarmikið er að bændur hafi aðgang að sem bestum gögnum um losun frá sínum búum, séu meðvitaðir um hana og þá möguleika sem þeir hafa til að draga úr henni. Fjármunir sem verða til ráðstöfunar eftir endurskoðunina 2023 verði síðan nýttir til að ýta undir beinar aðgerðir á búunum," segir á vefnum.

Skýrsla starfshóps um loftslagsmál

Skylt efni: loftslagsmál | Nautgripir

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...