Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Veljum íslenskt fyrir umhverfið og efnahaginn
Mynd / Bbl
Skoðun 4. ágúst 2020

Veljum íslenskt fyrir umhverfið og efnahaginn

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands - gunnar@bondi.is
Á sumarleyfistímum er lítið um að vera í hinu opinbera kerfi. Allir njóta þess að ferðast innanlands eins og ráðlegging þríeykisins hljómaði í upphafi sumars. Það er ánægjulegt að sjá og finna hversu Íslendingar eru duglegir að nýta það sem landið okkar hefur upp á að bjóða. Bæði í afþreyingu og þjónustu úti um allt land. Ferðaþjónustan í hinum dreifðu byggðum nýtur góðs af því þessar fáu vikur sem við leyfum okkur að hverfa frá amstri hversdagsins. Við sem einstaklingar beinum okkar viðskiptum að innlendum þjónustuaðilum sem nú sakna sárlega allra erlendu gestanna sem voru margfalt fleiri en búa hér á landinu bláa. Eitthvað er nú að glæðast í þeim efnum en ég hef talsverðar áhyggjur af þeim tíðindum sem berast frá Evrópu vegna svokallaðrar seinni bylgju kórónuveirunnar. Sums staðar er rætt um að taka upp ferðatakmarkanir að nýju sem vekur okkur til umhugsunar hversu lengi þetta ástand kemur til með að vara. Ferðaþjónustan á ekki sjö dagana sæla og þarf að þreyja þorrann og góuna. Rekstraraðilar sjá þegar fram á mikið tekjufall og margir ágætir starfsmenn í ferðaþjónustunni eru nú atvinnulausir. Í ljósi þess verðum við að treysta því að ríki og sveitarfélög ásamt bankakerfinu komi til með að sýna ástandinu skilning.
 
Kolefnisspor matvælaframleiðslunnar
 
Alltaf sprettur upp umræða um kolefnisspor íslensks landbúnaðar og sumir halda því fram að hann sé mesti skaðvaldur í öllum kolefnissporum landsins. Það er af og frá. Við höfum lifað í gegnum aldir á afurðum okkar hér heima og eigum að vera stolt af því. Það eru talsverð kolefnisspor af innflutningi og einnig af framleiðslunni í öðrum löndum. Við bændur getum lagt heilmikið af mörkum til þess að bregðast við loftslagsvandanum. Nýleg umhverfisstefna Bændasamtakanna rammar ágætlega inn vilja bænda. Við viljum stunda landbúnað á Íslandi í sátt við náttúruna og alla þegna landsins. Það eru mörg tækifæri sem liggja í betri búskaparháttum og bændur geta sótt fram á mörgum sviðum. Við eigum til dæmis alltaf að keppa að bættri afurðasemi gripa, betri nýtingu á tilbúnum áburði og búfjáráburði, loftslagsvænni ræktunaraðferðum og nýta orkuna eins vel og hægt er. Þannig leggjum við okkar af mörkum.
 
Umræðan um loftslagsmálin er hins vegar flókin og tekur á sig ýmsar myndir. Það sem einum þykir augljós sannleikur einn daginn getur verið hin mesta bábilja þann næsta. Mér þótti athyglisvert að ræða plastnotkun við finnska kollega mína í garðyrkjunni fyrir nokkru. Þeir hafa fengið háskóla í Finnlandi til að gera úttekt á þeirra málum. Meðal annars var metið hvaða áhrif plastnotkun í gúrkuframleiðslu hefði á sótsporið. Niðurstaðan var sú að gúrka í plasti endist betur og er ekki nema tvo sólarhringa að vinna upp kolefnissporið sem tapast með rýrnun á vörunni ef ekkert væri plastið. Matarsóun er stór breyta sem þarf að taka tillit til. Það er mikið unnið með því að auka geymsluþol matvara og minnka þannig sóun. Þá þarf að framleiða færri gúrkur og sótsporið er minna fyrir vikið. Plastið er því ekki alslæmt! Í mínum huga er plastið ekki vandamálið ef við höfum farveg til að endurnýta eða endurvinna það. Þar eru fjölmargir möguleikar sem við erum ekki að nýta okkur í dag. 
 
Búskapur er eins og lífsins lotterí
 
Uppskera bænda er misjöfn milli landshluta og ekki hafa veðurguðirnir verið öllum jafn hliðhollir. Á Suðurlandi muna menn vart eftir annarri eins uppskeru af túnum á meðan bændur á Norðaustur- og Austurlandi hafa þurft að lifa við óhemju mikið kal í vor og takmarkaða uppskeru af endurrækt vegna þurrka og kulda á nóttunni. Útiræktað grænmeti er farið að streyma á markað en það er svona í meðallagi varðandi árstíma þar sem kuldi í vor seinkaði aðeins þroska. Kornakrar líta vel út á flestum stöðum og eru væntingar um góða uppskeru í haust. Það er nú samt ekkert öruggt í þessu lífi. 
 
Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir
Skoðun 12. desember 2024

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir

Kvenfélag Akrahrepps var stofnað 20. desember 1919 af bjartsýnum stórhuga konum.

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það
Skoðun 9. desember 2024

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það

Ég fletti Bændablaðinu eins og venjulega. Þar er síðustu misserin mikið skrifað ...

Matur handa öllum
Skoðun 12. nóvember 2024

Matur handa öllum

Nýlega hafa Eyjólfur Ingvi, formaður sauðfjárdeildar BÍ og Margrét Ágústa, framk...

Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...