Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Björgvin Stefán Pétursson.
Björgvin Stefán Pétursson.
Fréttir 23. janúar 2023

Útgáfa fyrstu vottuðu kolefniseininganna

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Yggdrasill Carbon hefur fengið útgefnar fyrstu íslensku vottuðu kolefniseiningarnar í bið.

Þær koma úr nýskógræktar­verkefni á vegum félagsins á Arnaldsstöðum í Fljótsdalshreppi. Framkvæmda­stjóri félagsins segir í frétta­tilkynningu að þetta sé stórt skref og hann finnur fyrir miklum áhuga hjá fyrirtækjum að tryggja sér þessar einingar. Björgvin Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri Yggdrasil Carbon, segir að þetta sé mikil viðurkenning fyrir þá miklu vinnu sem félagið hefur lagt í. Kolefniseiningarnar eru vottaðar af vottunarstofunni iCert eftir kröfum Skógarkolefnis Skógræktarinnar, sem byggt er á breska staðlinum UK Woodland Carbon Code. Einingarnar hafa verið gefnar út sem kolefniseiningar í bið í Loftslagsskrá og er hver og ein eining komin með raðnúmer. Fyrsta raðnúm­ erið er FCC­ICE­354­17­2027­ CC­1­00000000, og er gert ráð fyrir að sú eining fullgildist árið 2027.

Björgvin segir að vottaðar kolefniseiningar og virkir markaðir með þær séu lykillausn til að tryggja fjármagn í aðgerðir sem skila mælanlegum árangri með gagnsærri upplýsingagjöf. Þann 1. desember sl. útskýrði Bændablaðið í fréttaskýringu í hvaða farveg loftslagsverkefni þurfa að fara áður en hægt er að gefa út kolefniseiningar á móti losun.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...