Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Björgvin Stefán Pétursson.
Björgvin Stefán Pétursson.
Fréttir 23. janúar 2023

Útgáfa fyrstu vottuðu kolefniseininganna

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Yggdrasill Carbon hefur fengið útgefnar fyrstu íslensku vottuðu kolefniseiningarnar í bið.

Þær koma úr nýskógræktar­verkefni á vegum félagsins á Arnaldsstöðum í Fljótsdalshreppi. Framkvæmda­stjóri félagsins segir í frétta­tilkynningu að þetta sé stórt skref og hann finnur fyrir miklum áhuga hjá fyrirtækjum að tryggja sér þessar einingar. Björgvin Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri Yggdrasil Carbon, segir að þetta sé mikil viðurkenning fyrir þá miklu vinnu sem félagið hefur lagt í. Kolefniseiningarnar eru vottaðar af vottunarstofunni iCert eftir kröfum Skógarkolefnis Skógræktarinnar, sem byggt er á breska staðlinum UK Woodland Carbon Code. Einingarnar hafa verið gefnar út sem kolefniseiningar í bið í Loftslagsskrá og er hver og ein eining komin með raðnúmer. Fyrsta raðnúm­ erið er FCC­ICE­354­17­2027­ CC­1­00000000, og er gert ráð fyrir að sú eining fullgildist árið 2027.

Björgvin segir að vottaðar kolefniseiningar og virkir markaðir með þær séu lykillausn til að tryggja fjármagn í aðgerðir sem skila mælanlegum árangri með gagnsærri upplýsingagjöf. Þann 1. desember sl. útskýrði Bændablaðið í fréttaskýringu í hvaða farveg loftslagsverkefni þurfa að fara áður en hægt er að gefa út kolefniseiningar á móti losun.

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...