Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Björgvin Stefán Pétursson.
Björgvin Stefán Pétursson.
Fréttir 23. janúar 2023

Útgáfa fyrstu vottuðu kolefniseininganna

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Yggdrasill Carbon hefur fengið útgefnar fyrstu íslensku vottuðu kolefniseiningarnar í bið.

Þær koma úr nýskógræktar­verkefni á vegum félagsins á Arnaldsstöðum í Fljótsdalshreppi. Framkvæmda­stjóri félagsins segir í frétta­tilkynningu að þetta sé stórt skref og hann finnur fyrir miklum áhuga hjá fyrirtækjum að tryggja sér þessar einingar. Björgvin Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri Yggdrasil Carbon, segir að þetta sé mikil viðurkenning fyrir þá miklu vinnu sem félagið hefur lagt í. Kolefniseiningarnar eru vottaðar af vottunarstofunni iCert eftir kröfum Skógarkolefnis Skógræktarinnar, sem byggt er á breska staðlinum UK Woodland Carbon Code. Einingarnar hafa verið gefnar út sem kolefniseiningar í bið í Loftslagsskrá og er hver og ein eining komin með raðnúmer. Fyrsta raðnúm­ erið er FCC­ICE­354­17­2027­ CC­1­00000000, og er gert ráð fyrir að sú eining fullgildist árið 2027.

Björgvin segir að vottaðar kolefniseiningar og virkir markaðir með þær séu lykillausn til að tryggja fjármagn í aðgerðir sem skila mælanlegum árangri með gagnsærri upplýsingagjöf. Þann 1. desember sl. útskýrði Bændablaðið í fréttaskýringu í hvaða farveg loftslagsverkefni þurfa að fara áður en hægt er að gefa út kolefniseiningar á móti losun.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...