Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kínverjum hefur verið legið á hálsi fyrir að losa mest allra þjóða af koltvísýringi vegna brennslu á jarðefnaeldsneyti.  Í raun er drjúgur hluti þeirrar losunar til komin vegna framleiðslu á iðnvarningi fyrir aðrar þjóðir.
Kínverjum hefur verið legið á hálsi fyrir að losa mest allra þjóða af koltvísýringi vegna brennslu á jarðefnaeldsneyti. Í raun er drjúgur hluti þeirrar losunar til komin vegna framleiðslu á iðnvarningi fyrir aðrar þjóðir.
Fréttaskýring 3. september 2021

Kol eru enn undirstaðan í raforkuframleiðslu heimsins

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Brennsla kola til að knýja raforkuver er gríðarleg í heim­inum og virðist lítið lát vera á þrátt fyrir fallegt hjal á alþjóða­ráðstefnum sem helst virðist stefnt að því að koma inn sam­visku­biti hjá almenningi. Stórframleið­endur raforku halda samt ótrauð­ir áfram að nota kol. Á síðasta ári var kolefnisútblástur vegna raforkuframleiðslu í heim­inum meiri en þegar Parísar­sam­komulagið var undirritað 2015.

Á árinu 2020 var 61% af raforkuframleiðslu heimsins búin til með jarðefnaeldsneyti og þá aðallega kolum. Raforkueftirspurn dróst lítillega saman í heiminum á árinu 2020, eða um 0,1% samkvæmt tölum EMBER. Það var í fyrsta sinn síðan 2009 að samdráttur var mælanlegur í raforkunotkun. Það stóð þó ekki lengi Því í desember 2020 var eftirspurnin orðin meiri en í desember 2019. Á Indlandi hafði eftirspurnin þá aukist um 5%, um 2% í Evrópusambandsríkjunum, um 3% í Japan, um 2% í Suður-Kóreu, um 3% í Tyrklandi og um 2% í Bandaríkjunum (BNA).

Aukin eftirspurn eftir raforku í Kína á árinu 2020 leiddi til 2% aukningar á framleiðslu raforku með kolum þar í landi. Þannig var raforkueftirspurnin í Kína um 33% meiri á árinu 2020 en á árinu 2015. Aukningin nam meiru en öll eftirspurnin á Indlandi á árinu 2020. Kína ber nú ábyrgð á 53% af allri raforku sem framleidd er með kolum á heimsvísu, en það hlutfall var 44% árið 2015.

Kínverjar taka á sig skömmina fyrir aðrar þjóðir

Þessi raforkuframleiðsla með kolum í Kína er þó langt í frá til að þóknast eingöngu aukinni eftirspurn Kínverja sjálfra. Mjög drjúgan skerf af þessari auknu eftirspurn má rekja til iðnaðarframleiðslu fyrir aðra jarðarbúa. Þannig geta aðrar þjóðir sagst minnka sinn útblástur á CO2 með því að láta Kínverja framleiða fyrir sig hluti eins og sólorkuspegla, bílarafhlöður, rafmagnbíla, vind­myllur, farsíma, sjónvörp og margvísleg önnur raftæki. Einnig skip, strætisvagna og flugvélar. Svo benda kaupendur þessara tækja víða um heim, þar á meðal á Íslandi, yfirlætisfullir á Kínverja sem stærsta sökudólginn í kolefnislosun.

Sautján ríki með yfir 2000 kolaorkuver

Á yfirstandandi ári eru 1.082 kola­orkuver í rekstri í Kína samkvæmt nýjustu tölum Statista yfir orku og umhverfi og kolaorku í 17 löndum. Þá eru 281 kolaorkuver á Indlandi og 252 í Bandaríkjunum. Síðan kemur Japan með 87 kolaorkuver, Rússland með 85, Indónesía með 77, Þýskaland er í sjöunda sæti með 74 og Pólland í því áttunda með 50. Þar á eftir kemur Tyrkland með 32 kolaorkuver, Tékkland með 29, Víetnam með 25 og Filippseyjar með 23. Suður-Kórea er svo með 22 kolaorkuver, Kasakstan er með 21, Úkraína er með 21, Taívan er með 20 og Ástralía er í sautjánda sæti með 19 kolaorkuver.

Aukin raforkuframleiðsla með hreinni orku heldur ekki í við eftirspurn

Þrátt fyrir mikla kolanotkun við raforkuframleiðslu eru farin að sjást teikn á lofti um einhvern viðsnúning, allavega í sumum ríkjum. Þannig dróst kolanotkun við raforkuframleiðslu saman um 4% á árinu 2020, eða um 346 Terawattstundir. Það stafar að vísu að einhverju leyti af samdrætti í iðnaði. Jákvæði þátturinn er að raforkuframleiðsla á heimsvísu með sólar- og vindorku jókst á sama tíma um 314 Terawattstundir, eða um meira en nemur heildarframleiðslu Breta á raforku. Þetta er samt langt frá samþykktum alþjóðlegum markmiðum um orkuskipti.

Jarðvegsauðlind Íslands
Fréttaskýring 11. desember 2024

Jarðvegsauðlind Íslands

Jarðvegur er ein mikilvægasta náttúruauðlind jarðar sem trauðla er hægt að endur...

Helsta ógn við lýðheilsu í dag
Fréttaskýring 29. október 2024

Helsta ógn við lýðheilsu í dag

Íslendingar nota mun meira af sýklalyfjum fyrir fólk en Norðurlandaþjóðirnar en ...

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð
Fréttaskýring 27. september 2024

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð

Unnið er að veglagningu í Hornafirði, styttingu hringvegarins um Hornafjarðarflj...

Betur má ef duga skal
Fréttaskýring 13. september 2024

Betur má ef duga skal

Tæp 2.000 tonn af heyrúlluplasti skiluðu sér í endurvinnslu árið 2023. Enn eru u...

Vindmyllur þyrla upp moldviðri
Fréttaskýring 30. ágúst 2024

Vindmyllur þyrla upp moldviðri

Nú stefnir allt í að fyrsta vindorkuver Íslands rísi á næstu tveimur árum. Lands...

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði
Fréttaskýring 16. ágúst 2024

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði

Skortur á koltvísýringi og óöryggi við afhendingu hans hefur hamlandi áhrif á yl...

Orsakir kals og möguleg viðbrögð
Fréttaskýring 5. júlí 2024

Orsakir kals og möguleg viðbrögð

Talsverðar kalskemmdir eru á Norðurlandi í ár og virðist tjónið vera útbreiddast...

Vanefndir stjórnvalda
Fréttaskýring 21. júní 2024

Vanefndir stjórnvalda

Nýlega bárust fréttir af nípuræktun í Þurranesi í Dölum og á síðasta ári var sag...