Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kúrbítsræktun á Flúðum í Hrunamannahreppi.
Kúrbítsræktun á Flúðum í Hrunamannahreppi.
Mynd / smh
Fréttir 23. febrúar 2022

Sveitarfélög setja sér sameiginlega loftslagsstefnu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sveitarfélögin fjögur í Upp­sveitum Árnessýslu, auk Flóa­hrepps, hafa samþykkt að setja sér sameiginlega loftslagsstefnu og hefur verið ákveðið í því sambandi að ráða verkefnisstjóra sem stýrir verkefninu.

Samkvæmt 5. grein laga um loftslagsmál ber sveitarfélögum að setja sér loftslagsstefnu. Markmið laganna er að hið opinbera fari fram með góðu fordæmi þegar kemur að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að setja sér metnaðarfull markmið og móta aðgerðir til að fylgja þeim eftir. Tilgangur loftslagsstefnu er að auðvelda sveitarfélögum að draga markvisst úr áhrifum vegna losunar gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi sinni og vera til fyrirmyndar með því að hafa bein og óbein áhrif á loftslagsskuldbindingar Íslands. Stefnan skal innihalda skilgreind markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisjöfnun sveitarfélagsins ásamt aðgerðum svo að þeim markmiðum verði náð.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...