Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Stjórnmálamenn ESB skoða álagningu loftslagsskatta á innfluttar vörur
Fréttir 3. október 2019

Stjórnmálamenn ESB skoða álagningu loftslagsskatta á innfluttar vörur

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Hugmyndir um kolefniskatta á landbúnaðarvörur og aðrar vörur sem fluttar eru til ESB-landa gæti lamað landbúnaðarfram­leiðslu í mörgum viðskipta­lönd­um ESB. Eina leiðin til að mæta því að mati sérfræðings hjá Samtökum norskra landbúnaðar­samvinnufélaga er að tekin verði upp þverpólitísk og sambærileg viðskiptastefna í löndum eins og Noregi. Sú stefna geri sömu kröfur til innflutnings og gerðar séu til innlendrar framleiðslu, m.a. hvað varðar notkun sýklalyfja. 
 
Arne Ivar Sletnes, yfirmaður alþjóða­mála hjá hjá Samtökum norskra land­búnaðarsamvinnufélaga.
Grænu flokkarnir urðu sigur­vegarar í sveitarstjórnar­kosning­unum í Noregi 9. september. Þá var kosið í sveitarstjórnir og á fylkisþing. Það blæs líka grænn vindur utan landamæra landsins, segir í grein í Bondebladet í Noregi í síðustu viku. 
 
Umbreytinga í átt að grænni viðskiptastefnu í ESB
 
„Margt bendir til meiri umbreytinga í átt að grænni viðskiptastefnu í ESB næstu fimm árin,“ segir Arne Ivar Sletnes, yfirmaður alþjóða­mála hjá Samtökum norskra land­búnaðar­samvinnufélaga (Norsk Landbruksamvirke), sem er eins konar SÍS þeirra Norðmanna. 
 
Sletnes segir að kosningin á nýtt Evrópuþing í sumar hafi leitt til mikils uppgangs Græningja og fyrir flokka sem nú hafa sameinast undir heitinu „Endurnýjum Evrópu“. Þessir tvö stjórnmálaöfl muni hafa veruleg áhrif á Evrópuþinginu.
 
Vaxandi krafa um sjálfbæra framleiðslu
 
Græningjar krefjast viðskipta­stefnu sem stuðli að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, styrkja umhverfis­gildi, standa vörð um réttindi starfsmanna og gera mögulegt að ná 17 alþjóðlegum sjálfbærni­markmiðum. Stjórnmála­aflið „Endurnýjun Evrópu“ deilir að mestu grænum hugmyndum hvað varðar viðskiptastefnu um sjálfbæra þróun, segir sérfræðingurinn Sletnes.
 
Krafa um loftslagsskatt
 
Ursula von der Leyen, nýráðinn forseti framkvæmda­stjórnar Evrópu­sambandsins.
Sletnes bendir á að þessir flokkar séu ekki einir á þessari línu. Nýráðinn forseti fram­kvæmda­stjórnar Evrópu­sambandsins, hin þýska Ursula von der Leyen, hefur svarað kröfum þingsins. Hún leggur áherslu á loftslag, sjálfbærni og jafna dreifingu sem lykil­verkefni í stefnu ESB.
 
„Meðal áþreifanlegra aðgerða í alþjóðaviðskiptum leggur hún til að sett verði kolefnisgjald við ytri landamæri ESB. Þetta mun koma í veg fyrir „kolefnisleka“, gera innfluttar vörur með meiri losun gróðurhúsalofttegunda dýrari og hjálpa þannig til við að draga úr hlýnun jarðar,“ segir Sletnes.
„Ef innfluttar vörur eru að valda  meiri losun en gerð er krafa um í ESB verður lagður á þær einhvers konar loftslagsskattur. Nú er unnið að því að finna út hvernig hægt sé að útfæra þetta,“ segir hann í samtali við Bondebladet.
 
„Nánar tiltekið er þetta ekki komið mjög langt ennþá, en pólitísk umræða og viðleitni til að hugsa um hvernig hægt er að framkvæma þetta er komin lengra í ESB en í Noregi,“ segir Sletnes enn fremur.
 
Snýst um samkeppnishæfni
 
„Þessi hugsunarháttur er mikilvægur fyrir norskan landbúnað,“ segir Sletnes.
„Ef við eigum að hafa sjálfbæran landbúnað í Noregi, þá hlýtur það líka að vera arðbært að framleiða á sjálfbæran hátt. Þá verðum við að gera jafn strangar kröfur um vörur sem við flytjum inn og þær sem við framleiðum sjálf. Sífellt fleiri stjórnmálamenn í ESB eru talsmenn þessarar skoðunar,“ segir Sletnes.
 
Strangari kröfur varðandi norska framleiðslu en innflutta
 
Í dag gera Norðmenn strangari kröfur til eigin framleiðslu á mörgum sviðum en viðgengst í þeim löndum sem þeir kaupa vörur frá. Þetta leiðir til hærra framleiðsluverðs á norskum vörum, samanborið við innflutningsvörurnar.
 
„Maður glatar samkeppnishæfni ef leggja þarf út í mikinn kostnað við að framleiða vörur á sjálfbæran hátt í Noregi þegar það sama gildir ekki gagnvart vörum sem fluttar eru inn. Til að viðhalda samkeppnishæfni verðum við að gera sambærilegar kröfur. Það er verið að talað um að setja sömu kröfur um losun gróðurhúsa­loft­tegunda og gerðar eru varðandi sýklalyfjanotkun,“ segir yfirmaður alþjóðamála hjá Samtökum norskra landbúnaðarsamvinnufélaga.
 
Innflutningur landbúnaðarafurða til Noregs er að aukast. Sletnes segir þetta vera vandamál. Það snúist um hvernig hægt sé að vera samkeppnishæfur án þess að það leiði til aukins innflutnings. Í þessu samhengi sé  þessi viðskiptastefna ESB afar mikilvæg.
 
Mun ESB vísa veginn?
 
„Norsku landbúnaðarsamtökin telja að við verðum að setja sömu kröfur um sjálfbærni varðandi innfluttar matvörur og gerðar eru  um matinn sem framleiddur er í Noregi. Við erum spennt að sjá hvort ESB, með sínum grænu breytingum á viðskiptastefnu sinni, geti vísað veginn í þá átt,“ segir hann.
 
Finnland verður í forystu­hlut­verki á  ESB þinginu í haust. Þeir kynntu nýlega forgangsröðun viðskipta­stefnu sinnar fyrir viðskipta­nefnd Evrópuþingsins.
 
„Ville Skinnari, viðskipta­ráð­herra Finnlands, sagði að viðskiptastefna yrði að tryggja háa umhverfisstaðla Evrópu og vernda neytendur. Hann sagði að loftslags­málin hefðu forgang og að Finnland muni kanna möguleika á að koma á loftslagsskattsfyrirkomulagi á vörur sem fluttar eru inn til ESB-ríkjanna,“ segir Sletnes.
 
Það sem gerist í þingkosningum skiptir mestu máli
 
Aftenposten kallaði niðurstöð­una í sveitarstjórnarkosningunum í síðustu viku „Græna skriðu“. 
„Þetta skiptir þó ekki miklu máli fyrr en það verða þingkosningar. Ef við sjáum  sömu þróun þá getur það skipt máli. Það er sama hvaða lit flokkarnir hafa, þeir verða að hugsa í þá átt. Allir segja að sjálfbær þróun sé afar mikilvæg. Þá verðum við líka að hugsa um það þegar kemur að okkar viðskiptastefnu,“ segir Arne Iver Sletnes. 
Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...