Hjónin Eyvindur Atli Ásvaldsson og Sæbjörg Freyja Gísladóttir eru með matvælavinnslu á Flateyri. Áður ráku þau fyrirtækið Kalksalt.
Hjónin Eyvindur Atli Ásvaldsson og Sæbjörg Freyja Gísladóttir eru með matvælavinnslu á Flateyri. Áður ráku þau fyrirtækið Kalksalt.
Mynd / Aðsent
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasósur á Flateyri úr íslenskum sveppum undir heitinu Villt að vestan.

Sæbjörg segir hjónin ekki hafa stefnt sérstaklega að þessari framleiðslu, en þau áttu áður fyrirtækið Kalksalt og framleiddu saltbætiefnafötur fyrir búfé á Flateyri. Þau seldu þann rekstur til annarra aðila í Austur-Húnavatnssýslu, en héldu byggingunum eftir.

Sæbjörg segist hafa mjög gaman af því að tína villisveppi og hefur Eyvindur í gegnum tíðina notað sveppina til matreiðslu, en hann er menntaður kokkur. Þar sem þau áttu byggingarnar á Flateyri áfram ákváðu þau að sækja um styrk hjá Högum til að gefa Eyvindi færi á að þróa sósurnar áfram, enda magnið af sveppunum orðið mikið. Þau hlutu þann styrk og er afurðin af því pakkasósur framleiddar úr íslenskum villisveppum. „Sósurnar fást í Hagkaup og fara að potast í aðrar búðir í mars,“ segir Sæbjörg.

Villisveppasósurnar eru unnar úr íslenskum afurðum.
Úrval af sósum og súpum

„Fyrsti styrkurinn var til að þróa furusveppa- og lerkisveppasósur,“ heldur Sæbjörg áfram, en síðan þá hafa þau sótt um og fengið fleiri styrki til að þróa aðrar sósur og súpur úr villisveppum. Til þess að eiga borð fyrir báru í slæmum sveppaárum hafa þau jafnframt þróað sósu úr Flúðasveppum. „Þróunarvinnan fer aldrei fram í tómarúmi. Eyvindur gerir grunninn, svo smakka ég og síðan leitum við álits hjá Flateyringum. Þær sósur sem við eigum núna eru gerðar í samstarfi á allri Flateyri.“

Sveppina tína hjónin ýmist sjálf eða fá aðra til að tína fyrir sig. „Við tökum þá svo heim í matvælavinnsluna okkar og hreinsum og þurrkum í sólarhring. Við höfum líka keypt þurrkaða sveppi frá skógarbændum um allt land. Eyvindur malar sveppina og blandar við þurrefni,“ segir Sæbjörg. Eftir það fer varan í litla átöppunarvél og pakkningarnar í kassa sem eru sendir í verslanir.

Auka nýtingarmöguleika skógarbænda

„Hluti ástæðunnar fyrir því að við förum út í þetta er að það eru mjög margir skógarbændur á Íslandi sem eru búnir að planta trjám í einhverja tugi ára og sveppir er einn nýtingarmöguleikinn sem er fyrir hendi sem er ekki mikið talað um. Það er að færast í aukana að fólk tíni sveppi, en með þessu vonumst við til að skógarbændur geti nýtt skóginn meira, annaðhvort með því að tína sjálfir eða gefa öðrum færi á að tína hjá sér,“ segir Sæbjörg. Hjónin vonast til þess að byggja upp sambönd við skógarbændur og komast í samstarf við fleiri.

„Sjálfbærni og nýting náttúrunnar og nærumhverfisins er leiðarljósið í öllu sem við gerum,“ segir Sæbjörg og tekur fram að þau setji vörurnar í umhverfisvænar umbúðir sem geta farið með lífrænu sorpi eða flokkast sem pappír. Pakkningarnar eru jafnframt smáar „af því að við þolum ekki stórar umbúðir þar sem varan er bara smá í botninn.“

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun
Fréttir 2. apríl 2025

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun

Á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni. Rabarbarafreyðivínið...

Skepnur út undan í almannavörnum
Fréttir 1. apríl 2025

Skepnur út undan í almannavörnum

Dýraverndarsamband Íslands telur brýnt að styrkja stöðu dýra í almannavarnaástan...

Skoða bryggju austan við Vík
Fréttir 31. mars 2025

Skoða bryggju austan við Vík

Fyrirtækið EP Power Minerals Iceland ehf. hyggst gera bryggju við Alviðruhamra á...

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni
Fréttir 28. mars 2025

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni

Nærandi ferðaþjónusta er ný nálgun í ferðaþjónustu sem miðar að því að leggja ræ...

Endingarmeira malbik og vegklæðing
Fréttir 28. mars 2025

Endingarmeira malbik og vegklæðing

Með því að blanda hágæða jarðbiki úr endurunnum þakdúki í malbik eða vegklæðingu...