Banani sem helst gulur
Mynd / Robson Melo
Utan úr heimi 7. apríl 2025

Banani sem helst gulur

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Breskir vísindamenn hafa þróað erfðabreytta banana sem verða ekki brúnir.

Bananarnir eru þróaðir af breska fyrirtækinu Tropic og hefur það fengið heimild til ræktunar þeirra á Filippseyjum. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja þessa banana koma sér vel í baráttunni gegn matarsóun. Eftir að hafa verið afhýddir eiga bananarnir að haldast ferskir í tólf klukkustundir. Þeir eiga jafnframt að þola meira hnjask í flutningum án þess að verða brúnir. Frá þessu greinir Guardian.

Tropic hefur jafnframt þróað banana sem eru lengur að þroskast en hefðbundnir bananar og eru þeir væntanlegir á markaði á þessu ári. Samkvæmt fulltrúa Tropic eru bananar fjórða mest ræktaða nytjaplanta heimsins, en jafnframt ein af þeim matvörum sem eru með minnsta geymsluþolið. Því hefur verið haldið fram að allt að helmingur banana fari til spillis og endi ekki sem fæða.

Erfðabreytingin felst í því að fjarlægja gen sem stjórnar framleiðslu ensíma er nefnast Polyphenol oxidase og gefa banönum brúnan lit. Sams konar erfðabreytingu hefur verið beitt til að stöðva framleiðslu sömu ensíma í eplum sem hafa verið seld í Bandaríkjunum frá árinu 2017. Minnkuð framleiðsla á Polyphenol oxidase hefur jafnframt gefið góða raun við framleiðslu á sveppum, tómötum, melónum og kíví.

Skylt efni: bananar

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...

Slæm staða á Reykjum
11. apríl 2025

Slæm staða á Reykjum

Nýtt smit gæti borist
14. apríl 2025

Nýtt smit gæti borist

Bæjarnöfn á ská og skjön
11. apríl 2025

Bæjarnöfn á ská og skjön

Stjörnuspá vikunnar
14. apríl 2025

Stjörnuspá vikunnar

Í lok vertíðar
14. apríl 2025

Í lok vertíðar

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f