Gin- og klaufaveiki kom upp í Ungverjalandi í byrjun mars. Umfangsmiklar
ráðstafanir hafa verið gerðar af hálfu stjórnvalda og Evrópusambandsins
til að hindra frekari smit.
Gin- og klaufaveiki kom upp í Ungverjalandi í byrjun mars. Umfangsmiklar ráðstafanir hafa verið gerðar af hálfu stjórnvalda og Evrópusambandsins til að hindra frekari smit.
Mynd / Pixabay
Utan úr heimi 4. apríl 2025

Gin- og klaufaveiki eftir hálfrar aldar hlé

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Eftir 50 ára hlé berjast Ungverjar nú aftur við gin- og klaufaveiki. Hún greindist 7. mars á stóru nautgripabúi nálægt landamærum Slóvakíu.

lóvakíu. Strangar ráðstafanir hafa verið gerðar af hálfu ungverskra dýraheilbrigðisyfirvalda og Evrópusambandsins til að hindra útbreiðslu gin- og klaufaveiki sem greindist í hjörð mjólkurkúa á Györsvæðinu í vesturhluta Ungverjalands.

Fimmtíu ár eru síðan veiran greindist síðast í landinu. Kjötútflutningsmarkaður Ungverjalands er í lamasessi, útflutningur kjöts af búpeningi óheimill og takmarkanir á flutningi dýra innanlands. Hefur víðast verið lokað fyrir innflutning ungversks kjöts af nautgripum, svínum, kindum og hjartardýrum, þ.e. hráu kjöti og mjólkurafurðum, m.a. í Bretlandi.

Varúðarástand er einnig í Slóvakíu þar sem Györ-Moson-Sopronsýsla liggur að landamærunum. Dýragörðum hefur verið lokað. Viðbrögð við uppkomu pestarinnar í Evrópusambandsríkjum og öðrum löndum þar sem hún er ekki landlæg, eru fyrst og fremst að aflífa öll móttækileg dýr í þeirri hjörð sem sýkingin greinist í og jafnvel nágrannabúum í varúðarskyni.

Skv. Matvælastofnun hefur gin- og klaufaveiki ekki greinst í neinu öðru ríki Evrópusambandsins. Hún er aftur á móti landlæg í mörgum löndum heims og smit getur borist með ýmsum hætti milli landa. Ein algengasta smitleiðin er ólöglega innflutt matvæli. Gin- og klaufaveiki greindist í Þýskalandi í upphafi þessa árs og hafði þá ekki greinst í Evrópusambandsríki síðan 2011. Aðgerðir í Þýskalandi tókust vel og veiran var fljótt upprætt. Engin þekkt tenging er milli smitsins í Þýskalandi og þess sem nú kom upp í Ungverjalandi.

Gin- og klaufaveikiveiran sýkir ekki fólk og því stafar ekki hætta af umgengni við sýkt dýr né neyslu afurða. 

Skylt efni: gin- og klaufaveiki

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...