Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra var í för með Bændasamtökunum og átti samtöl við bændur. Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, er í bakgrunni.
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra var í för með Bændasamtökunum og átti samtöl við bændur. Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, er í bakgrunni.
Mynd / BÍ
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefnin sem voru til umræðu snéru að vandamálum í nýliðun í landbúnaði, afkomuvanda, búvörusamningum og tollvernd.

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra var í för með Bændasamtökunum og segir hún að ánægjulegt hafi verið að fá tækifæri til þess og eiga milliliðalaust samtal við bændur. „Á öllum fundum hafa komið fram áhyggjur bænda af nýliðun í stéttinni, að afkoman sé ekki nógu góð til að ungt fólk sjái framtíð sína í landbúnaði. Þetta á íslensk bændastétt sameiginlegt með kollegum sínum víðs vegar um heim en við verðum að huga að leiðum til að ungt fólk sjái sér hag í að velja sér landbúnað sem starfsvettvang.“

Umræðan nýtist ráðuneytinu í vinnunni framundan

Að sögn Hönnu Katrínar var margt annað áhugavert til umræðu á fundunum sem liggur bændum á hjarta og nefnir hún raforkuverð, stuðningskerfið, nýsköpun, tolla og hvernig megi koma í veg fyrir söfnun jarða á fárra hendur.

„Það sem fundargestir hafa lagt til umræðunnar mun nýtast í þeirri vinnu sem fram undan er í mínu ráðuneyti, einnig mun hluti fundargesta taka þátt í rafrænum umræðuhópum í rannsókn sem unnin verður á vegum ráðuneytisins, það verður dýrmætt veganesti fyrir þá vinnu sem fram undan er.“

Gott samtal milli bænda og ráðherra

Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir fyrirhugaðar breytingar á búvörulögum hafi meðal annars verið ræddar þar sem bændur létu skoðanir sínar í ljós varðandi fyrirhugaða niðurfellingu á heimild afurðastöðva til hagræðingar. Jarðalögin hafi einnig verið til umræðu, mikilvægi einföldunar regluverks og raforkumálin. „Það er gott og ekki síður mikilvægt að ráðherra fái – og ekki síst gefi sér – tækifæri til að heyra beint í bændum og að málefnalegar umræður eigi sér stað. Bændur hafa fagnað þessari fundaferð okkar og ráðherra. Komið er á aukið samtal við bændur og ráðherra fær betri skilning á landbúnaðinum og því sem brennur á bændum.

Það er augljóst að ráðherra hlustar á okkur bændur, skilningur á atvinnugreininni er að aukast og það mun skila okkur í betri samningum við ríkið. Gott samtal milli bænda og ráðherra mun vera öllum til heilla og ekki síst neytendum. Við erum öll í sama liði þó að ágreiningur kunni að skapast um leiðir að þeim markmiðum sem að er stefnt,“ segir Trausti.

Markmið fundanna var að finna raunhæfar lausnir á áskorunum bænda og voru fundir haldnir dagana 7.–9. apríl á sjö stöðum hringinn í kringum landið. Fundir í Reykjavík og á Vestfjörðum verða auglýstir síðar. /

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...