Á ári hverju eru þrír tilboðsmarkaðir með greiðslumark.
Á ári hverju eru þrír tilboðsmarkaðir með greiðslumark.
Mynd / ál
Fréttir 10. apríl 2025

Jafnvægisverð 250 krónur

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1. apríl og náðu viðskiptin yfir 839.986 lítra.

Greiðslumark sem boðið var til sölu voru alls 1.132.969 lítrar frá 23 aðilum, á meðan 27 bændur gerðu kauptilboð í 928.000 lítra. Við opnun tilboða er reiknað út svokallað jafnvægisverð sem öll viðskiptin fara fram á. Að þessu sinni var það 250 krónur á lítra, sem er sama upphæð og á síðasta tilboðsmarkaði í nóvember, og voru viðskiptin að andvirði 209.996.500 króna. Í gildi er ákvörðun ráðherra um að hámarksverð skuli vera þrefalt afurðastöðvaverð, sem við lok tilboðsfrests var 411 krónur fyrir hvern lítra.

Kaupendur með tilboð á jafnvægisverði eða hærra voru 24 á meðan þrír bændur buðu of lágt og gátu ekki keypt. Seljendur með tilboð á jafnvægisverði eða lægra voru 18 talsins á meðan fimm kúabændur buðu sitt greiðslumark yfir jafnvægisverði og gátu ekki selt. Nánar er greint frá málinu á vef atvinnuvegaráðuneytisins.

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f